Ástareldurinn kveiktur á ný 20. september 2012 17:00 Spurning: Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt. Á fyrri meðgöngunni stunduðum við kynlíf tvisvar og ekkert núna á síðustu. Eftir að strákurinn fæddist hafði ég mjög litla löngun í kynlíf almennt og enn þá minni núna. Það virðist fast í hausnum á mér, að þar sem ég er orðin mamma, þá eigi ég ekki að stunda kynlíf. Ég fékk fæðingarþunglyndi eftir að strákurinn fæddist og fékk hjálp við því. Var orðin góð en er byrjuð að finna fyrir því aftur núna, ekkert mikið, en nóg til að hafa áhrif á mig. Kærastinn minn er yndislegur maður sem vill allt fyrir mig gera og ég elska hann mjög mikið. Það var smá risvandamál í gangi en hann ætlar að tala við lækni og fá pillur við því, ég sagði honum að það væri allavega partur af þessu löngunarleysi hjá mér. Mig langar alveg ofsalega mikið til að langa. Hann talar stundum um að hann langi til að stunda meira kynlíf, og ég er búin að segja honum að hann verði þá að hafa frumkvæði. Hann þurfi að taka af skarið, því kannski þarf ég bara smá örvun til að komast í gang. Svar: Það er margt sem er í gangi samtímis í þínum aðstæðum og allt eru það þekktir þættir sem geta dregið úr kynlöngun. Það er vitað að álagið sem fylgir barneignum getur haft áhrif á kynlöngun karla og kvenna. Þá verða ákveðnar lífeðlislegar breytingar í líkama konunnar við fæðingu og brjóstagjöf sem geta einnig dregið úr löngun. Þunglyndi, þunglyndislyf og kynlífsvandamál maka hafa einnig áhrif. Þar sem vandamálið er margþætt þá er lausnin það líka. Ég myndi telja algert forgangsatriði að fá aðstoð við fæðingarþunglyndinu. Það er fullkomlega eðlilegt að leyfa nokkrum vikum að líða eftir fæðingu áður en kynlíf hefst svo ekki setja of mikla pressu á ykkur í þeirri deild. Hvað varðar hans vandamál þá geta fleiri lausnir verið á þeim vanda heldur en bara pillur og því mæli ég með því að þið farið í ráðgjöf til kynfræðings. Þar gætuð þið talað saman um bæði hans vandamál og þín og svo hvernig þið getið í framhaldinu tæklað kynlífsleysið. Það getur verið erfitt að bera einn þá byrði að hafa alltaf frumkvæði að kynlífi og eiga svo líka að taka á móti neitun og upplifa það ekki sem höfnun. Því þurfið þið kannski smá aðstoð við að koma jafnvægi á þau samskipti og það fæst með því að fara í ráðgjöf. Ekki óttast hjálparhöndina heldur takið henni fagnandi og nýtið sem tækifæri til að styrkja ykkur sem einstaklinga, par og foreldra.Ekki óttast hjálparhönd Það þarf að ræða vandamálin til að yfirstíga þau. Pör gætu þurft á aðstoð að halda við að koma samskiptum af stað.nordicphotos/getty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Spurning: Mig vantar smá ráð hjá þér. Við kærastinn erum búin að vera saman í nokkur ár og eigum tvö yndisleg börn. Báðar meðgöngurnar voru mjög erfiðar og ég var mikið veik og kynlífið þar af leiðandi ekki neitt. Á fyrri meðgöngunni stunduðum við kynlíf tvisvar og ekkert núna á síðustu. Eftir að strákurinn fæddist hafði ég mjög litla löngun í kynlíf almennt og enn þá minni núna. Það virðist fast í hausnum á mér, að þar sem ég er orðin mamma, þá eigi ég ekki að stunda kynlíf. Ég fékk fæðingarþunglyndi eftir að strákurinn fæddist og fékk hjálp við því. Var orðin góð en er byrjuð að finna fyrir því aftur núna, ekkert mikið, en nóg til að hafa áhrif á mig. Kærastinn minn er yndislegur maður sem vill allt fyrir mig gera og ég elska hann mjög mikið. Það var smá risvandamál í gangi en hann ætlar að tala við lækni og fá pillur við því, ég sagði honum að það væri allavega partur af þessu löngunarleysi hjá mér. Mig langar alveg ofsalega mikið til að langa. Hann talar stundum um að hann langi til að stunda meira kynlíf, og ég er búin að segja honum að hann verði þá að hafa frumkvæði. Hann þurfi að taka af skarið, því kannski þarf ég bara smá örvun til að komast í gang. Svar: Það er margt sem er í gangi samtímis í þínum aðstæðum og allt eru það þekktir þættir sem geta dregið úr kynlöngun. Það er vitað að álagið sem fylgir barneignum getur haft áhrif á kynlöngun karla og kvenna. Þá verða ákveðnar lífeðlislegar breytingar í líkama konunnar við fæðingu og brjóstagjöf sem geta einnig dregið úr löngun. Þunglyndi, þunglyndislyf og kynlífsvandamál maka hafa einnig áhrif. Þar sem vandamálið er margþætt þá er lausnin það líka. Ég myndi telja algert forgangsatriði að fá aðstoð við fæðingarþunglyndinu. Það er fullkomlega eðlilegt að leyfa nokkrum vikum að líða eftir fæðingu áður en kynlíf hefst svo ekki setja of mikla pressu á ykkur í þeirri deild. Hvað varðar hans vandamál þá geta fleiri lausnir verið á þeim vanda heldur en bara pillur og því mæli ég með því að þið farið í ráðgjöf til kynfræðings. Þar gætuð þið talað saman um bæði hans vandamál og þín og svo hvernig þið getið í framhaldinu tæklað kynlífsleysið. Það getur verið erfitt að bera einn þá byrði að hafa alltaf frumkvæði að kynlífi og eiga svo líka að taka á móti neitun og upplifa það ekki sem höfnun. Því þurfið þið kannski smá aðstoð við að koma jafnvægi á þau samskipti og það fæst með því að fara í ráðgjöf. Ekki óttast hjálparhöndina heldur takið henni fagnandi og nýtið sem tækifæri til að styrkja ykkur sem einstaklinga, par og foreldra.Ekki óttast hjálparhönd Það þarf að ræða vandamálin til að yfirstíga þau. Pör gætu þurft á aðstoð að halda við að koma samskiptum af stað.nordicphotos/getty
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun