Lánaleiðréttlæti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2013 09:02 Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenzka ríkið er umsvifamikið á lánamarkaði í landinu eins og fram kom í úttekt í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í gær. Þegar horft er á útlán í heild eru opinberir lánasjóðir auk Landsbankans, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, með um 39 prósent af lánamarkaðnum. Ef hins vegar er horft á lán til einstaklinga eingöngu er hlutur lánastofnana í eigu okkar skattgreiðenda miklu hærri, eða 64 prósent. Þar vega húsnæðis- og námslán þyngst. Íbúðalánasjóður er með tæplega 60% hlutdeild á fasteignalánamarkaðnum og lífeyrissjóðirnir okkar um 15% til viðbótar. Þessar tölur þarf fólk að hafa í huga þegar það hlustar á loforðaflaum stjórnmálamanna fyrir komandi kosningar um lækkun eða „leiðréttingu" á skuldum almennings. Það þarf að minnsta kosti að spyrja stjórnmálamennina sem veifa slíkum gylliboðum hvernig eigi að fara að því að láta lánastofnanir í eigu okkar skattgreiðenda skrifa niður allt að 20% af eignum sínum, útlánunum, án þess að það kosti eigendurna, skattgreiðendurna, krónu. Svo mikið er víst að ekki er hægt að fjármagna stórfellda lánalækkun hjá bönkum og sjóðum í opinberri eigu með því að svíða „vogunarsjóði" – sem er ljóta orðið yfir erlenda kröfuhafa í þrotabú föllnu bankanna. Þeir eru reyndar ekki allir vogunarsjóðir. Í tilviki Íbúðalánasjóðs eru kröfuhafarnir aðallega innlendir lífeyrissjóðir, sem eru í eigu sama fólksins; almennings í landinu, skattgreiðendanna og lántakendanna. Ef þeir eiga að bera tapið kemur það niður á lífeyri þeirra gömlu og veiku og fjárhagslegu öryggi okkar hinna í framtíðinni. Ef þvinga ætti lífeyrissjóðina til að skrifa niður sín útistandandi lán til einstaklinga hefði það sömu afleiðingar. Hugtökin réttlæti og ranglæti koma stundum við sögu í umræðunni um „leiðréttingu" skulda. Auðvitað finnst mörgum ranglátt að lánin hafi snarhækkað hjá fólki við hrun krónunnar. Skilningurinn á því að „leiðréttingin" á hækkuninni hljóti alltaf að kosta einhvern eitthvað fylgir hins vegar ekki alltaf réttlætiskenndinni. Það má spyrja hvort meira réttlæti sé í því fólgið að byrðum þeirra sem glíma við stökkbreytt lán sé velt yfir á til dæmis fólk sem nálgast starfslok og á húsnæðið sitt skuldlaust – hugsanlega búið að borga niður margar „stökkbreytingar" í formi hækkana lána eftir gengisfellingar og verðbólguskot – annaðhvort í formi hærri skatta eða skertra lífeyrisgreiðslna, nema hvort tveggja sé. Það má líka spyrja hvort það sé réttlátt að sá sem tók litla áhættu, lítið lán og keypti viðráðanlega eign borgi fyrir þann sem tók mikla áhættu og hátt lán. Enn má bæta við hvort það sé eitthvert réttlæti í því að sá fyrrnefndi verði skattlagður til að hjálpa hinum, jafnvel þótt sá síðarnefndi sé með hærri tekjur. Þannig má halda áfram að velta fyrir sér réttlæti og ranglæti í þessum efnum en lykilspurningin er þó þessi: Er eitthvert réttlæti í því að aðrir séu látnir borga lán en þeir sem tóku þau?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun