Skoðun

Stuðningsgrein: Áfram Ólafur Ragnar

Snorri Ásmundsson skrifar

Það er frábært fólk að bjóða sig fram í forsetakosningunum og ég myndi ráða þau öll í vinnu ef ég gæti, en það er þó aðeins einn af þeim sem ég myndi ráða (áfram) í starf forseta Íslands. Það er herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti vor.



Þrátt fyrir að hann hafi ekki alltaf verið í uppáhaldi hjá mér þá er ekki hægt að efast um hæfni hans og greind. Honum er fyrirgefið eins og þjóðinni "allri" að hafa verið ginkeyptur fyrir fjármálaútrásinni.



Ég hef boðið mig fram á móti Ólafi og leikið hann í leikuppsetningu og ég er þess fullviss eftir þá reynslu og að hafa fylgst vel með störfum hans í gegn um tíðina að hann er maður sem ég vil að gegni hlutverki forseta Íslands þar til ég verð tilbúin að gegna slikum störfum sjálfur.



Herra Ólafur Ragnar Grímsson er ekki fullkomin maður og það er engin, en hann hefur verið forseti vor á merkilegum umbrotatímum og staðið það af sér með sóma. Áfram Ólafur Ragnar Grímsson í 4 ár í viðbót og takk fyrir góð störf fyrir þjóðina.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×