Tarantino fæðing Sigga Dögg skrifar 4. júlí 2013 08:00 Leið barnsins í heiminn, er að mati Siggu Daggar, aukaatriði. Foreldrahlutverkið er mesta afrekið. Nordicphotos/getty Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði. Sigga Dögg Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þegar ég gekk með stelpuna mína þá reyndi ég hvað ég gat til að búa mig undir fæðinguna. Ég svamlaði um í meðgöngusundi og reyndi að opna lótusblómið mitt í jóga. Ég rölti um göturnar raulandi jógamöntrur til þess að róa stressaða píku sem ætlaði aldeilis að anda sig í gegnum þetta allt saman. Það var samt eitt, ég forðaðist hvað ég gat að horfa á fæðingar. Ég hafði þolinmæði fyrir einni fæðingarsögu á viku, en þá var kvótinn líka búinn. Mér var eiginlega alveg sama um allt sem hét „fæðingarsaga“, ég vildi bara vita að barnið væri heilbrigt og kannski lengd og þyngd þess. Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Mér hafa aldrei þótt fæðingar heillandi né áhugaverðar þó ég samgleðjist mjög yfir meðgöngu og fæddu barni. Þetta hitt, þessi fæðing, hún mátti bara alveg vera leyndarmál konunnar sem þurfti að rembast. Svona einkamál eins og að fara á klósettið. Ég hélt ég myndi deyja þegar mamma bauð mér að vera viðstödd fæðingu litla bróður míns, svona eins og henni væri eitthvað illa við mig. Þegar ég svo varð ólétt þá sneru spurningar marga vinkvenna minna að þessum ótta mínum: hvernig ætlaði ég að tækla þetta mál? Nú, ég gerði það sem hver skynsöm manneskja gerir, ég drekkti mér í öllum þeim fróðleik sem var í boði, fyrir utan að horfa á sjálfan atburðinn. Það hlyti að vera eins og að standa ofan á hárri byggingu og horfa niður, maður þarf ekkert að auka á óttann (nú fá sálfræðingar í fælni hroll yfir þessari „forðun“ minni). Áfram sveif meðgangan og ég var staðráðin í að þessu skyldi nú ýtt í heiminn enda líkaminn skapaður til þess. Þegar ég svo komst að því að litli Búddinn minn væri sitjandi og fæðing tæplega inni í myndinni þá fannst mér heimurinn hrynja. Mér fannst eins og ég væri að bregðast þessu litla kríli og stórt skarð myndaðist í móðurímyndina. Næstu vikur sneru að því að snúa þessari elsku en allt kom fyrir ekki og ég fékk dagsetningu í keisara. Litla daman var hífð upp úr móðurkviði, ég ryksuguð að innan og saumuð saman. Píkan slapp með skrekkinn; hvorki saumur, bjúgur né rifa. En hún varð svolítið blúsuð. Hún varð útundan og fékk ekki inngöngu í fæðingarsagnaklúbb reyndari mæðra. Þetta var eins og að horfa á spennumynd og missa af eltingarleiknum þegar góði karlinn nær þeim slæma. Það nennir enginn að hlusta á sögu þar sem góði karlinn rekst óvart á þann slæma og öll dýrin í skóginum verða vinir. Það verður að vera smá Tarantino í þessu með blóði og tilheyrandi. Svo fékk ég annað tækifæri til að skrifa mína eigin sögu, með tilheyrandi hasar, og vitiði hvað? Píkan er bara ekkert hressari, hún hoppar ekki hæð sína af kæti. Mér þykir mesta afrekið enn vera það að ala upp barn og vera foreldri, en leið barnsins í heiminn er, að mínu mati, aukaatriði.
Sigga Dögg Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira