Íslenskir piltar eiga met í áhorfi á klámi Sigga Dögg skrifar 14. febrúar 2013 06:00 SPURNING: Ég vildi athuga hvort þú kannaðist við síðuna "Your brain on porn“ og hvort þú hefðir kynnt þér hvort að eitthvað vit væri í henni? Ég er klámfíkill og þegar ég áttaði mig á því og fór að leita mér stuðnings rakst ég á þessa síðu og hún var frábær til að skilja hvernig fíknin virkar og hvaða áhrif internet-klám hefur á mig. Þarna er gengið út frá því að maðurinn sé í raun bara dýr, sem við erum, og að klám í dag sé allt annað en það var áður, að sá fjöldi "hugsanlegra maka“ sem við finnum á netinu hafi áhrif á það hvernig við vinnum úr taugaboðefnum og búi til fíkn. Þú hefur töluvert vægi og nærð til fjölda fólks með pistlunum þínum, mér þætti vænt um að þú gætir fjallað um þetta efni, það er, áhrif internet-kláms á heilann og hugsunarferli. SVAR: Ég vil byrja á því að taka það skýrt fram að ég er ekki sérfróð um fíkn, en sem best ég fæ lesið um klámfíkn (og kynlífsfíkn) að þá eiga þær margt skylt við aðrar tegundir fíkna. Þetta er tiltölulega "ný“ fíkn og því lítið vitað um hana. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um að þetta teljist til fíknar, en við vitum að heilinn bregst við þegar horft er á kynferðislegt efni. Hvað ræður því hver verður fíkill og hver ekki, er svo flóknari og stærri umræða sem ég býð taugasálfræðingum að fjalla nánar um. Vefsíðan sem þú vísar í hefur margt til síns máls en lestu hana með gagnrýnum augum því þar má einnig finna ýmsar rangfærslur. Íslenskir piltar byrja að horfa á klám um ellefu ára aldurinn, horfa oftar á klám en stelpur og eiga Norðurlandamet í klámáhorfi. Þegar ég fjalla um þetta í kynfræðslu fyrir grunnskólanema segi ég krökkunum að klám sé orðið að vandamáli ef þau geta ekki hugsað um eitthvað kynæsandi og orðið æst. Ef þau þurfa að hafa tölvuna í gangi þá geti það verið vísir að vandamáli og þá sé vissara að leggja tölvuna til hliðar í bili, allavega í þessum tilgangi. Þetta er svo orðið enn stærra vandamál ef viðkomandi getur ekki stundað kynlíf með annarri manneskju, eða kýs að gera það ekki, og tölvan verður eini "bólfélaginn“. Það er hins vegar ekki alveg svo klippt og skorið að um fíkn sé að ræða því hér geta margvíslegir þættir haft áhrif, til dæmis samskipti, aðstæður og sjálfstraust. Auðvelt aðgengi að klámi og skortur á kynfræðslu er enn ein birtingarmynd um mikilvægi þess að hafa virka kynfræðslu, bæði heima fyrir og í skólanum. Við eigum að geta þjálfað og frætt einstaklinga í að velja af skynsemi og temja sér hóf í hvers konar neyslu. Afhjúpum klám, sýnum hvað það er og kennum um leið hvað kynlíf er. Við höfum farið þá leið í forvörnum gegn öðrum fíknum og tekist ágætlega. Enn og aftur er fræðsla og gagnrýnin hugsun okkar besta svar. er til forvörn gegn klámfíkn? „Íslenskir piltar byrja að horfa á klám um ellefu ára aldurinn, horfa oftar á klám en stelpur og eiga Norðurlandamet í klámáhorfi.“nordicphotos/getty Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
SPURNING: Ég vildi athuga hvort þú kannaðist við síðuna "Your brain on porn“ og hvort þú hefðir kynnt þér hvort að eitthvað vit væri í henni? Ég er klámfíkill og þegar ég áttaði mig á því og fór að leita mér stuðnings rakst ég á þessa síðu og hún var frábær til að skilja hvernig fíknin virkar og hvaða áhrif internet-klám hefur á mig. Þarna er gengið út frá því að maðurinn sé í raun bara dýr, sem við erum, og að klám í dag sé allt annað en það var áður, að sá fjöldi "hugsanlegra maka“ sem við finnum á netinu hafi áhrif á það hvernig við vinnum úr taugaboðefnum og búi til fíkn. Þú hefur töluvert vægi og nærð til fjölda fólks með pistlunum þínum, mér þætti vænt um að þú gætir fjallað um þetta efni, það er, áhrif internet-kláms á heilann og hugsunarferli. SVAR: Ég vil byrja á því að taka það skýrt fram að ég er ekki sérfróð um fíkn, en sem best ég fæ lesið um klámfíkn (og kynlífsfíkn) að þá eiga þær margt skylt við aðrar tegundir fíkna. Þetta er tiltölulega "ný“ fíkn og því lítið vitað um hana. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um að þetta teljist til fíknar, en við vitum að heilinn bregst við þegar horft er á kynferðislegt efni. Hvað ræður því hver verður fíkill og hver ekki, er svo flóknari og stærri umræða sem ég býð taugasálfræðingum að fjalla nánar um. Vefsíðan sem þú vísar í hefur margt til síns máls en lestu hana með gagnrýnum augum því þar má einnig finna ýmsar rangfærslur. Íslenskir piltar byrja að horfa á klám um ellefu ára aldurinn, horfa oftar á klám en stelpur og eiga Norðurlandamet í klámáhorfi. Þegar ég fjalla um þetta í kynfræðslu fyrir grunnskólanema segi ég krökkunum að klám sé orðið að vandamáli ef þau geta ekki hugsað um eitthvað kynæsandi og orðið æst. Ef þau þurfa að hafa tölvuna í gangi þá geti það verið vísir að vandamáli og þá sé vissara að leggja tölvuna til hliðar í bili, allavega í þessum tilgangi. Þetta er svo orðið enn stærra vandamál ef viðkomandi getur ekki stundað kynlíf með annarri manneskju, eða kýs að gera það ekki, og tölvan verður eini "bólfélaginn“. Það er hins vegar ekki alveg svo klippt og skorið að um fíkn sé að ræða því hér geta margvíslegir þættir haft áhrif, til dæmis samskipti, aðstæður og sjálfstraust. Auðvelt aðgengi að klámi og skortur á kynfræðslu er enn ein birtingarmynd um mikilvægi þess að hafa virka kynfræðslu, bæði heima fyrir og í skólanum. Við eigum að geta þjálfað og frætt einstaklinga í að velja af skynsemi og temja sér hóf í hvers konar neyslu. Afhjúpum klám, sýnum hvað það er og kennum um leið hvað kynlíf er. Við höfum farið þá leið í forvörnum gegn öðrum fíknum og tekist ágætlega. Enn og aftur er fræðsla og gagnrýnin hugsun okkar besta svar. er til forvörn gegn klámfíkn? „Íslenskir piltar byrja að horfa á klám um ellefu ára aldurinn, horfa oftar á klám en stelpur og eiga Norðurlandamet í klámáhorfi.“nordicphotos/getty
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun