Vogue og Eurowoman á RFF 17. mars 2012 09:00 Alþjóðleg markaðsetning er mikilvæg fyrir íslenska tísku segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, en um 20 erlendir aðilar hafa staðfest komu sína á hátíðina. Fréttablaðið/stefán „Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt," segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars. Um 20 erlendir aðilar hafa staðfest komu sína á RFF til að berja íslenska tísku augum. Ber það helst að nefna blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Einnig hefur innkaupafólk frá danska hönnuðinum Henrik Vibskov sem og frá bandarísku verslanakeðjunni Bloomingdale's boðað komu sína. „Markaðurinn er óneitanlega stærri erlendis og því er mjög mikilvægt að nota þessa helgi til að mynda samband milli íslenskra hönnuða og erlendu aðilanna. Alþjóðleg markaðssetning er mikilvæg og þessi helgi getur opnað ýmsar dyr fyrir hönnuðina," segir Þórey Eva en á laugardeginum 31. mars verður haldið málþing undir stjórn þýska hönnuðarins Bernhard Willhelm. „Þar verður kjörið tækifæri fyrir íslenska hönnuði að vekja athygli á vöru sinni, fá gagnrýni og mynda tengslanet." Það styttist óðum í tískuveisluna en markmiðið er að miðbærinn fyllist af lífi þessa helgina. Sérstakir tískudagar verða í verslunum miðbæjarins sem verða opnar til kl. 22 á laugardeginum vegna RFF. Sjálfar tískusýningarnar eru 30. og 31. mars í Hörpu og Gamla Bíó en þar má sjá hönnuði á borð við Munda, Kormák&Skjöld, Ellu, Milla Snorrason, Kalda og Kron by Kronkron sýna nýjustu fatalínur sínar. - áp RFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það eru ögn færri erlendir fjölmiðlar í ár en hafa verið síðustu ár en það er mjög góðmennt," segir Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival, um komu erlendra fjölmiðla á tískuhátíðina sem fer fram dagana 30. og 31. mars. Um 20 erlendir aðilar hafa staðfest komu sína á RFF til að berja íslenska tísku augum. Ber það helst að nefna blaðamenn frá þýska, ítalska og breska Vogue, danska Eurowoman og aðstandendur vefsíðnanna Fashionista.com, Fashionetc.com og Stylecaster.com. Einnig hefur innkaupafólk frá danska hönnuðinum Henrik Vibskov sem og frá bandarísku verslanakeðjunni Bloomingdale's boðað komu sína. „Markaðurinn er óneitanlega stærri erlendis og því er mjög mikilvægt að nota þessa helgi til að mynda samband milli íslenskra hönnuða og erlendu aðilanna. Alþjóðleg markaðssetning er mikilvæg og þessi helgi getur opnað ýmsar dyr fyrir hönnuðina," segir Þórey Eva en á laugardeginum 31. mars verður haldið málþing undir stjórn þýska hönnuðarins Bernhard Willhelm. „Þar verður kjörið tækifæri fyrir íslenska hönnuði að vekja athygli á vöru sinni, fá gagnrýni og mynda tengslanet." Það styttist óðum í tískuveisluna en markmiðið er að miðbærinn fyllist af lífi þessa helgina. Sérstakir tískudagar verða í verslunum miðbæjarins sem verða opnar til kl. 22 á laugardeginum vegna RFF. Sjálfar tískusýningarnar eru 30. og 31. mars í Hörpu og Gamla Bíó en þar má sjá hönnuði á borð við Munda, Kormák&Skjöld, Ellu, Milla Snorrason, Kalda og Kron by Kronkron sýna nýjustu fatalínur sínar. - áp
RFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Lífið samstarf Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira