Takkaskórnir víkja fyrir tískunni 13. mars 2013 06:00 Knattspyrnukappinn Björn Jónsson spilar með KR-ingum en var hvattur til þess að taka þátt í RFF sem fer fram um helgina. Mynd/VALLI „Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki. RFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Það var nú bara hún systir mín sem sagði mér frá þessu og hvatti mig til þess að fara í prufur,“ segir Björn Jónsson, knattspyrnumaður úr KR, en hann ætlar að setja svarthvítan búning Vesturbæjarliðsins á hilluna um helgina. Þess í stað ætlar Björn að ganga sýningarpallana á Reykjavík Fashion Festival en þetta mun vera frumraun hans í fyrirsætubransanum. Það voru hönnuðir íslenska fatamerkisins Hugins Munins sem fengu knattspyrnukappann til liðs við sig. „Ég fór á einhverja gönguæfingu um daginn, sem gekk alveg fínt held ég. Ég á allavega ekki að mæta á fleiri æfingar,“ segir Björn og kveðst ekki stressaður þrátt fyrir reynsluleysið á pöllunum. Björn þykir liðtækur knattspyrnumaður en hann spilaði með Skagamönnum upp alla yngri flokkana. Árið 2005 hélt hann í atvinnumennsku til hollenska liðsins Heerenveen en sneri heim árið 2011. Hann er nú á mála hjá KR-ingum en hefur þurft að glíma við meiðsli um langt skeið. „Ég er nýbúinn að ná mér af meiðslunum og var að byrja æfa aftur í þessum mánuði. Ég er ekki búinn að spila síðan í sumar. Það var líka þess vegna sem ég sagði já við þessu um helgina. Ég er hvort eð er alltaf meiddur.“ En hvað segja liðsfélagarnir í Vesturbænum um fyrirsætustarfið? „Þeir hafa staðið með mér og hvatt mig til þess að gera þetta,“ segir Björn, og tilhlökkun fyrir helgina leynir sér ekki.
RFF Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira