Krónan styrkist Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Eftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarnings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda. Skuggi fellur þó á gleðina yfir styrkingu krónunnar við tilhugsunina um að hana megi að öllum líkindum þakka hertum tökum Seðlabanka Íslands á framkvæmd gjaldeyrishafta. Bankanum gengur, að minnsta kosti tímabundið, betur að takmarka flæði gjaldeyris út úr landinu. Þá er innstreymi gjaldeyris vitanlega með mesta móti núna, á háannatíma íslenskrar ferðaþjónustu. Og hafandi reynsluna af sveiflum í gengi krónunnar þá hverfur gleðin yfir styrkingu hennar nú næstum alveg þegar upp rennur fyrir manni það ljós að vitanlega dragi úr gjaldeyrisinnstreyminu þegar líður á haustið og líklega verði þeir sem þannig eru þenkjandi ekki lengi að finna nýjar glufur í varnarmúr Seðlabankans til að stelast með peninga úr landi. Þá segir reynslan manni að tímabundin gengisstyrking hafi að mjög litlu leyti skilað sér í lægra vöruverði og líklegast sé að þeir sem selja okkur hinum innfluttar vörur noti næstu veikingu krónunnar sem fyrirslátt til að auka enn á dýrtíð í landinu. Meirihluti landsmanna virðist hins vegar kunna ágætlega við þetta ástand og er það miður. Í öllu falli virðist ekki nema tiltölulega litlum hluta landsmanna hugnast að leita raunhæfra leiða úr úr þessari hringavitleysu gengissveiflna. Raunhæfu leiðinni fylgir nefnilega aðild að Evrópusambandinu, stuðningur við gjaldmiðilinn frá Seðlabanka Evrópu og upptaka evru þegar fram líða stundir. Afar forvitnilegur var pistill Arthúrs Björgvins Bollasonar í Spegli Útvarpsins í fyrradag um hvernig evrunni hafi fylgt stöðugleiki í Þýskalandi. Benti hann á nýjar tölur efnahagsstofnunar Þýskalands um hvernig laun í landinu hafi síðustu tvo áratugi hækkað tveimur prósentustigum meira en almennt verðlag. Hér þekkjum við hins vegar ekki annað en sveiflur í efnahag og síhækkandi vöruverð. Gjaldeyrishöftin kunna að hafa verið nauðsynleg til að forða skaða í miðju hruni. Núna, á meðan ekki hefur verið mörkuð raunhæf framtíðarstefna í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, eru þau hins vegar merki um viðleitni stjórnvalda til að handstýra aðstæðum. Heyrst hefur fleygt að ekki þurfi að furða sig á því að kínverskur fjárfestir skuli vilja hefja hér starfsemi. Líkur sækir líkan heim og líkast til eru kínversk stjórnvöld líka með puttana í hverju smámáli heima fyrir, jafnvel viðskiptum einkaaðila. Fjárfesting á Grímsstöðum á Fjöllum og furðuleg framganga ráðamanna hér sem endurspeglar fullkomið vantraust á öllu lagaumhverfi öðru, er hins vegar smámál hjá óleystum gengisvandanum. Málin tengjast hins vegar því í báðum endurspeglast óstöðugleiki, annars vegar krónunnar og hins vegar pólitískur óstöðugleiki. Á þessum óstöðugleika þarf að ráða bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Eftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarnings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda. Skuggi fellur þó á gleðina yfir styrkingu krónunnar við tilhugsunina um að hana megi að öllum líkindum þakka hertum tökum Seðlabanka Íslands á framkvæmd gjaldeyrishafta. Bankanum gengur, að minnsta kosti tímabundið, betur að takmarka flæði gjaldeyris út úr landinu. Þá er innstreymi gjaldeyris vitanlega með mesta móti núna, á háannatíma íslenskrar ferðaþjónustu. Og hafandi reynsluna af sveiflum í gengi krónunnar þá hverfur gleðin yfir styrkingu hennar nú næstum alveg þegar upp rennur fyrir manni það ljós að vitanlega dragi úr gjaldeyrisinnstreyminu þegar líður á haustið og líklega verði þeir sem þannig eru þenkjandi ekki lengi að finna nýjar glufur í varnarmúr Seðlabankans til að stelast með peninga úr landi. Þá segir reynslan manni að tímabundin gengisstyrking hafi að mjög litlu leyti skilað sér í lægra vöruverði og líklegast sé að þeir sem selja okkur hinum innfluttar vörur noti næstu veikingu krónunnar sem fyrirslátt til að auka enn á dýrtíð í landinu. Meirihluti landsmanna virðist hins vegar kunna ágætlega við þetta ástand og er það miður. Í öllu falli virðist ekki nema tiltölulega litlum hluta landsmanna hugnast að leita raunhæfra leiða úr úr þessari hringavitleysu gengissveiflna. Raunhæfu leiðinni fylgir nefnilega aðild að Evrópusambandinu, stuðningur við gjaldmiðilinn frá Seðlabanka Evrópu og upptaka evru þegar fram líða stundir. Afar forvitnilegur var pistill Arthúrs Björgvins Bollasonar í Spegli Útvarpsins í fyrradag um hvernig evrunni hafi fylgt stöðugleiki í Þýskalandi. Benti hann á nýjar tölur efnahagsstofnunar Þýskalands um hvernig laun í landinu hafi síðustu tvo áratugi hækkað tveimur prósentustigum meira en almennt verðlag. Hér þekkjum við hins vegar ekki annað en sveiflur í efnahag og síhækkandi vöruverð. Gjaldeyrishöftin kunna að hafa verið nauðsynleg til að forða skaða í miðju hruni. Núna, á meðan ekki hefur verið mörkuð raunhæf framtíðarstefna í gjaldeyrismálum þjóðarinnar, eru þau hins vegar merki um viðleitni stjórnvalda til að handstýra aðstæðum. Heyrst hefur fleygt að ekki þurfi að furða sig á því að kínverskur fjárfestir skuli vilja hefja hér starfsemi. Líkur sækir líkan heim og líkast til eru kínversk stjórnvöld líka með puttana í hverju smámáli heima fyrir, jafnvel viðskiptum einkaaðila. Fjárfesting á Grímsstöðum á Fjöllum og furðuleg framganga ráðamanna hér sem endurspeglar fullkomið vantraust á öllu lagaumhverfi öðru, er hins vegar smámál hjá óleystum gengisvandanum. Málin tengjast hins vegar því í báðum endurspeglast óstöðugleiki, annars vegar krónunnar og hins vegar pólitískur óstöðugleiki. Á þessum óstöðugleika þarf að ráða bót.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun