Meinlokur Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. september 2012 06:00 Stundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghugmyndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera. Eitt slíkt mál fer nú hátt í umræðunni en það er væntanleg nýbygging Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík. Reyndar má fagna því að skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að framlengja til 20. þessa mánaðar frest sem rann út fyrir helgi til að gera athugasemdir við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir spítalann. Þegar fresturinn rann út höfðu um þrjú hundruð athugasemdir borist og vekur framlenging hans veika von um að snúa megi af þeirri óheillabraut sem málið virðist á. Eigi nýr spítali að rísa við Hringbrautina þarf nefnilega margt annað undan að láta. Grípa verður til harkalegra aðgerða til að takmarka umferð því Miklabraut ber ekki meiri umferðarþunga en á henni hvílir nú þegar. Þetta viðurkenndi Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær. Þetta sjá líka allir sem aka þurfa um stofnæðar borgarinnar á háannatíma á morgnana og síðdegis. Meðal aðgerða er stóraukin gjaldtaka í bílastæði þannig að rukkað verði fyrir öll stæði við bæði Landspítalann og Háskólann. Þá spilar inni í að Reykjavíkurflugvöllur víki á endanum alveg fyrir íbúabyggð, þannig að þeir sem vinni á spítalanum geti búið nær honum og þar með verði létt á umferð. Allar eru þessar ráðagerðir hæpnar og lítt fastar í hendi. Öllu líklegra er að stefni í algjört óefni í umferðarmálum með nýjum spítala við Hringbraut og er þar sannarlega bætt gráu ofan á svart eins og staðan er í dag. Um leið er óumdeilt að þörf er á nýjum spítala sem uppfyllir þarfir nútímaheilbrigðisþjónustu. Spurningin er bara hvar velja á honum stað. Heillavænlegast væri að hverfa frá þeirri meinloku að ætla jafnumfangsmikilli starfsemi stað í miðbæ höfuðborgarinnar. Hægur leikur ætti að vera að finna lóð í útjaðri borgarinnar, jafnvel á Hólmsheiði í nágrenni við nýtt fangelsi sem þar á að rísa. Eins kynni Vífilsstaðalóðin að henta. Með því að hafa nýja spítalann í nágrenni við stofnæðar umferðar inn og út úr borginni rímar líka betur við þá stefnu að Landspítali Háskólasjúkrahús annist stærri aðgerðir, sem áður var sinnt á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Þannig yrði betra aðgengi fyrir reglulegar ferðir sjúkrabíla af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins með konur í barnsnauð og aðra sjúklinga sem þurfa heilbrigðisþjónustu sem ekki er lengur boðið upp á í þeirra heimabyggð. Sjúklingar úr öðrum byggðarlögum slyppu þá við áhættuakstur á bláum ljósum í gegnum Reykjavík (jafnvel á háannatíma) alla leiðina niður í miðbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Stundum er það svo að hugmyndir og jafnvel ranghugmyndir skjóta svo föstum rótum í hugum fólks að engar fortölur duga til að því snúist hugur. Er þá stundum vaðið áfram með arfavitlausar hugmyndir og þær látnar verða að veruleika, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða, og sama hversu mikið hagkvæmari og betri aðrar leiðir kynnu annars að vera. Eitt slíkt mál fer nú hátt í umræðunni en það er væntanleg nýbygging Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík. Reyndar má fagna því að skipulagsráð Reykjavíkur hefur ákveðið að framlengja til 20. þessa mánaðar frest sem rann út fyrir helgi til að gera athugasemdir við tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir spítalann. Þegar fresturinn rann út höfðu um þrjú hundruð athugasemdir borist og vekur framlenging hans veika von um að snúa megi af þeirri óheillabraut sem málið virðist á. Eigi nýr spítali að rísa við Hringbrautina þarf nefnilega margt annað undan að láta. Grípa verður til harkalegra aðgerða til að takmarka umferð því Miklabraut ber ekki meiri umferðarþunga en á henni hvílir nú þegar. Þetta viðurkenndi Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur í Fréttablaðinu í gær. Þetta sjá líka allir sem aka þurfa um stofnæðar borgarinnar á háannatíma á morgnana og síðdegis. Meðal aðgerða er stóraukin gjaldtaka í bílastæði þannig að rukkað verði fyrir öll stæði við bæði Landspítalann og Háskólann. Þá spilar inni í að Reykjavíkurflugvöllur víki á endanum alveg fyrir íbúabyggð, þannig að þeir sem vinni á spítalanum geti búið nær honum og þar með verði létt á umferð. Allar eru þessar ráðagerðir hæpnar og lítt fastar í hendi. Öllu líklegra er að stefni í algjört óefni í umferðarmálum með nýjum spítala við Hringbraut og er þar sannarlega bætt gráu ofan á svart eins og staðan er í dag. Um leið er óumdeilt að þörf er á nýjum spítala sem uppfyllir þarfir nútímaheilbrigðisþjónustu. Spurningin er bara hvar velja á honum stað. Heillavænlegast væri að hverfa frá þeirri meinloku að ætla jafnumfangsmikilli starfsemi stað í miðbæ höfuðborgarinnar. Hægur leikur ætti að vera að finna lóð í útjaðri borgarinnar, jafnvel á Hólmsheiði í nágrenni við nýtt fangelsi sem þar á að rísa. Eins kynni Vífilsstaðalóðin að henta. Með því að hafa nýja spítalann í nágrenni við stofnæðar umferðar inn og út úr borginni rímar líka betur við þá stefnu að Landspítali Háskólasjúkrahús annist stærri aðgerðir, sem áður var sinnt á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Þannig yrði betra aðgengi fyrir reglulegar ferðir sjúkrabíla af svæðum utan höfuðborgarsvæðisins með konur í barnsnauð og aðra sjúklinga sem þurfa heilbrigðisþjónustu sem ekki er lengur boðið upp á í þeirra heimabyggð. Sjúklingar úr öðrum byggðarlögum slyppu þá við áhættuakstur á bláum ljósum í gegnum Reykjavík (jafnvel á háannatíma) alla leiðina niður í miðbæ.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun