Matvælaöryggið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. janúar 2012 06:00 Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett. Við teljum sjálfum okkur gjarnan trú um að íslenzkur matur sé bæði betri og heilnæmari en matur í öðrum löndum – það sýna skoðanakannanir. Sumir vilja nota þessa meintu yfirburði íslenzkra matvæla sem röksemd fyrir því að beita ofurtollum og tæknilegum viðskiptahindrunum til að koma í veg fyrir innflutning erlendra matvæla til Íslands. Slík meðul eru sögð nauðsynleg til að tryggja matvælaöryggi og vernda íslenzka neytendur. Hins vegar er óhætt að segja að talsvert hafi fallið á glansmynd hollustu og hreinleika síðustu ár. Löggjöf Evrópusambandsins um heilbrigði og hollustu í matvælageiranum hefur verið innleidd hér í áföngum, fyrst fyrir fisk og svo fyrir búvörur eins og kjöt og mjólk. Í ljós hefur komið að þær kröfur sem íslenzk stjórnvöld höfðu gert voru mun minni en gerðar eru í ESB. Ekki er langt síðan eftirlitsmenn ESB könnuðu aðstæður í fimm stórum matvælaframleiðslufyrirtækjum og gerðu verulegar athugasemdir við framleiðsluferla og aðstöðu hjá þeim öllum, svo og eftirlit Matvælastofnunar. Alþjóðlegt samstarf hefur þó verið til bóta í þessum efnum. Eftir nokkur ár þar sem vel gekk að halda niðri sýkingum í alifuglum hafa komið afleit ár þar sem kamfýlóbakter- og salmonella-smit kemur ítrekað upp á fuglabúum. Íslenzkur kjúklingur er ekki heilnæmari en innfluttur. Með aukinni meðvitund neytenda um hvað þeir láta ofan í sig hefur umræða farið vaxandi um aðbúnað dýra í íslenzkum landbúnaði. Hér er stundaður verksmiðjubúskapur eins og í nágrannalöndum okkar, ekki sízt í svína- og alifuglarækt. Dæmi hafa komið upp um ómannúðlega meðferð á grísum og aðbúnaður alifugla er líka gagnrýndur. Matvælastofnun kærði fyrir rúmu ári tug kúabúa fyrir að setja kýrnar aldrei út. Tengd þessu er umræðan um að hlutfall lífrænnar ræktunar í íslenzkum landbúnaði er mun lægra en í öðrum Evrópulöndum og áhugi stjórnvalda á að auka það og styðja við lífræna bændur marktækt minni. Nú síðast bætast við frekar ljótir blettir á gljáfægðu yfirborði, sem tengjast slælegu eftirliti með matvælaframleiðslu. Í díoxín-málinu á Ísafirði þögðu eftirlitsstofnanir yfir díoxín-mengun á landbúnaðarsvæði, þar sem bæði var framleidd mjólk og kjöt. Í tveimur nýjum málum kemur í ljós að Matvælastofnun þegir og gerir neytendum ekki viðvart strax, hvorki um mengaðan áburð né iðnaðarsalt sem notað var í mat. Þessi upptalning er ekki tæmandi. Hún er ekki sett hér fram til að varpa rýrð á íslenzka matvælaframleiðslu; þar er margt vel gert og af miklum metnaði. Hins vegar liggur það líka fyrir að víða er pottur brotinn og við höfum alls ekki efni á að setja okkur á háan hest gagnvart matvælaframleiðslu nágrannalandanna. Ofangreindar staðreyndir afhjúpa þetta tal um innflutningshöft í þágu matvælaöryggis. Það er fyrst og fremst fyrirsláttur til að vernda innlenda framleiðendur gegn samkeppni. Við eigum að hafa viðskipti með mat eins og aðrar vörur sem frjálsust, neytendum til hagsbóta. Og gera sömu ströngu kröfurnar til allra matvæla, framleiðslu þeirra og meðhöndlunar, sömuleiðis í þágu matvælaöryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett. Við teljum sjálfum okkur gjarnan trú um að íslenzkur matur sé bæði betri og heilnæmari en matur í öðrum löndum – það sýna skoðanakannanir. Sumir vilja nota þessa meintu yfirburði íslenzkra matvæla sem röksemd fyrir því að beita ofurtollum og tæknilegum viðskiptahindrunum til að koma í veg fyrir innflutning erlendra matvæla til Íslands. Slík meðul eru sögð nauðsynleg til að tryggja matvælaöryggi og vernda íslenzka neytendur. Hins vegar er óhætt að segja að talsvert hafi fallið á glansmynd hollustu og hreinleika síðustu ár. Löggjöf Evrópusambandsins um heilbrigði og hollustu í matvælageiranum hefur verið innleidd hér í áföngum, fyrst fyrir fisk og svo fyrir búvörur eins og kjöt og mjólk. Í ljós hefur komið að þær kröfur sem íslenzk stjórnvöld höfðu gert voru mun minni en gerðar eru í ESB. Ekki er langt síðan eftirlitsmenn ESB könnuðu aðstæður í fimm stórum matvælaframleiðslufyrirtækjum og gerðu verulegar athugasemdir við framleiðsluferla og aðstöðu hjá þeim öllum, svo og eftirlit Matvælastofnunar. Alþjóðlegt samstarf hefur þó verið til bóta í þessum efnum. Eftir nokkur ár þar sem vel gekk að halda niðri sýkingum í alifuglum hafa komið afleit ár þar sem kamfýlóbakter- og salmonella-smit kemur ítrekað upp á fuglabúum. Íslenzkur kjúklingur er ekki heilnæmari en innfluttur. Með aukinni meðvitund neytenda um hvað þeir láta ofan í sig hefur umræða farið vaxandi um aðbúnað dýra í íslenzkum landbúnaði. Hér er stundaður verksmiðjubúskapur eins og í nágrannalöndum okkar, ekki sízt í svína- og alifuglarækt. Dæmi hafa komið upp um ómannúðlega meðferð á grísum og aðbúnaður alifugla er líka gagnrýndur. Matvælastofnun kærði fyrir rúmu ári tug kúabúa fyrir að setja kýrnar aldrei út. Tengd þessu er umræðan um að hlutfall lífrænnar ræktunar í íslenzkum landbúnaði er mun lægra en í öðrum Evrópulöndum og áhugi stjórnvalda á að auka það og styðja við lífræna bændur marktækt minni. Nú síðast bætast við frekar ljótir blettir á gljáfægðu yfirborði, sem tengjast slælegu eftirliti með matvælaframleiðslu. Í díoxín-málinu á Ísafirði þögðu eftirlitsstofnanir yfir díoxín-mengun á landbúnaðarsvæði, þar sem bæði var framleidd mjólk og kjöt. Í tveimur nýjum málum kemur í ljós að Matvælastofnun þegir og gerir neytendum ekki viðvart strax, hvorki um mengaðan áburð né iðnaðarsalt sem notað var í mat. Þessi upptalning er ekki tæmandi. Hún er ekki sett hér fram til að varpa rýrð á íslenzka matvælaframleiðslu; þar er margt vel gert og af miklum metnaði. Hins vegar liggur það líka fyrir að víða er pottur brotinn og við höfum alls ekki efni á að setja okkur á háan hest gagnvart matvælaframleiðslu nágrannalandanna. Ofangreindar staðreyndir afhjúpa þetta tal um innflutningshöft í þágu matvælaöryggis. Það er fyrst og fremst fyrirsláttur til að vernda innlenda framleiðendur gegn samkeppni. Við eigum að hafa viðskipti með mat eins og aðrar vörur sem frjálsust, neytendum til hagsbóta. Og gera sömu ströngu kröfurnar til allra matvæla, framleiðslu þeirra og meðhöndlunar, sömuleiðis í þágu matvælaöryggis.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun