Líkti íslensku bönkunum við Maddoff Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2012 17:35 Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira
Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag. Jón bar íslensku bankana saman við Bernie Maddoff sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum grunaður um eitt mesta efnahagssvindl sögunnar. Hann hlaut 150 ára fangelsisdóm árið 2009. Jón sagði að Maddoff hefði haft einyrkja í að endurskoða reikninga sína. Íslensku bankarnir hafi hins vegar haft viðurkenndar alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur til að starfa fyrir sig. Jón sagði, líkt og önnur vitni hafa bent á í dóminum, að ekki hafi verið unnt að selja eignir bankanna á árinu 2008. Það hefði veikt eiginfjárstöðu þeirra að selja eignirnar í flýti. Eins og kunnugt er voru uppi umræður á árinu 2008 um að Kaupþing flytti starfsemi sína úr landi. Sigurður Einarsson ræddi þá stöðu meðal annars í fjölmiðlum. Jón efast um að þetta hefði gengið upp. „Ég efast um að Kaupþing hafi getað það – eða viljað það – því þá hefðu þeir þurft að sýna eignasafnið sitt. Þeir hefðu ekki getað það, " sagði Jón. Jón Sigurgeirsson var síðasta vitnið sem kom fyrir Landsdóm í dag, en þinghaldi lauk um hálfsexleytið. Á morgun koma svo Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Jónína Lárusdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, fyrir dóminn. Auk þeirra koma svo Hreiðar Már Sigurðsson, Guðjón Rúnarsson, Rúnar Gumðundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson fyrir dóminn.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Sjá meira