Góði guð Stígur Helgason. skrifar 1. mars 2013 06:00 Trúlega fundu flest mannsbörn fyrir óvenjulegri tómleikatilfinningu við morgunverðarborðið áðan, að þeim hefur sett hroll í bílnum á leiðinni í vinnu og skóla og jafnvel hafa sumir upplifað sig hálfráðalausa frammi fyrir verkefnum dagsins. Ég segi ekki að örvænting hafi gripið um sig í öllum hjörtum – en ábyggilega sumum. Fólk ætti samt að herða upp hugann og muna að heimsbyggðin verður ekki án páfa nema í nokkra daga – í mesta lagi örfáar vikur. Það verður þungur róður að halda bræðralagi manna siðuðu þangað til en hafi kaþólska kirkjan kennt okkur eitthvað þá er það að með samhentu átaki má vinna ýmis kraftaverk, til dæmis halda helvítis getnaðarvörnunum frá þessum villimönnum í Afríku sem kunna ekkert með þær að fara. Jósep Ratzinger var flottur páfi. Frá upphafi leit hann út eins og hann hefði skriðið slímugur undan steini og smokrað sér beint upp í skothelda glerbúrið sem hann hefur dvalið í síðan. En nú er hann orðinn þreyttur og lasinn, sem er ekki að furða. Ég verð oft mjög slæptur af því að hanga heima og fitla við mig í heilan dag, ég get ekki ímyndað mér hvernig það fer með menn að gera ekkert í átta ár – annað en að fitla við sig. Það er alltént komið að því að velja nýjan páfa og þótt ýmsir hafi verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn finnst mér sú umræða hafa rist heldur grunnt. Hafa allir gleymt því að kjörgengisskilyrðin eru aðeins tvö? Það fyrra er að vera karlmaður (auðvitað – kvenpáfi væri fáránlegur) og hitt er að hafa tekið kaþólska skírn. Þetta býður upp á ýmsa möguleika. Margir eiga sér þann draum heitastan að næsti páfi verði blökkupáfi. Ég tek undir þetta og gæti til dæmis vel séð fyrir mér að næsti páfi yrði kaþólikkinn LeBron James, framherji Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur mjög margt til brunns að bera: Hann er rúmir tveir metrar á hæð, treður boltum í körfur af mikilli fimi og er í raun nú þegar eins konar framlenging drottins hér á jörð, þannig að þetta væri stutt skref fyrir hann – og rökrétt. Annar maður sem mér fyndist koma sterklega til greina væri kaþólikkinn Arnold Schwarzenegger. Þar fer fjölþjóðleg og hugprúð hetja, tvítyngt vöðvaknippi sem hefur glímt við alls konar dífla úr neðra á hvíta tjaldinu og býr að reynslu af því að leiða stór samfélög manna hálfa leið til glötunar, skandalísera á meðan en njóta samt lýðhylli. Það kæmi sér óefað vel. Góði guð – láttu þetta verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Trúlega fundu flest mannsbörn fyrir óvenjulegri tómleikatilfinningu við morgunverðarborðið áðan, að þeim hefur sett hroll í bílnum á leiðinni í vinnu og skóla og jafnvel hafa sumir upplifað sig hálfráðalausa frammi fyrir verkefnum dagsins. Ég segi ekki að örvænting hafi gripið um sig í öllum hjörtum – en ábyggilega sumum. Fólk ætti samt að herða upp hugann og muna að heimsbyggðin verður ekki án páfa nema í nokkra daga – í mesta lagi örfáar vikur. Það verður þungur róður að halda bræðralagi manna siðuðu þangað til en hafi kaþólska kirkjan kennt okkur eitthvað þá er það að með samhentu átaki má vinna ýmis kraftaverk, til dæmis halda helvítis getnaðarvörnunum frá þessum villimönnum í Afríku sem kunna ekkert með þær að fara. Jósep Ratzinger var flottur páfi. Frá upphafi leit hann út eins og hann hefði skriðið slímugur undan steini og smokrað sér beint upp í skothelda glerbúrið sem hann hefur dvalið í síðan. En nú er hann orðinn þreyttur og lasinn, sem er ekki að furða. Ég verð oft mjög slæptur af því að hanga heima og fitla við mig í heilan dag, ég get ekki ímyndað mér hvernig það fer með menn að gera ekkert í átta ár – annað en að fitla við sig. Það er alltént komið að því að velja nýjan páfa og þótt ýmsir hafi verið nefndir til sögunnar sem mögulegir eftirmenn finnst mér sú umræða hafa rist heldur grunnt. Hafa allir gleymt því að kjörgengisskilyrðin eru aðeins tvö? Það fyrra er að vera karlmaður (auðvitað – kvenpáfi væri fáránlegur) og hitt er að hafa tekið kaþólska skírn. Þetta býður upp á ýmsa möguleika. Margir eiga sér þann draum heitastan að næsti páfi verði blökkupáfi. Ég tek undir þetta og gæti til dæmis vel séð fyrir mér að næsti páfi yrði kaþólikkinn LeBron James, framherji Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta. Hann hefur mjög margt til brunns að bera: Hann er rúmir tveir metrar á hæð, treður boltum í körfur af mikilli fimi og er í raun nú þegar eins konar framlenging drottins hér á jörð, þannig að þetta væri stutt skref fyrir hann – og rökrétt. Annar maður sem mér fyndist koma sterklega til greina væri kaþólikkinn Arnold Schwarzenegger. Þar fer fjölþjóðleg og hugprúð hetja, tvítyngt vöðvaknippi sem hefur glímt við alls konar dífla úr neðra á hvíta tjaldinu og býr að reynslu af því að leiða stór samfélög manna hálfa leið til glötunar, skandalísera á meðan en njóta samt lýðhylli. Það kæmi sér óefað vel. Góði guð – láttu þetta verða.