Elsku nýju þjóðarleiðtogar Guðrún Högnadóttir skrifar 2. maí 2013 09:00 Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Til lukku með nýja ábyrgð á okkar sameiginlega vinnustað: Íslandi ehf. Mig langar að fylgja ykkur úr hlaði með nokkrum hvatningarorðum í þeirri góðu trú að næstu fjögur ár verði ár farsældar og festu, tímabil sem erlendir þjóðarleiðtogar geti tekið til fyrirmyndar í sinni endurreisn. Sem forgöngumenn veit ég að þið þekkið mikilvægi framtíðarsýnar, kjarks og þrautseigju í starfi ykkar. Og sem leikmenn veit ég að hraði breytinga og kröfur samtímans snerta ykkur öll. Því fylgja hér á eftir nokkur heilræði. Forgangsraðið.Þeir leiðtogar sem setja 2 til 3 mál í forgang klára almennt 2 til 3 mál. Þeir sem eru með 5 til 7 markmið koma kannski einu máli næstum því í höfn. Því fleiri markmið, þeim mun minni líkur á árangri. Hafið kjarkinn og agann til að einblína á fá, en afgerandi mál í einu. Og klárið þau. Heimilin. Höftin. Hengjan. Annað kemur í kjölfar slíkra góðra verka. Hugsið. Gagnrýnin hugsun er forsenda framfara. Leitið þekkingar og ráða út fyrir ykkar þrönga hring. Mátið ákvarðanir ykkar á aðra en spegilmyndir ykkar sjálfra. Hlustið. Stjórnmálaleiðtogar fortíðar fengu þjálfun í ræðumennsku. Áhrifamenn framtíðar fá þjálfun í hlustun. Sönn forysta byggir á virðingu fyrir fólki. Skilningi á ólíkum skoðunum. Guð gaf okkur tvö eyru og einn munn. Talið minna. Hlustið meira. Látið verkin tala. Eins og segir í Hávamálum: Svo nýsist fróðra hver fyrir. Hreinsið til. Kveðjið gamlar erjur og syndir. Biðjist afsökunar og fyrirgefið, ef þess þarf. Frelsið ykkur frá hagsmunum forvera ykkar – pólitískum, landfræðilegum og fjárhagslegum. Málið tæra mynd af því samfélagi sem við viljum færa barnabörnum okkar og leyfið ekki frændhygli, græðgi eða þröngsýni að menga þá mynd. Lærið. Af mistökum ykkar. Af mistökum annarra. Gerið upp hug ykkar um hvert ykkar framlag til framtíðarlandsins verður. Og lærum saman á leiðinni. Virkið okkur. Þið eigið 322.930 samstarfsmenn sem eru tilbúnir að bretta upp ermar í þágu þjóðar. Haldið samtalinu gangandi á veraldarvefnum, á kaffihúsunum, í háskólunum. Leyfið okkur að taka með ykkur ábyrgð á stóru málunum með könnunum og þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnið nýtt fólk til mikilvægra verka. Það leynist snillingur á hverju götuhorni. Nærist. Þetta er harður heimur. Gleymið ekki lýsinu. Svefninum. Grænkálinu. Góðum bókum. Lélegum bíómyndum. Göngutúrum. Mörgum stundum í faðmi fjölskyldunnar. Tengið ykkur reglulega við af hverju þið tókuð að ykkur þetta verkefni. Og virkið þá orku til góðra verka. Ég óska ykkur velfarnaðar á áframhaldandi sameiginlegri vegferð okkar allra! Kveðja, Guðrún.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun