Skorað á meistarann Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Um tuttugu ára draumur minn er loks orðinn að veruleika. Vöðvabúntin Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone leika nú saman í kvikmynd í fyrsta sinn, ef frá eru taldar tvær Stallone-myndir þar sem sá fyrrnefndi birtist í mýflugumynd. Í nýju myndinni, sem ber nafnið Escape Plan, er hetjunum gert jafn hátt undir höfði og ég er vandræðalega spenntur. Ég hef þó töluverðar áhyggjur. Ekki af því að myndin muni valda mér vonbrigðum, heldur af því að þessar gömlu kempur eru komnar á aldur. Mér líður eins og hver einasta mynd þeirra gæti verið sú síðasta. Að hugsa sér. Ef við skoðum lífslíkur karlmanna í Bandaríkjunum að meðaltali á Schwarzenegger mögulega aðeins tíu ár eftir, og Stallone ári skemur. Þetta væri ekki jafn niðurdrepandi tilhugsun ef einhver væri líklegur til að taka við kyndlinum þegar þeir fara. Eins og staðan er núna er fátt sem bendir til þess að sá maður sé til. Á tímabili var útlit fyrir að arftakarnir yrðu menn á borð við Vin Diesel, Jason Statham og The Rock, en allir eru þeir neðanmálsgreinar í æðaþrútinni hasarmyndasögunni og líklega er of seint fyrir þá að snúa því við. Mig langar að skjóta hugmynd út í loftið. Íslendingar eiga margverðlaunaðan bardagakappa að nafni Gunnar Nelson. Hann er með svarta beltið í allskonar, ekki nema 25 ára gamall og talar ensku með evrópskum hreim. Ég tel hann í rauninni hafa allt sem arftakinn þarf. Af hverju ekki að láta á þetta reyna, Gunnar? Þú munt þéna meira og minnka líkurnar á íþróttameiðslum niður í ekki neitt. Svo geturðu dólað þér í þessu þar til þú verður hálfsjötugur, eða jafnvel lengur. Út á við virkarðu alvörugefinn en ég tók einu sinni viðtal við þig og fannst ég skynja húmor. Þú þarft ekki einu sinni að geta leikið neitt sérstaklega vel, svo lengi sem þú segir eitthvað fyndið eftir að þú brýtur fólk í tvennt. Koma svo, Gunnar, ég mun borga mig inn á allar þínar myndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Um tuttugu ára draumur minn er loks orðinn að veruleika. Vöðvabúntin Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone leika nú saman í kvikmynd í fyrsta sinn, ef frá eru taldar tvær Stallone-myndir þar sem sá fyrrnefndi birtist í mýflugumynd. Í nýju myndinni, sem ber nafnið Escape Plan, er hetjunum gert jafn hátt undir höfði og ég er vandræðalega spenntur. Ég hef þó töluverðar áhyggjur. Ekki af því að myndin muni valda mér vonbrigðum, heldur af því að þessar gömlu kempur eru komnar á aldur. Mér líður eins og hver einasta mynd þeirra gæti verið sú síðasta. Að hugsa sér. Ef við skoðum lífslíkur karlmanna í Bandaríkjunum að meðaltali á Schwarzenegger mögulega aðeins tíu ár eftir, og Stallone ári skemur. Þetta væri ekki jafn niðurdrepandi tilhugsun ef einhver væri líklegur til að taka við kyndlinum þegar þeir fara. Eins og staðan er núna er fátt sem bendir til þess að sá maður sé til. Á tímabili var útlit fyrir að arftakarnir yrðu menn á borð við Vin Diesel, Jason Statham og The Rock, en allir eru þeir neðanmálsgreinar í æðaþrútinni hasarmyndasögunni og líklega er of seint fyrir þá að snúa því við. Mig langar að skjóta hugmynd út í loftið. Íslendingar eiga margverðlaunaðan bardagakappa að nafni Gunnar Nelson. Hann er með svarta beltið í allskonar, ekki nema 25 ára gamall og talar ensku með evrópskum hreim. Ég tel hann í rauninni hafa allt sem arftakinn þarf. Af hverju ekki að láta á þetta reyna, Gunnar? Þú munt þéna meira og minnka líkurnar á íþróttameiðslum niður í ekki neitt. Svo geturðu dólað þér í þessu þar til þú verður hálfsjötugur, eða jafnvel lengur. Út á við virkarðu alvörugefinn en ég tók einu sinni viðtal við þig og fannst ég skynja húmor. Þú þarft ekki einu sinni að geta leikið neitt sérstaklega vel, svo lengi sem þú segir eitthvað fyndið eftir að þú brýtur fólk í tvennt. Koma svo, Gunnar, ég mun borga mig inn á allar þínar myndir.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun