Hvað veit maður? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2012 06:00 Hvers konar hugmyndir hefði mannvera um heiminn ef hún þekkti hann eingöngu af sjónvarpi? Til að gera okkur þennan hugarburð bærilegri skulum við ímynda okkur að til væri Marsbúi með greindarvísitölu meðal Íslendings sem aldrei hefði komið út fyrir plánetuna rauðu en sæi hins vegar sama sjónvarpsefni og meðal Íslendingur. Hvaða hugmyndir hefði þessi Marsbúi um jörðina? Hann myndi líklegast telja að leynilögreglumenn væru fjölmennasta stétt heimsins. Hann væri líklegast sérfræðingur um skothríðir og ofbeldi en vissi mest lítið um skúringar og uppvask. Hann myndi vita vel hvað kókaín væri en sennilega ekki hafa hugmynd um hveiti. Hann myndi líklegast telja helmingslíkur á því að aðstoð ungs manns við konu á biluðum bíl myndi enda með samförum. Ekki ósvipað því sem ég gerði á þrettánda ári. Ég heldað flest okkar myndu telja þennan Marsbúa verulega brenglaðan. Það kann því að hljóma undarlega en ég á ósköp auðvelt með að setja mig í spor hans. Þegar ég læt hégómann lönd og leið en viðurkenni fyrir sjálfum mér að það sem ég hef stundum álitið ótæpan viskubrunn er fátt annað en afbakaðar hugmyndir sem hafa hreiðrað um sig í hugskoti mínu eftir sjónvarpsgláp. Ég fæ oft áminningu um þetta. Til dæmis hef ég oft talið mig vera nokkuð fróðan um Bandaríkin. Enda er ég líkur mínu heimafólki að því leyti að ég er fljótur að smitast af því sem Kaninn bregður upp á skjá okkar eins og sjá má á hátterni okkar og heyra af máli okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef aldrei til Bandaríkjanna komið og þekki engan þarlendan jafn vel og ég þekki Ross og Rachel í Friends. Síðan líður að kosningum og þá heyrir maður á frambjóðendum, sérstaklega þeim sem fer fyrir repúblikönum, að maður þekkir harla lítið þau mið þar sem atkvæðaveiðarnar fara fram. Stærstu áminninguna um fáfræði mína um bandaríska þjóð fékk ég hins vegar árið 2004 þegar George Bush rúllaði John Kerry upp í forsetakosningunum. En sjónvarpsglápið er samt alveg ágætt, ég myndi alls ekki óska neinum þess að fara á mis við það allt saman. Hins vegar mega menn heldur ekki fara á mis við speki fróðra manna og kvenna sem rata lítt á skjáinn. Til dæmis er hollt að minnast endrum og eins orða Sókratesar sem sagðist vita það eitt að hann vissi ekki neitt. En þá þarf maður víst að opna bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Hvers konar hugmyndir hefði mannvera um heiminn ef hún þekkti hann eingöngu af sjónvarpi? Til að gera okkur þennan hugarburð bærilegri skulum við ímynda okkur að til væri Marsbúi með greindarvísitölu meðal Íslendings sem aldrei hefði komið út fyrir plánetuna rauðu en sæi hins vegar sama sjónvarpsefni og meðal Íslendingur. Hvaða hugmyndir hefði þessi Marsbúi um jörðina? Hann myndi líklegast telja að leynilögreglumenn væru fjölmennasta stétt heimsins. Hann væri líklegast sérfræðingur um skothríðir og ofbeldi en vissi mest lítið um skúringar og uppvask. Hann myndi vita vel hvað kókaín væri en sennilega ekki hafa hugmynd um hveiti. Hann myndi líklegast telja helmingslíkur á því að aðstoð ungs manns við konu á biluðum bíl myndi enda með samförum. Ekki ósvipað því sem ég gerði á þrettánda ári. Ég heldað flest okkar myndu telja þennan Marsbúa verulega brenglaðan. Það kann því að hljóma undarlega en ég á ósköp auðvelt með að setja mig í spor hans. Þegar ég læt hégómann lönd og leið en viðurkenni fyrir sjálfum mér að það sem ég hef stundum álitið ótæpan viskubrunn er fátt annað en afbakaðar hugmyndir sem hafa hreiðrað um sig í hugskoti mínu eftir sjónvarpsgláp. Ég fæ oft áminningu um þetta. Til dæmis hef ég oft talið mig vera nokkuð fróðan um Bandaríkin. Enda er ég líkur mínu heimafólki að því leyti að ég er fljótur að smitast af því sem Kaninn bregður upp á skjá okkar eins og sjá má á hátterni okkar og heyra af máli okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef aldrei til Bandaríkjanna komið og þekki engan þarlendan jafn vel og ég þekki Ross og Rachel í Friends. Síðan líður að kosningum og þá heyrir maður á frambjóðendum, sérstaklega þeim sem fer fyrir repúblikönum, að maður þekkir harla lítið þau mið þar sem atkvæðaveiðarnar fara fram. Stærstu áminninguna um fáfræði mína um bandaríska þjóð fékk ég hins vegar árið 2004 þegar George Bush rúllaði John Kerry upp í forsetakosningunum. En sjónvarpsglápið er samt alveg ágætt, ég myndi alls ekki óska neinum þess að fara á mis við það allt saman. Hins vegar mega menn heldur ekki fara á mis við speki fróðra manna og kvenna sem rata lítt á skjáinn. Til dæmis er hollt að minnast endrum og eins orða Sókratesar sem sagðist vita það eitt að hann vissi ekki neitt. En þá þarf maður víst að opna bók.