Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Þorbjörn Þórðarson. skrifar 6. desember 2010 12:00 Valgerður Sverrisdóttir Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún. WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún.
WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira