Frábær þjónusta og gott vöruúrval hjá uppboðshús.is 12. nóvember 2012 15:00 Uppboðshús.is var opnað í október og selur bæði nýjar og notaðar vörur í mörgum vöruflokkum. Vörum fjölgar jafnt og þétt og kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsi fyrirtækisins. mynd/stefán Nýr og glæsilegur uppboðsvefur var opnaður í haust á slóðinni uppboðshús.is. Fyrirtækið Kljúfur ehf. rekur uppboðsvefinn og vöruhús samhliða honum að Skútuvogi 4 í Reykjavík. Vefurinn hefur fengið mikla aðsókn að sögn Kristjáns Arnar Kristjánssonar framkvæmdastjóra. „Við seljum bæði notaðar og nýjar vörur í mörgum vöruflokkum og vörum fjölgar jafnt og þétt. Við höfum fengið mjög jákvæði viðbrögð enda eru Íslendingar í ríkari mæli farnir að kaupa og selja vörur á netinu. Þar komum við sterkir inn enda bjóðum við upp á betri þjónustu en flest sambærileg fyrirtæki." Þar er Kristján meðal annars að vísa í að verðandi kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsinu áður en þeir leggja inn tilboð. „Það er mikill kostur fólginn í því fyrir kaupendur að geta skoðað vörur vel og vandlega áður en ákvörðun er tekin um kaup. Við verðum vör við að kaupendur eru viljugri en áður til að leggja inn tilboð eftir að þessi möguleiki kom fram." Áhersla á góða þjónustu Góð þjónusta uppboðshússins einskorðast þó ekki eingöngu við vöruhúsið. Fyrirtækið býðst til þess að sækja vörur sem á að selja heim til fólks auk þess sem það býður upp á að keyra út vörur til kaupenda. „Við sjáum síðan um allt söluferlið fyrir seljendur. Við sækjum vörur ef óskað er eftir því. Við skráum vörur inn í kerfi okkar, sýnum þær í vöruhúsinu og svörum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. Viðskiptavinir geta einnig skráð vörurnar sjálfir á vef fyrirtækisins. Þegar varan er seld greiðum við andvirði hennar inn á reikning seljenda að frádreginni þóknun okkar. Þetta ferli er einfalt og þægilegt fyrir alla þá sem koma að því, þá sérstaklega fyrir seljanda vörunnar." Kristján bendir einnig á að í raun þjóni vefurinn öllu landinu þar sem fyrirtækið býður upp á heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og sendir í póstkröfu um allt land. Margir vöruflokkar eru á vefnum, til dæmis barnavörur, farartæki, fatnaður og heimilisvörur. „Við bjóðum upp á mjög breitt vöruúrval og það er lítið mál að bæta við nýjum flokkum gerist þess þörf."Nýjar vörur líka til sölu Það eru ekki bara notaðar vörur sem eru til sölu á uppboðsvefnum. „Við seljum einnig nýjar og ónotaðar vörur frá fyrirtækjum sem eru hætt í rekstri eða gamlar lagervörur. Núna erum við til dæmis með tuttugu ónotuð rúm til sölu frá Nýborg en fyrirtækið hætti rekstri fyrir nokkru síðan. Vefurinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir listamenn og smærri söluaðila sem hafa ekki bolmagn til að markaðssetja sjálfa sig. Fáir bjóða upp á slíka þjónustu í dag en þetta er kjörin leið fyrir smærri rekstraraðila til ná til alls landsins með einföldum hætti." Auk þess býður upp uppboðshús.is upp á að sjá um alla umsýslu á skipta-, þrota- og dánarbúum. Uppboðshús.is er til húsa í Skútuvogi 4 í Reykjavík. Vöruhúsið er opið milli kl. 14-18 alla virka daga og milli klukkan 13-16 á laugardögum. Nánari upplýsingar má finna á www.uppbodshus.is. Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Nýr og glæsilegur uppboðsvefur var opnaður í haust á slóðinni uppboðshús.is. Fyrirtækið Kljúfur ehf. rekur uppboðsvefinn og vöruhús samhliða honum að Skútuvogi 4 í Reykjavík. Vefurinn hefur fengið mikla aðsókn að sögn Kristjáns Arnar Kristjánssonar framkvæmdastjóra. „Við seljum bæði notaðar og nýjar vörur í mörgum vöruflokkum og vörum fjölgar jafnt og þétt. Við höfum fengið mjög jákvæði viðbrögð enda eru Íslendingar í ríkari mæli farnir að kaupa og selja vörur á netinu. Þar komum við sterkir inn enda bjóðum við upp á betri þjónustu en flest sambærileg fyrirtæki." Þar er Kristján meðal annars að vísa í að verðandi kaupendur geta skoðað vörurnar í vöruhúsinu áður en þeir leggja inn tilboð. „Það er mikill kostur fólginn í því fyrir kaupendur að geta skoðað vörur vel og vandlega áður en ákvörðun er tekin um kaup. Við verðum vör við að kaupendur eru viljugri en áður til að leggja inn tilboð eftir að þessi möguleiki kom fram." Áhersla á góða þjónustu Góð þjónusta uppboðshússins einskorðast þó ekki eingöngu við vöruhúsið. Fyrirtækið býðst til þess að sækja vörur sem á að selja heim til fólks auk þess sem það býður upp á að keyra út vörur til kaupenda. „Við sjáum síðan um allt söluferlið fyrir seljendur. Við sækjum vörur ef óskað er eftir því. Við skráum vörur inn í kerfi okkar, sýnum þær í vöruhúsinu og svörum fyrirspurnum frá áhugasömum kaupendum. Viðskiptavinir geta einnig skráð vörurnar sjálfir á vef fyrirtækisins. Þegar varan er seld greiðum við andvirði hennar inn á reikning seljenda að frádreginni þóknun okkar. Þetta ferli er einfalt og þægilegt fyrir alla þá sem koma að því, þá sérstaklega fyrir seljanda vörunnar." Kristján bendir einnig á að í raun þjóni vefurinn öllu landinu þar sem fyrirtækið býður upp á heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og sendir í póstkröfu um allt land. Margir vöruflokkar eru á vefnum, til dæmis barnavörur, farartæki, fatnaður og heimilisvörur. „Við bjóðum upp á mjög breitt vöruúrval og það er lítið mál að bæta við nýjum flokkum gerist þess þörf."Nýjar vörur líka til sölu Það eru ekki bara notaðar vörur sem eru til sölu á uppboðsvefnum. „Við seljum einnig nýjar og ónotaðar vörur frá fyrirtækjum sem eru hætt í rekstri eða gamlar lagervörur. Núna erum við til dæmis með tuttugu ónotuð rúm til sölu frá Nýborg en fyrirtækið hætti rekstri fyrir nokkru síðan. Vefurinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir listamenn og smærri söluaðila sem hafa ekki bolmagn til að markaðssetja sjálfa sig. Fáir bjóða upp á slíka þjónustu í dag en þetta er kjörin leið fyrir smærri rekstraraðila til ná til alls landsins með einföldum hætti." Auk þess býður upp uppboðshús.is upp á að sjá um alla umsýslu á skipta-, þrota- og dánarbúum. Uppboðshús.is er til húsa í Skútuvogi 4 í Reykjavík. Vöruhúsið er opið milli kl. 14-18 alla virka daga og milli klukkan 13-16 á laugardögum. Nánari upplýsingar má finna á www.uppbodshus.is.
Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira