Teygjur gera oft illt verra 4. október 2012 10:05 Hér má sjá nægan stuðning undir örmum. Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna að herðavöðvi (efri sjalvöðvi, e. upper trapezius) fólks er í flestum tilfellum of langur og þá sérstaklega hjá þeim sem eru með hálsverki. „Samkvæmt þessu ætti ekki að teygja vöðvana heldur frekar að styrkja þá og stytta," segir Dr. Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual Therapy). „Margir íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar eru enn að segja fólki að teygja herðavöðva og æfingaáætlanir fyrir einstaklinga með hálsverki fela oftast í sér að vöðvinn er teygður." Truflanir á vöðvum Harpa hefur sjálf gert rannsóknir á axlargrindinni sem styðja þessar niðurstöður og skrifað vísindagreinar um þær sem birst hafa í ritrýndum tímaritum. „Algengasta truflunin á axlargrindinni er að axlarhyrnan (acromion) sýgur niður og fram á við eða að herðablöðin eru neðar en þau ættu að vera. Efri sjalvöðvinn er í þessum tilfellum of langur auk þess sem fleiri truflanir á vöðvum geta spilað inn í. Ástæðan fyrir þessari truflun er sú að líkamsstaða fólks er oft og tíðum röng og vöðvarnir of slakir. Til dæmis þegar setið er við tölvu og enginn stuðningur er undir örmunum þá sígur axlargrindin niður og lenging verður á vöðvum. Ef viðkomandi er í tölvuvinnu þarf að hafa stuðning undir örmunum frá stól eða borði." Hún segir að hálsverkir séu almennt að verða stærra vandamál í þjóðfélaginu og að sú þróun hafi átt sér stað með aukinni kyrrsetu og notkun fartölva. Hreyfing nauðsynleg Til að koma í veg fyrir þetta vandamál og snúa því til baka er nauðsynlegt að byggja upp efri sjalvöðva og leiðrétta stöðu axlargrindarinnar. Það á frekar að ráðleggja fólki með hálsverki að hreyfa sig, til að örva næringarflæði til vefjanna, nudda auma vöðva og bæta líkamsbeitingu. „Sjúkraþjálfarar eru í dag að verða færari í að greina og meðhöndla þessar truflanir og það er mikilvægt fyrir íþróttakennara og leiðbeinendur að fylgjast með nýjum rannsóknum til að fólk fái réttar leiðbeiningar og æfingar," segir Harpa. Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna að herðavöðvi (efri sjalvöðvi, e. upper trapezius) fólks er í flestum tilfellum of langur og þá sérstaklega hjá þeim sem eru með hálsverki. „Samkvæmt þessu ætti ekki að teygja vöðvana heldur frekar að styrkja þá og stytta," segir Dr. Harpa Helgadóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis (Manual Therapy). „Margir íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar eru enn að segja fólki að teygja herðavöðva og æfingaáætlanir fyrir einstaklinga með hálsverki fela oftast í sér að vöðvinn er teygður." Truflanir á vöðvum Harpa hefur sjálf gert rannsóknir á axlargrindinni sem styðja þessar niðurstöður og skrifað vísindagreinar um þær sem birst hafa í ritrýndum tímaritum. „Algengasta truflunin á axlargrindinni er að axlarhyrnan (acromion) sýgur niður og fram á við eða að herðablöðin eru neðar en þau ættu að vera. Efri sjalvöðvinn er í þessum tilfellum of langur auk þess sem fleiri truflanir á vöðvum geta spilað inn í. Ástæðan fyrir þessari truflun er sú að líkamsstaða fólks er oft og tíðum röng og vöðvarnir of slakir. Til dæmis þegar setið er við tölvu og enginn stuðningur er undir örmunum þá sígur axlargrindin niður og lenging verður á vöðvum. Ef viðkomandi er í tölvuvinnu þarf að hafa stuðning undir örmunum frá stól eða borði." Hún segir að hálsverkir séu almennt að verða stærra vandamál í þjóðfélaginu og að sú þróun hafi átt sér stað með aukinni kyrrsetu og notkun fartölva. Hreyfing nauðsynleg Til að koma í veg fyrir þetta vandamál og snúa því til baka er nauðsynlegt að byggja upp efri sjalvöðva og leiðrétta stöðu axlargrindarinnar. Það á frekar að ráðleggja fólki með hálsverki að hreyfa sig, til að örva næringarflæði til vefjanna, nudda auma vöðva og bæta líkamsbeitingu. „Sjúkraþjálfarar eru í dag að verða færari í að greina og meðhöndla þessar truflanir og það er mikilvægt fyrir íþróttakennara og leiðbeinendur að fylgjast með nýjum rannsóknum til að fólk fái réttar leiðbeiningar og æfingar," segir Harpa.
Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira