Kátir kjúklingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Ég er ekki bara grænmetisæta. Ég borða líka fisk, ávexti, egg og stundum súkkulaði. Ég borða hins vegar ekki fugla eða ferfætlinga. Eins nafnorðs skýring á því hvar ég stend í fæðukeðjunni er mér vitanlega ekki til á íslensku en það þvælist ekkert fyrir mér. Kjötneysla annarra truflar mig ekkert heldur. Ég er afar stolt af því að hafa nú nýlega lært að búa til kjötbollur sem mér skilst að séu nokkuð bragðgóðar. Stundum elda ég líka kjúklingalæri handa börnunum mínum, sem þeim finnst einstaklega góður matur. Það truflar mig hins vegar þegar ég heyri lýsingar á því að sums staðar í heiminum séu dýr barin til bana af því að þá verði kjötið af þeim bragðbetra. Það truflar mig líka þegar ég sé myndir af svínum sem ala aldur sinn í járngrindum svo þau eigi torveldara um hreyfingar og safni meiri fitu þangað til þeim er slátrað með því að kremja þau í klessu í einhvers konar pressu. Og það truflar mig að lesa ítrekað fréttir af því að langir og lágir kassar, troðfullir af lifandi kjúklingum, detti af bílpöllum og dýrin veltist limlest um þjóðvegina á Íslandi þangað til björgunarsveitarmenn ná að plokka þau upp af götunni og henda aftur inn í bíl sem ekur þeim í sláturhúsið. Þrátt fyrir mína persónulegu forgangsröðun í málefnum holdsins hef ég þá trú að svo framarlega sem dýr eigi sæmilegt líf og mannúðlegan dauðdaga sé réttlætanlegt að það láti lífið fyrir aðra. Lamb sem fæddist til að deyja fyrir aldur fram á skilið heilt sumar á fjalli. Og öll húsdýr eiga að fá að vera frjáls að því marki sem slíkt er hægt, södd og hrein og ekki of mörg saman í vistarverum. Í landinu eru í gildi lög um dýravernd og fréttir af illri meðferð á dýrum vekja jafnan hörð viðbrögð. Ég er ekkert viss um að hænur lifi miklu vitsmunalífi. Kannski hugsa þær bara ekki neitt. En ég er nokkuð viss um að þær geta fundið til. Ég get valið að kaupa egg í stórmarkaði úr hamingjusömum hænum. Hvar er hægt að kaupa læri af kátum kjúklingum sem ekki eyddu síðustu stundunum og jafnvel allri ævinni kramdir saman í pínulitlum kassa? Það hlýtur að skipta kjötætur máli, ekki síður en grænmetisætur af öllum skilgreiningum, að maturinn þeirra lifi og deyi á þann hátt sem er sæmandi bæði þeim sem snæðir og hinum snædda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun
Ég er ekki bara grænmetisæta. Ég borða líka fisk, ávexti, egg og stundum súkkulaði. Ég borða hins vegar ekki fugla eða ferfætlinga. Eins nafnorðs skýring á því hvar ég stend í fæðukeðjunni er mér vitanlega ekki til á íslensku en það þvælist ekkert fyrir mér. Kjötneysla annarra truflar mig ekkert heldur. Ég er afar stolt af því að hafa nú nýlega lært að búa til kjötbollur sem mér skilst að séu nokkuð bragðgóðar. Stundum elda ég líka kjúklingalæri handa börnunum mínum, sem þeim finnst einstaklega góður matur. Það truflar mig hins vegar þegar ég heyri lýsingar á því að sums staðar í heiminum séu dýr barin til bana af því að þá verði kjötið af þeim bragðbetra. Það truflar mig líka þegar ég sé myndir af svínum sem ala aldur sinn í járngrindum svo þau eigi torveldara um hreyfingar og safni meiri fitu þangað til þeim er slátrað með því að kremja þau í klessu í einhvers konar pressu. Og það truflar mig að lesa ítrekað fréttir af því að langir og lágir kassar, troðfullir af lifandi kjúklingum, detti af bílpöllum og dýrin veltist limlest um þjóðvegina á Íslandi þangað til björgunarsveitarmenn ná að plokka þau upp af götunni og henda aftur inn í bíl sem ekur þeim í sláturhúsið. Þrátt fyrir mína persónulegu forgangsröðun í málefnum holdsins hef ég þá trú að svo framarlega sem dýr eigi sæmilegt líf og mannúðlegan dauðdaga sé réttlætanlegt að það láti lífið fyrir aðra. Lamb sem fæddist til að deyja fyrir aldur fram á skilið heilt sumar á fjalli. Og öll húsdýr eiga að fá að vera frjáls að því marki sem slíkt er hægt, södd og hrein og ekki of mörg saman í vistarverum. Í landinu eru í gildi lög um dýravernd og fréttir af illri meðferð á dýrum vekja jafnan hörð viðbrögð. Ég er ekkert viss um að hænur lifi miklu vitsmunalífi. Kannski hugsa þær bara ekki neitt. En ég er nokkuð viss um að þær geta fundið til. Ég get valið að kaupa egg í stórmarkaði úr hamingjusömum hænum. Hvar er hægt að kaupa læri af kátum kjúklingum sem ekki eyddu síðustu stundunum og jafnvel allri ævinni kramdir saman í pínulitlum kassa? Það hlýtur að skipta kjötætur máli, ekki síður en grænmetisætur af öllum skilgreiningum, að maturinn þeirra lifi og deyi á þann hátt sem er sæmandi bæði þeim sem snæðir og hinum snædda.
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun