Til hamingju Hringsjá! Fanný Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Nýlega sótti ég ráðstefnu á vegum Hringsjár sem haldin var í tilefni af 25 ára starfsafmæli þeirra. Dagskráin var mjög fjölbreytt, gefin yfirsýn yfir framboð á náms- og endurhæfingu öryrkja og farið yfir aðkomu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. En hvað er Hringsjá? Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir þá sem eru 18 ára og eldri sem geta ekki stundað atvinnu eða nám m.a. sökum félagslegra erfiðleika, veikinda eða slysa. Þar sem hópurinn er fjölbreyttur og þarfirnar ólíkar stendur Hringsjá ýmist fyrir fjölbreyttum styttri námskeiðum og lengra námi. Grunngildi Framsóknarfokksins fela í sér að ætíð á að vera til staðar í samfélaginu öryggisnet sem aðstoðar fólk sem af ólíkum ástæðum nær ekki að taka virkan þátt í samfélaginu eða sjá sjálfum sér farborða. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf staðið fyrir og stutt aukna samvinnu og samstarf ólíkra aðila með það að leiðarljósi að ná fram hagræðingu, samfellu í þjónustu og til að einfalda kerfið. Það auðveldar þeim lífið sem þurfa að nýta sér fjölbreytta þjónustu. Náms- og starfsendurhæfing þarf að byggja á raunhæfum einstaklingsmarkmiðum með það að leiðarljósi að auka lífsgæði viðkomandi. Meta þarf starfsgetuna út frá líkamlegri-, andlegri- og félagslegri stöðu.Ein miðstöð Það er augljóst að horfa þarf á hvers viðkomandi er megnugur eða hvað starfs- eða virknigetan er mikil. Hver og einn þarf að byggja sig upp, auka menntun sína og færni og þar með fjölgar starfsmöguleikunum. Á ráðstefnunni kom fram að margt er að takast vel og ýmislegt í boði en kallað var eftir einni miðstöð starfsendurhæfingar fyrir alla sem biði upp á endurhæfingu, menntun og ráðgjöf við virka atvinnuleit. Koma þarf í veg fyrir flækjur og auka þarf samvinnu. Þannig er betur hægt að nýta fjármagnið. Það hagnast allir á því að vel takist til í starfsendurhæfingu og að sem flestir finni sér nám eða starf við hæfi. Viðkomandi einstaklingur hagnast, fjölskylda hans og samfélagið allt. Framsóknarflokkurinn vill að það liggi alltaf ljóst fyrir hvaða aðilar veiti þjónustu, tryggja að leiðarvísar séu það skýrir að enginn falli utan kerfis. Í stefnu flokksins kemur fram að það þarf að gera öryrkjum kleift að búa í sinni heimabyggð og auka raunverulegt val hvað varðar þjónustuúrræði og búsetu. Einnig kemur fram að það eru sjálfsögð réttindi að fá tækifæri til eins virkrar þátttöku í samfélaginu og kostur er. Það er gert m.a. með markvissri og fjölbreyttri endurhæfingarþjónustu, aðgengilegri náms- og starfsráðgjöf og atvinnuþátttöku.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun