Umræða eykur meðvitund og ábyrgð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Umfjöllun fjölmiðla um mál Karls Vignis hefur verið sett í víðara samhengi, meðal annars í því skyni að stuðla að aukinni meðvitund almennings um kynferðisbrot gegn börnum, um mikilvægi þess að hlusta á börn sem segja frá ofbeldi og fræða þau án þess að hræða þau. Þannig hefur fjölmiðlaumfjöllun um þetta tiltekna mál orðið til þess að auka þekkingu og meðvitund um þessi alvarlegu brot. Umfjöllunin hefur einnig orðið til þess að fólk sem burðast hefur eitt með misnotkun frá barnæsku hefur öðlast kjark til að rísa upp og segja frá. Þannig er ekki aðeins óvenjumikið um að vera hjá Stígamótum heldur hefur lögreglan undanfarna daga tekið við kærum og tilkynningum vegna brota sem mislangt er síðan áttu sér stað. Ekki nóg með það heldur hafa kynferðisbrot gegn börnum verið tekin á dagskrá og rædd bæði í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og í borgarstjórn Reykjavíkur. Allsherjarnefnd kallaði til sín fulltrúa meðal annars frá Barnaverndarstofu, Stígamótum, lögreglu og Ríkissaksóknara. Meginumræða þess fundar snerist um auknar heimildir lögreglu til að nota tálbeitur í því skyni að hafa uppi á kynferðisbrotamönnum. Í umræðu undangenginna daga hefur ríkt talsverð meðvitund um mikilvægi þess að umræða um barnaníðinga sé ekki vægðarlaus vegna þess að slík vægðarlaus umræða geti orðið til þess að börn segi síður frá ofbeldi af því að þau óttast um afdrif þess sem brotið hefur á þeim, sem í flestum tilvikum eru menn sem eru þeim venslaðir. Þögnin sem hjúpað hefur kynferðisbrot gegn börnum alltof lengi hefur ekki bara verið vörn barnaníðinganna og það skjól sem þeir hafa þurft til að halda brotum sínum áfram. Hún hefur líka gert afleiðingar brotanna enn óbærilegri fyrir þolendur en þær hefðu orðið ef þeir hefðu sagt frá reynslu sinni og fengið viðhlítandi meðferð. Hreyfing eins og sú sem orðið hefur síðustu daga er þannig afar mikilvæg. Hún eykur þekkingu og vitund um málaflokkinn, auk þess sem hún dregur fram og minnir á þau býsna mörgu úrræði sem standa bæði þolendum og gerendum til boða. Auk þess sem hún vekur almenning til umhugsunar um ábyrgð borgara sem telja sig vita um barnaníð og þær leiðir sem almenningi eru færar til að gera viðvart um slíkar grunsemdir. Hver flóðgátt sem opnast verður þannig varða á leiðinni til að fækka ofbeldisglæpum gagnvart börnum og draga úr þeim miska sem þolendur verða fyrir og er þá til nokkurs unnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun
Mál kynferðisbrotamannsins Karls Vignis Þorsteinssonar hefur komið við þjóðina. Fólk er slegið óhugnaði yfir því að maður skuli í skjóli meðvirkni og þagnar hafa komist upp með að níðast á börnum í marga áratugi. Umfjöllun fjölmiðla um mál Karls Vignis hefur verið sett í víðara samhengi, meðal annars í því skyni að stuðla að aukinni meðvitund almennings um kynferðisbrot gegn börnum, um mikilvægi þess að hlusta á börn sem segja frá ofbeldi og fræða þau án þess að hræða þau. Þannig hefur fjölmiðlaumfjöllun um þetta tiltekna mál orðið til þess að auka þekkingu og meðvitund um þessi alvarlegu brot. Umfjöllunin hefur einnig orðið til þess að fólk sem burðast hefur eitt með misnotkun frá barnæsku hefur öðlast kjark til að rísa upp og segja frá. Þannig er ekki aðeins óvenjumikið um að vera hjá Stígamótum heldur hefur lögreglan undanfarna daga tekið við kærum og tilkynningum vegna brota sem mislangt er síðan áttu sér stað. Ekki nóg með það heldur hafa kynferðisbrot gegn börnum verið tekin á dagskrá og rædd bæði í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og í borgarstjórn Reykjavíkur. Allsherjarnefnd kallaði til sín fulltrúa meðal annars frá Barnaverndarstofu, Stígamótum, lögreglu og Ríkissaksóknara. Meginumræða þess fundar snerist um auknar heimildir lögreglu til að nota tálbeitur í því skyni að hafa uppi á kynferðisbrotamönnum. Í umræðu undangenginna daga hefur ríkt talsverð meðvitund um mikilvægi þess að umræða um barnaníðinga sé ekki vægðarlaus vegna þess að slík vægðarlaus umræða geti orðið til þess að börn segi síður frá ofbeldi af því að þau óttast um afdrif þess sem brotið hefur á þeim, sem í flestum tilvikum eru menn sem eru þeim venslaðir. Þögnin sem hjúpað hefur kynferðisbrot gegn börnum alltof lengi hefur ekki bara verið vörn barnaníðinganna og það skjól sem þeir hafa þurft til að halda brotum sínum áfram. Hún hefur líka gert afleiðingar brotanna enn óbærilegri fyrir þolendur en þær hefðu orðið ef þeir hefðu sagt frá reynslu sinni og fengið viðhlítandi meðferð. Hreyfing eins og sú sem orðið hefur síðustu daga er þannig afar mikilvæg. Hún eykur þekkingu og vitund um málaflokkinn, auk þess sem hún dregur fram og minnir á þau býsna mörgu úrræði sem standa bæði þolendum og gerendum til boða. Auk þess sem hún vekur almenning til umhugsunar um ábyrgð borgara sem telja sig vita um barnaníð og þær leiðir sem almenningi eru færar til að gera viðvart um slíkar grunsemdir. Hver flóðgátt sem opnast verður þannig varða á leiðinni til að fækka ofbeldisglæpum gagnvart börnum og draga úr þeim miska sem þolendur verða fyrir og er þá til nokkurs unnið.