Fyrirfólkið og lögin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. júní 2013 10:12 Frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi flutt lögheimili sitt til Bretlands og sé ekki lengur skráð til heimilis á Bessastöðum með manni sínum, hefur vakið athygli og umræður. Íslenzk lög eru fortakslaus um að hjón skuli eiga sama lögheimili. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, sagði hér í blaðinu að frá þeirri reglu væru ekki gerðar undantekningar nema hvað varðaði þingmenn, ráðherra og starfsmenn erlendra sendiráða. Það er því ekki að furða að algengasta viðkvæði hins almenna lesanda sé að ekki eigi annað að gilda um fyrirfólkið á Bessastöðum en um hinn almenna borgara. Yfirlýsing Dorritar á laugardag og sjarmerandi viðtal við forsetahjónin í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á laugardagskvöldið duga ekki til að útskýra hvers vegna þetta fyrirkomulag sé nauðsynlegt eða hvernig það fékkst yfirleitt samþykkt hjá opinberum stofnunum. Dorrit segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi ákveðið að færa lögheimilið þegar stefndi í að eiginmaður hennar yrði ekki lengur forseti. En svo hélt hann áfram að vera forseti – og af hverju var þessari ákvörðun þá ekki breytt? Því er sömuleiðis ósvarað hvaða skattalegt hagræði forsetahjónin hafa af breyttri búsetuskráningu sinni. Dorrit fullyrðir að flutningurinn hafi ekkert með skatta að gera. En hvað segja skattayfirvöld, sem eyða umtalsverðum tíma í að eltast við flókna skráningu auðmanna á eignum sínum og aðsetrum? Um það má eyða öllum vafa með því að forsetahjónin fari einfaldlega fram á að skattayfirvöld skoði málið og gefi út bevís um að fyrirkomulagið sé eðlilegt og í samræmi við það sem telst innan ramma laga og reglna fyrir annað fólk í sambærilegri stöðu. Forsetahjónin segja að Dorrit hafi orðið að flytja lögheimili sitt vegna þess að hún hyggist taka við fjölskyldufyrirtæki sínu í Bretlandi af öldruðum foreldrum sínum. Að sjálfsögðu á hún fullan rétt á slíku. Og að sjálfsögðu á maki forseta rétt á sjálfstæðu lífi og eigin atvinnurekstri. En allt verður það að rúmast innan ramma laganna. Dorrit vísar til brezkra laga um að dvelji maður meira en 90 daga á ári í landinu teljist maður sjálfkrafa hafa þar búsetu. „Og af því að fyrirtækið er í Englandi, er mér ekki stætt á að brjóta þarlend lög,“ sagði Dorrit í RÚV. En er þá í lagi að hún brjóti lögin á Íslandi, þar sem hún er eiginkona manns sem fer með löggjafarvaldið ásamt Alþingi, samkvæmt stjórnarskrá Íslands? Við skulum ekki gleyma að forsetafrúin er hluti af forsetaembættinu og ímynd þess. Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér vinsældir eiginkonu sinnar markvisst í baráttu sinni fyrir endurkjöri í fyrra, eins og sést til dæmis vel ef fólk skoðar vefinn olafurogdorrit.is. Mál hennar og forsetaembættisins verða ekki skilin í sundur. Og allir hljóta að geta verið sammála um að ábúendurnir á Bessastöðum eigi að vera til fyrirmyndar í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og þar verði allt að vera uppi á borðinu. Önnur lög geta ekki átt við um forsetahjónin en aðra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01 Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun
Frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi flutt lögheimili sitt til Bretlands og sé ekki lengur skráð til heimilis á Bessastöðum með manni sínum, hefur vakið athygli og umræður. Íslenzk lög eru fortakslaus um að hjón skuli eiga sama lögheimili. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, sagði hér í blaðinu að frá þeirri reglu væru ekki gerðar undantekningar nema hvað varðaði þingmenn, ráðherra og starfsmenn erlendra sendiráða. Það er því ekki að furða að algengasta viðkvæði hins almenna lesanda sé að ekki eigi annað að gilda um fyrirfólkið á Bessastöðum en um hinn almenna borgara. Yfirlýsing Dorritar á laugardag og sjarmerandi viðtal við forsetahjónin í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á laugardagskvöldið duga ekki til að útskýra hvers vegna þetta fyrirkomulag sé nauðsynlegt eða hvernig það fékkst yfirleitt samþykkt hjá opinberum stofnunum. Dorrit segir í yfirlýsingu sinni að hún hafi ákveðið að færa lögheimilið þegar stefndi í að eiginmaður hennar yrði ekki lengur forseti. En svo hélt hann áfram að vera forseti – og af hverju var þessari ákvörðun þá ekki breytt? Því er sömuleiðis ósvarað hvaða skattalegt hagræði forsetahjónin hafa af breyttri búsetuskráningu sinni. Dorrit fullyrðir að flutningurinn hafi ekkert með skatta að gera. En hvað segja skattayfirvöld, sem eyða umtalsverðum tíma í að eltast við flókna skráningu auðmanna á eignum sínum og aðsetrum? Um það má eyða öllum vafa með því að forsetahjónin fari einfaldlega fram á að skattayfirvöld skoði málið og gefi út bevís um að fyrirkomulagið sé eðlilegt og í samræmi við það sem telst innan ramma laga og reglna fyrir annað fólk í sambærilegri stöðu. Forsetahjónin segja að Dorrit hafi orðið að flytja lögheimili sitt vegna þess að hún hyggist taka við fjölskyldufyrirtæki sínu í Bretlandi af öldruðum foreldrum sínum. Að sjálfsögðu á hún fullan rétt á slíku. Og að sjálfsögðu á maki forseta rétt á sjálfstæðu lífi og eigin atvinnurekstri. En allt verður það að rúmast innan ramma laganna. Dorrit vísar til brezkra laga um að dvelji maður meira en 90 daga á ári í landinu teljist maður sjálfkrafa hafa þar búsetu. „Og af því að fyrirtækið er í Englandi, er mér ekki stætt á að brjóta þarlend lög,“ sagði Dorrit í RÚV. En er þá í lagi að hún brjóti lögin á Íslandi, þar sem hún er eiginkona manns sem fer með löggjafarvaldið ásamt Alþingi, samkvæmt stjórnarskrá Íslands? Við skulum ekki gleyma að forsetafrúin er hluti af forsetaembættinu og ímynd þess. Ólafur Ragnar Grímsson nýtti sér vinsældir eiginkonu sinnar markvisst í baráttu sinni fyrir endurkjöri í fyrra, eins og sést til dæmis vel ef fólk skoðar vefinn olafurogdorrit.is. Mál hennar og forsetaembættisins verða ekki skilin í sundur. Og allir hljóta að geta verið sammála um að ábúendurnir á Bessastöðum eigi að vera til fyrirmyndar í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og þar verði allt að vera uppi á borðinu. Önnur lög geta ekki átt við um forsetahjónin en aðra Íslendinga.
Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London. 15. júní 2013 00:01