Sjálfstyrking gegn klámi Sigga Dögg skrifar 12. febrúar 2013 18:00 Rætt er um ritskoðun á klámi. Sumir súpa hveljur og segja að vor ráðherra ætli að setja regluverk um gamla góða inn-út-inn-út. Aðrir hafa áhyggjur af því hvers landið okkar skuli gjalda, fyrst gjaldeyrishöft og nú klámbann. Nú er ekki tíminn til að ofanda. Umræða um klám er af hinu góða. Við erum að vekja hinn sofandi gagnrýnanda sem setur spurningarmerki við hvers konar samskipti við viljum eiga hvert við annað og hvað við viljum kenna börnunum. Auðvitað er klám og klám ekki það sama. Mitt klám kann að misbjóða þér og öfugt. Ég er sátt svo lengi sem klámið brýtur ekki lög, er framleitt í umhverfi sem fer vel með leikarana og það sé skýrt að hér séu allir samþykkir og tungumálið er eftir því. Leikararnir spyrja hver annan blíðlega hvort þetta sé gott og þiggja gjarnan leiðbeiningar frá kynlífsfélaganum um hvað megi betur fara. Enginn geltir skipanir eða svívirðingar eða fær brund í augað, nema það gerist algjörlega óvart. Sumir segja að það megi færa rök fyrir því að klám í sjálfu sér sé ekki slæmt og er háð túlkun hvers og eins. Þá er gjarnan tekið dæmi um aðra hluti sem má misnota og fólki bent á að ekki fari allir illa út úr neyslu á til dæmis sykri eða áfengi. Ég tek undir það, en minni á að hér erum við með hlut, kynlíf, sem fólk er hrætt við, það hvorki þorir né kann að tala um það. Okkur er ekki tamt að tala fordómalaust um kynlíf. Það er eitthvað sem mætti skoða ef umræðan á að þroskast og skila okkur farsælli niðurstöðu. Við þurfum að bera virðingu fyrir vali hvers og eins, innan löglegra og skynsamlegra marka. Ég held það myndi reynast okkur erfitt að banna klám og er ekki viss um að það sé leiðin sem við viljum fara. Ég vil að við styrkjum einstaklinginn í því að vera skynsamur og gagnrýninn í sinni neyslu. Aukum fræðslu og fordómalausa umræðu. Kennum börnum að virða tilfinningar sínar og annarra. Styrkjum þau í að standa með sjálfum sér og meina það sem þau segja, og segja það sem þau meina. Búum til samfélag sem kýs að sjá kynlíf frá fleiri hliðum en eingöngu út frá snertingu kynfæra. Göngum jafnvel lengra og bendum á gott klám, eins og frændur okkar Svíar hafa gert og framleitt. Gefum einstaklingum verkfærin til að stýra sínu eigin kynlífi og treysta því að hann sjái fegurðina og húmorinn í því að njóta kynlífs með öðrum einstaklingi á jafnréttisgrundvelli. Með aukinni fræðslu og sjálfsstyrkingu byggjum við grunn að sterkum einstaklingi og vinnum um leið á ótal þjóðfélagsmeinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Rætt er um ritskoðun á klámi. Sumir súpa hveljur og segja að vor ráðherra ætli að setja regluverk um gamla góða inn-út-inn-út. Aðrir hafa áhyggjur af því hvers landið okkar skuli gjalda, fyrst gjaldeyrishöft og nú klámbann. Nú er ekki tíminn til að ofanda. Umræða um klám er af hinu góða. Við erum að vekja hinn sofandi gagnrýnanda sem setur spurningarmerki við hvers konar samskipti við viljum eiga hvert við annað og hvað við viljum kenna börnunum. Auðvitað er klám og klám ekki það sama. Mitt klám kann að misbjóða þér og öfugt. Ég er sátt svo lengi sem klámið brýtur ekki lög, er framleitt í umhverfi sem fer vel með leikarana og það sé skýrt að hér séu allir samþykkir og tungumálið er eftir því. Leikararnir spyrja hver annan blíðlega hvort þetta sé gott og þiggja gjarnan leiðbeiningar frá kynlífsfélaganum um hvað megi betur fara. Enginn geltir skipanir eða svívirðingar eða fær brund í augað, nema það gerist algjörlega óvart. Sumir segja að það megi færa rök fyrir því að klám í sjálfu sér sé ekki slæmt og er háð túlkun hvers og eins. Þá er gjarnan tekið dæmi um aðra hluti sem má misnota og fólki bent á að ekki fari allir illa út úr neyslu á til dæmis sykri eða áfengi. Ég tek undir það, en minni á að hér erum við með hlut, kynlíf, sem fólk er hrætt við, það hvorki þorir né kann að tala um það. Okkur er ekki tamt að tala fordómalaust um kynlíf. Það er eitthvað sem mætti skoða ef umræðan á að þroskast og skila okkur farsælli niðurstöðu. Við þurfum að bera virðingu fyrir vali hvers og eins, innan löglegra og skynsamlegra marka. Ég held það myndi reynast okkur erfitt að banna klám og er ekki viss um að það sé leiðin sem við viljum fara. Ég vil að við styrkjum einstaklinginn í því að vera skynsamur og gagnrýninn í sinni neyslu. Aukum fræðslu og fordómalausa umræðu. Kennum börnum að virða tilfinningar sínar og annarra. Styrkjum þau í að standa með sjálfum sér og meina það sem þau segja, og segja það sem þau meina. Búum til samfélag sem kýs að sjá kynlíf frá fleiri hliðum en eingöngu út frá snertingu kynfæra. Göngum jafnvel lengra og bendum á gott klám, eins og frændur okkar Svíar hafa gert og framleitt. Gefum einstaklingum verkfærin til að stýra sínu eigin kynlífi og treysta því að hann sjái fegurðina og húmorinn í því að njóta kynlífs með öðrum einstaklingi á jafnréttisgrundvelli. Með aukinni fræðslu og sjálfsstyrkingu byggjum við grunn að sterkum einstaklingi og vinnum um leið á ótal þjóðfélagsmeinum.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun