Glænýtt lið hjá Gerplu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 07:30 Stelpurnar klárar í slaginn. Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins. Fimleikar Innlendar Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira