Í eldhúsinu hennar Evu - Ofnbakaðar kalkúnabringur 8. janúar 2014 17:31 Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra1 kg kalkúnabringasmjörkalkúnakryddsalt og pipar3 dl vatn1 kjúklingateningurAðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur. Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild. Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar. Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og piparAðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur. Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram. Eva Laufey Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið
Ofnbakaðar kalkúnabringur Uppskriftir miðast við fjóra1 kg kalkúnabringasmjörkalkúnakryddsalt og pipar3 dl vatn1 kjúklingateningurAðferð: Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp í vatninu, hellið vökvanum í eldfasta mótið. Gott er að setja smá smjörklípu ofan á bringuna áður en hún fer inn í ofn. Bringan er sett inn í ofn við 90°C í 1,5 klst. Gott er að stinga kjötmæli í bringuna eftir 1,5 klst. Mælirinn ætti að sýna 73–74°C. Þá er bringan tilbúin, ef ekki þá þarf hún að vera svolítið lengur í ofninum. Bringan þarf að hvíla þegar hún er komin út úr ofninum í 15–20 mínútur. Sveppasósa 250 g blandaðir sveppir smjör ½ l rjómi 2 dl vatn + soð 1 tsk. góð berjasulta salt og pipar Aðferð: Skerið sveppina smátt. Steikið sveppina upp úr smjöri í potti og kryddið til með salti og pipar. Bætið síðan rjómanum saman við og leyfið sósunni að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Bætið út í vatni og soðinu sem kom frá kalkúnabringunni, hellið vökvanum sem er í eldfasta mótinu og bætið út í sósuna. Setjið smávegis af sultu saman við. Leyfið sósunni að malla svolítið lengur, smakkið auðvitað til og kryddið að vild. Sætkartöflumús með piparosti 5–600 g sætar kartöflur 1–2 msk. smjör 90 g rifinn piparostur salt og pipar Aðferð: Sætar kartöflur eru skrældar og skornar í svipað stóra bita. Þær eru svo settar í pott og vatn rétt látið fljóta yfir. Suðan látin koma upp og soðið í 25–30 mínútur eða þar til að kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Vatninu er síðan hellt af. Kartöflurnar stappaðar fínt með smjöri og bragðbættar með piparosti, salti og pipar. Rósakál steikt á pönnu með beikoni og rjóma 500 g ferskt rósakál 100 g beikon 1½ dl rjómi salt og piparAðferð: Rósakálið er skolað, hreinsað og skorið í tvennt. Sjóðið rósakálið í léttsöltu vatni í 2–3 mínútur. Vatninu er síðan hellt af. Setjið smjörklípu á pönnu, skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnunni. Bætið rósakálinu saman við beikonið og steikið í 5 mínútur við vægan hita. Rjómanum er síðan bætt út á pönnuna og kryddað til með salti og pipar. Leyfið rósakálinu og beikoninu að malla í rjómanum við vægan hita í nokkrar mínútur. Waldorfsalat 2 græn epli 1½ sellerí 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2–3 msk. þeyttur rjómi 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu 1 tsk. agavesíróp smá súkkulaði til þess að strá yfir Aðferð: Kjarnhreinsið eplin, flysjið og skerið í litla bita. Skerið sellerí í litla bita. Skerið vínber í tvennt. Grófhakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál og sáldrið smá súkkulaði yfir í lokin. Geymið í kæli þar til salatið er borið fram.
Eva Laufey Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið