Hvers vegna er efast um tilvist leggangafullnægingar? Sigga Dögg skrifar 17. mars 2012 15:00 Spurning: Ég rak augun í pistil þinn „Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: „Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana. Og ég hef reynt að segja þessum blessuðu mönnum að því miður sýni rannsóknir að margar af þessum stelpum hafi logið að þeim, og feikað það, því meirihluti kvenna fær það ekki bara hviss, búmm, bang. Ég á þó einhverjar vinkonur sem eiga agalega auðvelt með þetta og án allrar „aðstoðar" (fingra, tækja o.þ.h.) og hef svo sem engar ástæður til að rengja þær. Ég hef að sjálfsögðu gúglað efnið í spað og dottið niður á einhver hlutföll um hitt og þetta, en maður veit aldrei hvað er vísindalega sannað. Þess vegna langaði mig að spyrja þig í framhaldi af þessum pistli frá því í desember 2010, hverjar eru niðurstöðurnar sem liggja að baki þessu: „Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu." Hversu stór er þessi meirihluti? Hvers vegna efast margir um tilvist leggangafullnægingar?Lesandi veltir fyrir sér hvers vegna margir efist um tilvist leggangafullnægingar.nordicphotos/GettySvar: Rannsóknir eru oft aðferðafræðilega ólíkar og það getur verið erfitt að bera saman tölur en þær rannsóknir sem ég vitna í segja hlutfallið vera á bilinu 75% til 85% kvenna sem geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun sníps. Þekking okkar á snípnum er takmörkuð en vitað er að hann teygir anga sína inn í leggöng og niður eftir börmum og því er örvunarsvæði hans ekki bundið við hin sýnilega hnapp þó þar virðist flesta taugaenda að finna. Til að setja það í samhengi við karlmenn þá er snípur fósturfræðilega skyldur kónginum á typpi. Sumar stellingar í samförum geta örvað snípinn og það leitt til fullnægingar. Fullnæging í leggöngum gæti því verið óbein örvun á sníp þó þetta hafi ekki verið rannsakað í þaula. Einstaklingar eru ólíkir og eru til konur sem geta hugsað sér til líkamlegrar fullnægingar en fyrir bróðurpart kvenna þá þarf beina örvun sníps og það þarf ekki að skammast sín fyrir það. Snípurinn var hannaður sérstaklega fyrir örvun og ánægju og því er gott að leyfa honum að uppfylla tilætlað hlutverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Spurning: Ég rak augun í pistil þinn „Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: „Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana. Og ég hef reynt að segja þessum blessuðu mönnum að því miður sýni rannsóknir að margar af þessum stelpum hafi logið að þeim, og feikað það, því meirihluti kvenna fær það ekki bara hviss, búmm, bang. Ég á þó einhverjar vinkonur sem eiga agalega auðvelt með þetta og án allrar „aðstoðar" (fingra, tækja o.þ.h.) og hef svo sem engar ástæður til að rengja þær. Ég hef að sjálfsögðu gúglað efnið í spað og dottið niður á einhver hlutföll um hitt og þetta, en maður veit aldrei hvað er vísindalega sannað. Þess vegna langaði mig að spyrja þig í framhaldi af þessum pistli frá því í desember 2010, hverjar eru niðurstöðurnar sem liggja að baki þessu: „Sannleikurinn er að meirihluti kvenna getur ekki fengið fullnægingu í beinum samförum heldur þarf aðra örvun. Margir kynfræðingar efast um tilvist fyrirbærisins leggangafullnægingar og telja að snípurinn sé eini staðurinn sem geti framkallað fullnægingu." Hversu stór er þessi meirihluti? Hvers vegna efast margir um tilvist leggangafullnægingar?Lesandi veltir fyrir sér hvers vegna margir efist um tilvist leggangafullnægingar.nordicphotos/GettySvar: Rannsóknir eru oft aðferðafræðilega ólíkar og það getur verið erfitt að bera saman tölur en þær rannsóknir sem ég vitna í segja hlutfallið vera á bilinu 75% til 85% kvenna sem geta ekki fengið fullnægingu nema með örvun sníps. Þekking okkar á snípnum er takmörkuð en vitað er að hann teygir anga sína inn í leggöng og niður eftir börmum og því er örvunarsvæði hans ekki bundið við hin sýnilega hnapp þó þar virðist flesta taugaenda að finna. Til að setja það í samhengi við karlmenn þá er snípur fósturfræðilega skyldur kónginum á typpi. Sumar stellingar í samförum geta örvað snípinn og það leitt til fullnægingar. Fullnæging í leggöngum gæti því verið óbein örvun á sníp þó þetta hafi ekki verið rannsakað í þaula. Einstaklingar eru ólíkir og eru til konur sem geta hugsað sér til líkamlegrar fullnægingar en fyrir bróðurpart kvenna þá þarf beina örvun sníps og það þarf ekki að skammast sín fyrir það. Snípurinn var hannaður sérstaklega fyrir örvun og ánægju og því er gott að leyfa honum að uppfylla tilætlað hlutverk.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun