Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sveit Íslands sló átta ára gamalt met Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ Körfubolti Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sport Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Körfubolti Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal minnir Messi á hann sjálfan þegar hann var ungur Dagskráin: Lokaspretturinn í baráttunni um fyrsta titil NBA tímabilsins Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Mist Funa komin heim „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Svíar tóku fimmta sætið Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Bronny með persónulegt stigamet Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Sveit Íslands sló átta ára gamalt met Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Sjá meira