Nauðsynlegt að viðhalda virkni Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. janúar 2010 10:51 Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest.Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest. Sú staða sem nú blasir við er gerbreytt því þeir skipta nú þúsundum sem eru án atvinnu. Sú breyting sem afdrifaríkust kann að verða er þó að langtímaatvinnuleysi sem vart þekktist hér er að verða blákaldur raunveruleiki. Þannig stækkar nú ört sá hópur fólks sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira. Sá hópur þrettánfaldaðist frá desember 2008 til desember 2009, fór úr 255 manns í 3.224. Fyrirsjáanlegt er að á næstu tveimur mánuðum verði meira en fimm þúsund manns í þessum sporum og gangi svartsýnustu spár eftir gæti hópurinn sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira verið orðinn um 10 þúsund manns þegar líða tekur á árið. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum höfum við sjálf í takmarkaðan reynslusjóð að leita. Það breytir því þó ekki að við getum lært af reynslu annarra. Margir telja að ein afdrifaríkasta afleiðing kreppunnar í Finnlandi í upphafi tíunda áratugarins sé sú að segja megi að ein kynslóð hafi dottið út af vinnumarkaðinum. Þetta eru þeir sem voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði þegar kreppan skall á, eða hefðu öllu heldur átt að vera að stíga þar sín fyrstu skref. Þetta unga fólk fékk ekki vinnu, árin liðu og það festist í viðjum atvinnu- og aðgerðaleysisins. Eyðileggingarmáttur langtímaatvinnuleysis er mikill og þekkt er sambandið milli langtímaatvinnuleysis og örorku. Það er því til mikils að vinna að komist verði hjá því að til verði hér hópur sem er vanvirkur á vinnumarkaði til langframa. Félagsleg einangrun og fátækt eru fylgifiskar langtímaatvinnuleysis og eftir því sem lengra líður verður erfiðara að rjúfa vítahringinn. Hrafnhildur Tómadóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar Vinnumálastofnunar, bendir í frétt í blaðinu í dag á að þekkt sé hversu margir finni fyrir tilgangsleysi þegar fá tækifæri bjóðast og alvarlegast sé þegar fólk aðlagast atvinnuleysinu og staðnar þar. Fram kemur í fréttinni að nú sé unnið að sérstöku átaki til að afstýra því að félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar þessa vanda vaxi mönnum yfir höfuð. Það er gleðiefni að fjármagn hafi fengist til að ráða tíu ráðgjafa sem sinna eiga ungu fólki sérstaklega en skortur á fjármagni til að ráða ráðgjafa hefur einmitt hamlað mjög þeim stuðningi sem Vinnumálastofnun hefur getað veitt þeim sem til stofnunarinnar þurfa að leita. Atvinnuástandið var skárra á árinu sem leið en búist hafði verið við. Flest bendir því miður til að nýhafið ár verði þungt í þessu tilliti og erfitt er að segja fyrir um það hversu langt er þar til atvinna fer að aukast að nýju.Viðhald á virkni þeirra sem eru án atvinnu er meðal þeirra verkefna sem skipta sköpum um það hversu djúp og afdrifarík spor efnahagskreppan markar til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest.Alger kúvending hefur orðið á íslenskum atvinnumarkaði á fáeinum mánuðum. Ísland var þar til fyrir rúmu ári meðal þeirra landa í heiminum þar sem atvinnuþátttaka var hvað mest. Sú staða sem nú blasir við er gerbreytt því þeir skipta nú þúsundum sem eru án atvinnu. Sú breyting sem afdrifaríkust kann að verða er þó að langtímaatvinnuleysi sem vart þekktist hér er að verða blákaldur raunveruleiki. Þannig stækkar nú ört sá hópur fólks sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira. Sá hópur þrettánfaldaðist frá desember 2008 til desember 2009, fór úr 255 manns í 3.224. Fyrirsjáanlegt er að á næstu tveimur mánuðum verði meira en fimm þúsund manns í þessum sporum og gangi svartsýnustu spár eftir gæti hópurinn sem hefur verið atvinnulaus í ár eða meira verið orðinn um 10 þúsund manns þegar líða tekur á árið. Í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum höfum við sjálf í takmarkaðan reynslusjóð að leita. Það breytir því þó ekki að við getum lært af reynslu annarra. Margir telja að ein afdrifaríkasta afleiðing kreppunnar í Finnlandi í upphafi tíunda áratugarins sé sú að segja megi að ein kynslóð hafi dottið út af vinnumarkaðinum. Þetta eru þeir sem voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði þegar kreppan skall á, eða hefðu öllu heldur átt að vera að stíga þar sín fyrstu skref. Þetta unga fólk fékk ekki vinnu, árin liðu og það festist í viðjum atvinnu- og aðgerðaleysisins. Eyðileggingarmáttur langtímaatvinnuleysis er mikill og þekkt er sambandið milli langtímaatvinnuleysis og örorku. Það er því til mikils að vinna að komist verði hjá því að til verði hér hópur sem er vanvirkur á vinnumarkaði til langframa. Félagsleg einangrun og fátækt eru fylgifiskar langtímaatvinnuleysis og eftir því sem lengra líður verður erfiðara að rjúfa vítahringinn. Hrafnhildur Tómadóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar Vinnumálastofnunar, bendir í frétt í blaðinu í dag á að þekkt sé hversu margir finni fyrir tilgangsleysi þegar fá tækifæri bjóðast og alvarlegast sé þegar fólk aðlagast atvinnuleysinu og staðnar þar. Fram kemur í fréttinni að nú sé unnið að sérstöku átaki til að afstýra því að félagslegar og sálfræðilegar afleiðingar þessa vanda vaxi mönnum yfir höfuð. Það er gleðiefni að fjármagn hafi fengist til að ráða tíu ráðgjafa sem sinna eiga ungu fólki sérstaklega en skortur á fjármagni til að ráða ráðgjafa hefur einmitt hamlað mjög þeim stuðningi sem Vinnumálastofnun hefur getað veitt þeim sem til stofnunarinnar þurfa að leita. Atvinnuástandið var skárra á árinu sem leið en búist hafði verið við. Flest bendir því miður til að nýhafið ár verði þungt í þessu tilliti og erfitt er að segja fyrir um það hversu langt er þar til atvinna fer að aukast að nýju.Viðhald á virkni þeirra sem eru án atvinnu er meðal þeirra verkefna sem skipta sköpum um það hversu djúp og afdrifarík spor efnahagskreppan markar til framtíðar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun