Hótel Reykjavík Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Mögnuð breyting hefur orðið á miðborg Reykjavíkur á tiltölulega skömmum tíma. Þar sem áður voru verslanir eru veitingastaðir og þar sem áður voru fjölmennir vinnustaðir eru hótel. Fyrir minna en aldarfjórðungi var eitt hótel í miðborginni og reksturinn í slíkum vandræðum að útlit var fyrir að honum yrði hætt. Um tíma stefndi í að Alþingi eignaðist hótelið og breytti í skrifstofur fyrir þingmenn en af því varð ekki. Reykjavíkurborg, sem þá laut stjórn Davíðs Oddssonar, var á móti, keypti hótelið og seldi aftur nokkrum árum síðar. Davíð og fleiri gátu illa hugsað sér að ekkert hótel yrði í bænum. Enda er sú höfuðborg aum sem ekki státar af hóteli í miðborg sinni. Síðan eru sem sagt liðin tæp 25 ár og Hótel Borg í blóma. Í raun er stutt síðan að í Reykjavík voru fjögur hótel sem eitthvað kvað að. Auk Borgarinnar voru það Loftleiðir, Holtið og Saga. Ég veit ekki hve mörg hótelin í borginni eða á höfuðborgarsvæðinu eru í dag. Ég er ekki viss um að ég geti talið svo hátt. Á reitnum milli Aðalstrætis og Pósthússtrætis eru fimm hótel og í seilingarfjarlægð að minnsta kosti önnur fimm og sennilega gott betur. Á teikniborðinu eru alla vega tvö af stærri gerðinni og eitt til, ofarlega á Laugaveginum. Það þarf svo ekki að spyrja hvernig starfsemi verður komið á fót í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti þegar hann hefur reist sér nýjar höfuðstöðvar eða í húsinu þar sem nú er Héraðsdómur Reykjavíkur þegar það apparat verður komið þangað sem það á heima; upp í Tún. Við öll þessi hótel bætast svo hostelin, gistiheimilin og lúxusíbúðirnar og hvað þau nú heita öll formin af gistirými sem standa ferðamönnum til boða. Og ég er bara að tala um miðborgina. Enn mun bætast við þegar nýbyggingar LSH verða teknar í notkun því hvað ætla menn að gera við Landakot og Borgarspítalann og jafnvel Vífilsstaði annað en að breyta í hótel? Tímabundin blankheit komu í veg fyrir að Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg yrði að hóteli fyrir nokkrum misserum og þó að Landlæknir hafi nú hreiðrað þar um sig er sjálfsagt ekki fullreynt hvað það varðar. Þá er líklegt að fyrr en vari rísi hótel við Kringluna. Teikningarnar eru til. Og stórhuga menn eru vitaskuld að spá í það sama við Smáralind. Vonandi halda útlendingar áfram að koma til Íslands. Alþingi mun aldrei hafa þörf fyrir svona mikið skrifstofurými. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Mögnuð breyting hefur orðið á miðborg Reykjavíkur á tiltölulega skömmum tíma. Þar sem áður voru verslanir eru veitingastaðir og þar sem áður voru fjölmennir vinnustaðir eru hótel. Fyrir minna en aldarfjórðungi var eitt hótel í miðborginni og reksturinn í slíkum vandræðum að útlit var fyrir að honum yrði hætt. Um tíma stefndi í að Alþingi eignaðist hótelið og breytti í skrifstofur fyrir þingmenn en af því varð ekki. Reykjavíkurborg, sem þá laut stjórn Davíðs Oddssonar, var á móti, keypti hótelið og seldi aftur nokkrum árum síðar. Davíð og fleiri gátu illa hugsað sér að ekkert hótel yrði í bænum. Enda er sú höfuðborg aum sem ekki státar af hóteli í miðborg sinni. Síðan eru sem sagt liðin tæp 25 ár og Hótel Borg í blóma. Í raun er stutt síðan að í Reykjavík voru fjögur hótel sem eitthvað kvað að. Auk Borgarinnar voru það Loftleiðir, Holtið og Saga. Ég veit ekki hve mörg hótelin í borginni eða á höfuðborgarsvæðinu eru í dag. Ég er ekki viss um að ég geti talið svo hátt. Á reitnum milli Aðalstrætis og Pósthússtrætis eru fimm hótel og í seilingarfjarlægð að minnsta kosti önnur fimm og sennilega gott betur. Á teikniborðinu eru alla vega tvö af stærri gerðinni og eitt til, ofarlega á Laugaveginum. Það þarf svo ekki að spyrja hvernig starfsemi verður komið á fót í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti þegar hann hefur reist sér nýjar höfuðstöðvar eða í húsinu þar sem nú er Héraðsdómur Reykjavíkur þegar það apparat verður komið þangað sem það á heima; upp í Tún. Við öll þessi hótel bætast svo hostelin, gistiheimilin og lúxusíbúðirnar og hvað þau nú heita öll formin af gistirými sem standa ferðamönnum til boða. Og ég er bara að tala um miðborgina. Enn mun bætast við þegar nýbyggingar LSH verða teknar í notkun því hvað ætla menn að gera við Landakot og Borgarspítalann og jafnvel Vífilsstaði annað en að breyta í hótel? Tímabundin blankheit komu í veg fyrir að Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg yrði að hóteli fyrir nokkrum misserum og þó að Landlæknir hafi nú hreiðrað þar um sig er sjálfsagt ekki fullreynt hvað það varðar. Þá er líklegt að fyrr en vari rísi hótel við Kringluna. Teikningarnar eru til. Og stórhuga menn eru vitaskuld að spá í það sama við Smáralind. Vonandi halda útlendingar áfram að koma til Íslands. Alþingi mun aldrei hafa þörf fyrir svona mikið skrifstofurými.