Samskipti lykillinn að kynlífi Sigga Dögg skrifar 24. október 2013 07:00 Táningar eiga fyrst að stunda kynlíf með sjálfum sér, svo með öðrum, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/Getty Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín. Sigga Dögg Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Algeng spurning í kynfræðslu hjá mér snýr að fyrsta skiptinu. Þá er átt við samfarir, ekki munnmök eða fróun, það hefur oftar en ekki átt sér stað án spurninga. Algengt er að velta fyrir sér hver sé rétti aldurinn til að stunda kynlíf. Í því samhengi furða ég mig oft á orðskrípinu „lögríða“. Það er ekki eins og þú fáir sent heim bréf á fimmtán ára afmælinu þínu um að nú sé búið að skipa handa þér bólfélaga og þér sé gert að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Það gerist ekki við einhvern ákveðinn aldur. Maður á bara afmæli og fær kannski köku. Krakkar festast samt oft í því hugarfari að þetta sé eins konar viðmið, nú loksins hafi þau eitthvað haldbært um hvenær sé „rétti“ tíminn til að sofa hjá. Aðrir velta fyrir sér hvað sé eðlilegt og hvort það sé einhver heilög tala í þeim efnum. Ég brosi gjarnan út í annað við þessar umræður því undantekningarlaust er ég spurð um mína tölu. Þau halda gjarnan niðri í sér andanum þegar ég geri mig líklega til að svara, þó spennan breytist reyndar fljótt í svekkelsi þegar ég svara „ég bara hef ekkert spáð í það enda held ég að flestir yfir tvítugu séu hættir að telja“. Það er nefnilega heldur ekki hægt að setja sér viðmið út frá einhvers konar tölu, þó ég þekki konu sem reiknaði út að tíu bólfélagar væri töfratalan og því eru hennar rekkjunautar allir númer níu. Ein rannsókn hélt því fram að fleiri en tuttugu og tveir bólfélagar væri óásættanlegt. Ég segi bara, hættið að telja, þetta skiptir engu máli því talan segir ekkert til um bólfimi. Spurningar stelpnanna snúa oft að ótta. Þær eru hræddar við sársauka, líkamlegan og tilfinningalegan. Þetta eru mjög skiljanlegar vangaveltur þegar búið er að hræða þær með heilaga meyjarhaftinu sem þarf að rjúfa og svo skvettist blóð upp um alla veggi því þær voru hreinar. Það er annað í þessum málum, ég þoli ekki orðalagið hrein og óhrein því það virðist bara eiga við stúlkur. Sjálf fer ég ansi reglulega í bað en sef líka hjá, hvort er ég þá? Og að lokum þá spyrja þau í kór: „En hvernig veit ég hvenær ég er tilbúin?“ Og þá er komið að mér að andvarpa ögn. Ég hef sett saman ákveðin skilyrði sem ég myndi gjarnan vilja að þau uppfylltu fyrst, eins og kynlíf með sjálfum sér, svo einhverjum öðrum. Þetta vefst fyrir mörgum dömum en ekki fyrir drengjunum. Ég reyni að hræra tilfinningum inn í þetta og set svo samræður sem algert skilyrði. Ef þú getur ekki talað við bólfélaga þinn um kynlíf og sagt hvað þér þyki gott og spurt hvað honum/henni þykir gott, þá ertu ekki tilbúinn til að stunda kynlíf. Þetta seinasta skilyrði mega foreldrarnir gjarnan lesa aftur og taka til sín.
Sigga Dögg Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið