Ljóðadiskó Gerður Kristný skrifar 9. maí 2011 06:00 Forsprakkar danska badmintonsambandsins hafa lagt til að kvenkeppendur klæðist stuttum pilsum á stórmótum til að laða að fleiri áhorfendur. Þessi tillaga kom til tals á alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Kaupmannahöfn sem fór fram þarsíðustu helgi. Einn skipuleggjanda hátíðarinnar velti því fyrir sér yfir smörrebrauðsmáltíð hvort ástæða væri til að taka upp sömu reglu á ljóðahátíðinni. Honum var bent réttilega á að hálfber skáld gætu líka haft fælingarmátt. Auk þess er engin ástæða til að kvarta yfir aðsókninni. Bekkurinn var þétt setinn alveg sama hvort efnt var til upplestra eða hringborðsumræðna. Hátíðinhófst á því að ég fór í fylgd tveggja suður-amerískra skálda um götur borgarinnar í hestvagni. Ekillinn var í glæsilegum einkennisbúningi og bar hatt á höfði. Hann dæsti af ánægju þegar Ráðhúsið blasti við: „Ég hef verið í þessu starfi í tólf ár og mikið óskaplega finnst mér Kaupmannahöfn alltaf falleg borg,“ sagði ekillinn. Við farþegarnir vorum alveg sammála. Numið var staðar á fjölförnum stöðum og lesið upp. Í veðurblíðunni á Nýhöfn lögðu vegfarendur kurteislega við hlustir og sömuleiðis í Kaupmangaragötu en þegar kom að Heilags Hanstorgi brá til tíðinda. Um leið og kollegar mínir höfðu lokið flutningi sínum og komið var að mér arkaði kona nokkur inn á mitt torgið með barnavagn. Í vagninum reyndist hins vegar ekkert barn, heldur hljómflutningstæki. Diskótónlist gall við og konan byrjaði að dansa. Skammt frá hafði par setið á bekk án þess að virðast neitt þekkja hvort til annars en nú stóð það upp og tóku sömuleiðis til við dansinn. Ég sá mitt óvænna og dró mig í hlé. Smám saman fjölgaði líka í hópi dansaranna þar til hann taldi að minnsta kosti 15 manns, bæði konur og karla. Öll kunnu þau sporin og virtust hafa stigið þennan dans nokkrum sinnum áður. Svonahvelldans hafði ég séð á netinu en aldrei lent í honum miðjum. Því var þetta vitaskuld bráðskemmtilegt. Það er líka alltaf gaman í Kaupmannahöfn. Þessi borg er okkur Íslendingum foreldrið sem yfirgaf okkur í æsku og hefur enn svolítið samviskubit gagnvart okkur. Þegar við fáum að koma í heimsókn skuldar það okkur því tívolíferð, ís og innkaupaferð til félaganna Hennes og Mauritz. Kaupmannahöfn er hin borgin okkar. Þar er hægt að eiga von á að geta hlustað á skáld frá Úrúgvaí lýsa ríkulegu innra lífi sínu og því næst sjá hóp fólks sprikla um í óvæntum diskódansi – alklætt sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun
Forsprakkar danska badmintonsambandsins hafa lagt til að kvenkeppendur klæðist stuttum pilsum á stórmótum til að laða að fleiri áhorfendur. Þessi tillaga kom til tals á alþjóðlegu ljóðahátíðinni í Kaupmannahöfn sem fór fram þarsíðustu helgi. Einn skipuleggjanda hátíðarinnar velti því fyrir sér yfir smörrebrauðsmáltíð hvort ástæða væri til að taka upp sömu reglu á ljóðahátíðinni. Honum var bent réttilega á að hálfber skáld gætu líka haft fælingarmátt. Auk þess er engin ástæða til að kvarta yfir aðsókninni. Bekkurinn var þétt setinn alveg sama hvort efnt var til upplestra eða hringborðsumræðna. Hátíðinhófst á því að ég fór í fylgd tveggja suður-amerískra skálda um götur borgarinnar í hestvagni. Ekillinn var í glæsilegum einkennisbúningi og bar hatt á höfði. Hann dæsti af ánægju þegar Ráðhúsið blasti við: „Ég hef verið í þessu starfi í tólf ár og mikið óskaplega finnst mér Kaupmannahöfn alltaf falleg borg,“ sagði ekillinn. Við farþegarnir vorum alveg sammála. Numið var staðar á fjölförnum stöðum og lesið upp. Í veðurblíðunni á Nýhöfn lögðu vegfarendur kurteislega við hlustir og sömuleiðis í Kaupmangaragötu en þegar kom að Heilags Hanstorgi brá til tíðinda. Um leið og kollegar mínir höfðu lokið flutningi sínum og komið var að mér arkaði kona nokkur inn á mitt torgið með barnavagn. Í vagninum reyndist hins vegar ekkert barn, heldur hljómflutningstæki. Diskótónlist gall við og konan byrjaði að dansa. Skammt frá hafði par setið á bekk án þess að virðast neitt þekkja hvort til annars en nú stóð það upp og tóku sömuleiðis til við dansinn. Ég sá mitt óvænna og dró mig í hlé. Smám saman fjölgaði líka í hópi dansaranna þar til hann taldi að minnsta kosti 15 manns, bæði konur og karla. Öll kunnu þau sporin og virtust hafa stigið þennan dans nokkrum sinnum áður. Svonahvelldans hafði ég séð á netinu en aldrei lent í honum miðjum. Því var þetta vitaskuld bráðskemmtilegt. Það er líka alltaf gaman í Kaupmannahöfn. Þessi borg er okkur Íslendingum foreldrið sem yfirgaf okkur í æsku og hefur enn svolítið samviskubit gagnvart okkur. Þegar við fáum að koma í heimsókn skuldar það okkur því tívolíferð, ís og innkaupaferð til félaganna Hennes og Mauritz. Kaupmannahöfn er hin borgin okkar. Þar er hægt að eiga von á að geta hlustað á skáld frá Úrúgvaí lýsa ríkulegu innra lífi sínu og því næst sjá hóp fólks sprikla um í óvæntum diskódansi – alklætt sem betur fer.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun