Samningur Garðabæjar við Sinnum ehf. ekki einsdæmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:52 María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari. Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Fulltrúi FÓLKSINS- í bænum í bæjarstjórn Garðabæjar segir að ítrekað hafi verið bent á að verklagsreglur um útboð á þjónustu til bæjarbúa séu ekki virtar. FÓLKIÐ- í bænum segir samninginn við Sinnum ehf. sem meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gerði við fyrrum bæjarstjóra Garðabæjar ekki vera einsdæmi. Flokkurinn segir að þrátt fyrir ítrekaðar bókanir og fyrirspurnir um slík mál fáist lítil svör við „eðlilegum“ spurningum um verklag. „Gildir það jafnt um samning við fyrrverandi bæjarstjóra sem og aðra samninga um lögfræðiþjónustu, tölvu- og tækniþjónustu, hönnunar- og verkfræðiþjónustu, framkvæmdakostnað eða ritun Sögu Garðabæjar,“ segir meðal annars í tilkynningu frá FÓLKINU- í bænum sem birtist á vefsíðu flokksins. Vísir hefur áður greint frá því að kostnaður við síðast talda verkefnið er þegar orðið hátt í 70 milljónir og var einnig gert án útboðs. FÓLKIÐ- í bænum bendir á að innanríkisráðuneytið getur haft frumkvæði að því að gera formlega athugun á því verklagi sem er viðhaft í útboði á þjónustu og verkefnum sveitarfélagsins en slíkt er heimilt skv. 112 gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011. „Til framtíðar litið er nauðsynlegt að bókhald bæjarins verði opnað eins og framboðið hefur barist fyrir á kjörtímabilinu þannig að íbúar séu upplýstir um kostnað og við hverja samningar sveitarfélagsins eru gerðir við,“ segir FÓLKIÐ- í bænum. Þá eigi samningar yfir ákveðnum fjárhæðamörkum að fara í útboð að mati flokksins. FÓLKIÐ- í bænum er þar á annari skoðun en Samfylkingin í Garðabæ sem sagði í tilkynningu að ekki sé loku fyrir það skotið að útboð sé ekki besti kosturinn í stöðu sem þessari.
Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55 Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30 Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00 Mest lesið Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Fleiri fréttir Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Sjá meira
Samfylkingin segir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins forkastanleg Ekkert var fjallað um samninga meirihluta Sjálfstæðismanna í Garðabæ við Sinnum ehf. í fjölskylduráði bæjarins samkvæmt fulltrúa Samfylkingarinnar. 27. maí 2014 13:55
Tilraunaverkefni sem var ekki útboðsskylt Félagsleg heimaþjónusta hefur aldrei verið boðin út hér á landi. Þjónustan er viðkvæm og persónuleg og nauðsynlegt hefur þótt að fá reynslu á störf einkaaðila áður en farið verði í útboð. 28. maí 2014 07:30
Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. 27. maí 2014 07:00