Kraftmiklar FKA konur Ellý Ármanns skrifar 30. janúar 2013 19:30 Það ríkti hátíðarstemmning í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í dag þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjórar viðurkenningar.FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnurekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra samtaka dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, HÍ og CBS í Kaupmannahöfn þar sem hún lauk mastersnámi í starfsmannastjórnun.Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop. "Við vorum að fá kennitölu og útvega okkur strikamerki." sögðu þær í blaðaviðtali í lok árs 2010 og nú rúmum tveimur árum síðar eru vörur þeirra seldar í hönnunarverslunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum. Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld og er því "skipstjórinn í brúnni" þó hún hafi aldrei farið einn einasta túr sökum sjóveiki. En reksturinn er í hennar höndum og sölumálin annast eiginmaðurinn. Þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar árið 1970 og í dag selja þau vörur sínar á markaði í Japan, Bretlandi, Suður Kóreu, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum og Grikklandi. Sjá viðtal við Guðrúnu HÉR.Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ viðurkenningunni viðtöku.Sjá myndirnar sem Anton Brink tók hér.Ljósmyndir/Anton BrinkHafdís Jónsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hafdís Jónsdóttir, Signý Kolbeinsdóttir, Helga Árnadóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hér tekur Guðrún Lárusdóttir við þakkarviðurkenningu FKA.Margrét Guðmundsdóttir. Skroll-Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það ríkti hátíðarstemmning í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í dag þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjórar viðurkenningar.FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnurekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra samtaka dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, HÍ og CBS í Kaupmannahöfn þar sem hún lauk mastersnámi í starfsmannastjórnun.Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop. "Við vorum að fá kennitölu og útvega okkur strikamerki." sögðu þær í blaðaviðtali í lok árs 2010 og nú rúmum tveimur árum síðar eru vörur þeirra seldar í hönnunarverslunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum. Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld og er því "skipstjórinn í brúnni" þó hún hafi aldrei farið einn einasta túr sökum sjóveiki. En reksturinn er í hennar höndum og sölumálin annast eiginmaðurinn. Þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar árið 1970 og í dag selja þau vörur sínar á markaði í Japan, Bretlandi, Suður Kóreu, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum og Grikklandi. Sjá viðtal við Guðrúnu HÉR.Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ viðurkenningunni viðtöku.Sjá myndirnar sem Anton Brink tók hér.Ljósmyndir/Anton BrinkHafdís Jónsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hafdís Jónsdóttir, Signý Kolbeinsdóttir, Helga Árnadóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hér tekur Guðrún Lárusdóttir við þakkarviðurkenningu FKA.Margrét Guðmundsdóttir.
Skroll-Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira