Atkvæðaveiðigjald Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. maí 2012 06:00 Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð. Hugsunin að baki þessu útspili stjórnarinnar er alls ekki vitlaus og gæti verið komin úr kolli Kaspers Juul í Kristjánsborgarhöll. Hún er að beina athygli fólks frá þeim vandræðum sem ríkisstjórnin er í með frumvörpin um stjórn fiskveiða og benda í staðinn á hvað hægt sé að gera margt sniðugt fyrir peningana sem skili sér með veiðigjaldinu. Það er þá hægt að saka þá sem leggjast gegn hækkun gjaldsins um að ætla að hafa af til dæmis Austfirðingum og Vestfirðingum jarðgöngin sem þeir eru búnir að biðja um. Þeim sem telja að verið sé að skemma rekstrargrundvöll sjávarútvegsins á landsbyggðinni má líka benda á að þótt störf kunni að tapast í einkareknum sjávarútvegsfyrirtækjum ætli ríkið í staðinn að búa til störf við vegaframkvæmdir, í rannsóknum og víðar. Ekki spillir fyrir að um leið má beina athyglinni frá hæpnum bókhaldsbrellum sem ríkisstjórnin ætlar að beita til að kippa Vaðlaheiðargöngum fram fyrir aðrar brýnni vegaframkvæmdir, að öllum líkindum á kostnað skattgreiðenda þótt látið sé í annað skína. Það er hins vegar ótalmargt afar athugavert við þessi áform. Hvorki tekjurnar af veiðigjaldi né af sölu hluta í bönkunum eru fastar í hendi og afar hæpið af ríkisstjórninni að vera byrjuð að gefa kosningaloforð út á þessa peninga. Það er gott að ríkið minnki við sig í bönkunum, en salan þarfnast vandaðs undirbúnings og þarf að fara fram á réttum tíma. Það stuðlar ekki að því að rétt verð fáist fyrir hlutina ef búið er að búa til pressu á að peningarnir verði notaðir til afmarkaðra verkefna á tilteknum tíma. Í áætluninni eru líka innri mótsagnir. Forsvarsmenn bankanna eru sammála um að nái frumvörpin um stjórn fiskveiða fram að ganga, komi það niður á greiðslugetu viðskiptavina þeirra í sjávarútveginum og rýri eigið fé bankanna. Og þá lækkar að sjálfsögðu verðið, sem ríkið getur fengið fyrir hlutina. Seðlabankinn hefur nýlega varað við vaxandi lausatökum í ríkisrekstrinum og að búið sé að seinka áformum um hallalaus fjárlög. Bankinn hefur bent ríkisstjórninni á að nýta þurfi skjól gjaldeyrishaftanna til að lækka skuldir ríkissjóðs og draga úr lánsfjárþörf. Fjármálaráðherrann sagði sjálf í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að forgangsverkefnið væri að byrja að borga niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs. Nú er sett í forgang að eyða peningum, sem eru ekki einu sinni komnir í ríkissjóð. Fjárfestingaáætlunin er fallega innpökkuð í fyrirheit um útgjöld til þjóðþrifamála, en er í rauninni hefðbundinn kosningavíxill, hugsaður til atkvæðaveiða. Kjósendur eiga að vera búnir að læra fyrir löngu að sjá í gegnum slíkan spuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð. Hugsunin að baki þessu útspili stjórnarinnar er alls ekki vitlaus og gæti verið komin úr kolli Kaspers Juul í Kristjánsborgarhöll. Hún er að beina athygli fólks frá þeim vandræðum sem ríkisstjórnin er í með frumvörpin um stjórn fiskveiða og benda í staðinn á hvað hægt sé að gera margt sniðugt fyrir peningana sem skili sér með veiðigjaldinu. Það er þá hægt að saka þá sem leggjast gegn hækkun gjaldsins um að ætla að hafa af til dæmis Austfirðingum og Vestfirðingum jarðgöngin sem þeir eru búnir að biðja um. Þeim sem telja að verið sé að skemma rekstrargrundvöll sjávarútvegsins á landsbyggðinni má líka benda á að þótt störf kunni að tapast í einkareknum sjávarútvegsfyrirtækjum ætli ríkið í staðinn að búa til störf við vegaframkvæmdir, í rannsóknum og víðar. Ekki spillir fyrir að um leið má beina athyglinni frá hæpnum bókhaldsbrellum sem ríkisstjórnin ætlar að beita til að kippa Vaðlaheiðargöngum fram fyrir aðrar brýnni vegaframkvæmdir, að öllum líkindum á kostnað skattgreiðenda þótt látið sé í annað skína. Það er hins vegar ótalmargt afar athugavert við þessi áform. Hvorki tekjurnar af veiðigjaldi né af sölu hluta í bönkunum eru fastar í hendi og afar hæpið af ríkisstjórninni að vera byrjuð að gefa kosningaloforð út á þessa peninga. Það er gott að ríkið minnki við sig í bönkunum, en salan þarfnast vandaðs undirbúnings og þarf að fara fram á réttum tíma. Það stuðlar ekki að því að rétt verð fáist fyrir hlutina ef búið er að búa til pressu á að peningarnir verði notaðir til afmarkaðra verkefna á tilteknum tíma. Í áætluninni eru líka innri mótsagnir. Forsvarsmenn bankanna eru sammála um að nái frumvörpin um stjórn fiskveiða fram að ganga, komi það niður á greiðslugetu viðskiptavina þeirra í sjávarútveginum og rýri eigið fé bankanna. Og þá lækkar að sjálfsögðu verðið, sem ríkið getur fengið fyrir hlutina. Seðlabankinn hefur nýlega varað við vaxandi lausatökum í ríkisrekstrinum og að búið sé að seinka áformum um hallalaus fjárlög. Bankinn hefur bent ríkisstjórninni á að nýta þurfi skjól gjaldeyrishaftanna til að lækka skuldir ríkissjóðs og draga úr lánsfjárþörf. Fjármálaráðherrann sagði sjálf í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að forgangsverkefnið væri að byrja að borga niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs. Nú er sett í forgang að eyða peningum, sem eru ekki einu sinni komnir í ríkissjóð. Fjárfestingaáætlunin er fallega innpökkuð í fyrirheit um útgjöld til þjóðþrifamála, en er í rauninni hefðbundinn kosningavíxill, hugsaður til atkvæðaveiða. Kjósendur eiga að vera búnir að læra fyrir löngu að sjá í gegnum slíkan spuna.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun