Spennandi verkefni 9. janúar 2013 06:00 Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“ Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira