Skoðun

Stuðningsgrein: Auðvitað kjósum við Þóru

Helga Kristjánsdóttir skrifar
Man fyrst eftir að hafa talað við Þóru fyrir um tíu árum á kaffihúsi.

Við ræddum um daginn og veginn og hún kom sérstaklega inn á hvað hún hefði mikla trú á ungu kynslóðinni. Hún hafði nýlega verið í heimsókn í framhaldsskóla og fundist svo mikill kraftur og von í unga fólkinu. Þetta er mér minnistætt enn þann dag í dag, það töluðu einhverveginn svo fáir á þessum nótum.

Eitt af eðalmerkjum Þóru held ég sé vonartónninn og glaðværðin. Það er einmitt það sem við þurfum á að halda núna í þjóðfélaginu. Við þurfum meiri kærleika.

Ungar konur þurfa líka góðar fyrirmyndir. Kosning Þóru hefði mikið fordæmisgildi fyrir stúlkur, skilaboðin yrðu að hægt er að valda miklu ábyrgðarstarfi með ung börn. Þau hjónin eru málsvarar barnafólks. Þau er líka málsvarar nútíma hjóna, þar sem heimilisfaðirinn er tilbúinn að gæta bús og barna.

Kjósum Þóru.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×