Þriðja hjólið Sigga Dögg skrifar 3. desember 2010 06:00 Kæra Sigga Dögg. Ég á kærasta sem ég hef verið með í um hálft ár núna. Hann á barn með fyrrverandi sinni og þau deila forræðinu yfir barninu. Ég er sjálf barnlaus og á mjög erfitt með mig í þessum aðstæðum, ég veit ekki hvað ég má og má ekki sem „stjúpa". Svo finnst mér líka erfitt hvað kærasti minn og fyrrverandi hans tala mikið og oft saman, mér finnst eins og þetta sé samband þriggja aðila og ég kann bara að vera í tveggja manna sambandi. Mig bráðvantar hjálp. Svar: Það er aldrei auðvelt að vera „þriðja hjólið", eins og þú segir. En einhvern veginn byrjar maður að hjóla og eins og á æskuárunum nær maður besta jafnvæginu á þríhjóli! Það eru nokkrir þættir í vandamáli þínu sem þarf að skoða. Ef við byrjum á barninu þá þarft þú að byrja á því að ræða við kærastann þinn og fá hann til að skilgreina þitt hlutverk í tengslum við barnið, hvað má og hvað ekki. Þá væri ekki ósniðugt fyrir þig að kynnast barnsmóður hans líka og bera undir hana hvernig hún hagi uppeldinu þá daga sem barnið er hjá henni. Það er mjög mikilvægt fyrir barnið að þið fullorðna fólkið samræmið aðgerðir. Það er ekkert algilt þegar kemur að barnauppeldi og því þarf að spyrja og fá hlutina á hreint. Þú minnist á að kærasti þinn og barnsmóðir hans tali mikið saman og ætla ég að gefa mér að þar séu ekki mikil leiðindi á ferð. Fyrst svo er, þá er um að gera að styrkja þessi bönd enn frekar því þú ert núna í sambandi þriggja aðila. Maður sem á barn er þegar með manneskju í fyrsta sæti hjá sér og þar er engin samkeppni á ferð. Það er þitt að spila vel úr aðstæðum því hér er líf lítillar manneskju í forgangi og því þarft þú að sníða þitt samband eftir því. Þú segist bara kunna að vera í tveggja manna sambandi en ef þú vilt vera með þessum manni þá verðið þið í það minnsta alltaf tríó en ekki dúett. En ef þú ert ekki tilbúin í þetta hlutverk og ekki tilbúin að læra að takast á við nýjar aðstæður þá er það á þinni ábyrgð að gera það upp við sjálfa að fara og finna þér annan maka. Gangi þér ofsalega vel, óháð því hvaða ákvörðun þú tekur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Kæra Sigga Dögg. Ég á kærasta sem ég hef verið með í um hálft ár núna. Hann á barn með fyrrverandi sinni og þau deila forræðinu yfir barninu. Ég er sjálf barnlaus og á mjög erfitt með mig í þessum aðstæðum, ég veit ekki hvað ég má og má ekki sem „stjúpa". Svo finnst mér líka erfitt hvað kærasti minn og fyrrverandi hans tala mikið og oft saman, mér finnst eins og þetta sé samband þriggja aðila og ég kann bara að vera í tveggja manna sambandi. Mig bráðvantar hjálp. Svar: Það er aldrei auðvelt að vera „þriðja hjólið", eins og þú segir. En einhvern veginn byrjar maður að hjóla og eins og á æskuárunum nær maður besta jafnvæginu á þríhjóli! Það eru nokkrir þættir í vandamáli þínu sem þarf að skoða. Ef við byrjum á barninu þá þarft þú að byrja á því að ræða við kærastann þinn og fá hann til að skilgreina þitt hlutverk í tengslum við barnið, hvað má og hvað ekki. Þá væri ekki ósniðugt fyrir þig að kynnast barnsmóður hans líka og bera undir hana hvernig hún hagi uppeldinu þá daga sem barnið er hjá henni. Það er mjög mikilvægt fyrir barnið að þið fullorðna fólkið samræmið aðgerðir. Það er ekkert algilt þegar kemur að barnauppeldi og því þarf að spyrja og fá hlutina á hreint. Þú minnist á að kærasti þinn og barnsmóðir hans tali mikið saman og ætla ég að gefa mér að þar séu ekki mikil leiðindi á ferð. Fyrst svo er, þá er um að gera að styrkja þessi bönd enn frekar því þú ert núna í sambandi þriggja aðila. Maður sem á barn er þegar með manneskju í fyrsta sæti hjá sér og þar er engin samkeppni á ferð. Það er þitt að spila vel úr aðstæðum því hér er líf lítillar manneskju í forgangi og því þarft þú að sníða þitt samband eftir því. Þú segist bara kunna að vera í tveggja manna sambandi en ef þú vilt vera með þessum manni þá verðið þið í það minnsta alltaf tríó en ekki dúett. En ef þú ert ekki tilbúin í þetta hlutverk og ekki tilbúin að læra að takast á við nýjar aðstæður þá er það á þinni ábyrgð að gera það upp við sjálfa að fara og finna þér annan maka. Gangi þér ofsalega vel, óháð því hvaða ákvörðun þú tekur!
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun