Ron Paul tekur upp hanskann fyrir Rússa Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2014 00:01 VÍSIR/AFP Þingmaðurinn fyrrverandi kom rússneskum yfirvöldum til varnar og bar leiðtoga vesturheims þungum sökum fyrir að dreifa „áróðri“ í kjölfar hraps flugvélar Malaysia Airlines í leiðara sínum í gær. „Vestrænir stjórnmála- og fjölmiðlamenn gengu í eina sæng til að hámarka útbreiðslu áróðursins eftir hörmungarnar. „Það hlaut að hafa verið Rússland, það hlaut að hafa verið Pútín, sögðu þeir,“ skrifaði Paul. „Meðan vestrænir fjölmiðar voru fljótir að éta upp áróðurinn frá stjórnvöldum þá voru nokkrir þættir sem þeir létu þó algjörlega ósnerta,“ bætti hann við. Samkvæmt Ron Paul var einn þessara þátta liður Bandaríkjanna í ófriðnum sem ríkt hefur í Úkraínu undanfarna mánuði en stjórnarliðar og andspyrnuhreyfingar hafa barist hatrammlega í austurhluta landsins frá því að Viktori Janúkovitsj var steypt af stóli í febrúar. „Fjölmiðlar vilja ekki greina frá því að ástandið í Úkraínu á rætur að rekja til loka síðasta árs þegar stjórnarandstæðingar lögðu á ráðin með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum um að koma Janúkovitsj frá völdum. Án stuðnings Bandaríkjanna við valdaránið veðrur að teljast ólíklegt að hundruðir hefðu fallið í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Né hefði flugvél Malaysia Airlines verið grandað,“ skrifaði Ron í leiðara sínum. Bandarísk stjórnvöld hafa leitt líkur að því að undanförnu að uppreisnarsinnar í austurhluta landsins hafi skotið niður flugvélina með vopnum sem rússnesk yfirvöld létu þeim í té. Ron Paul er á öðru máli – Hann segir úkraínsk stjórnvöld bera mestu ábyrgðina. „Fjölmiðlar vilja heldur ekki greina frá því að hvorki Rússar né aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu hafa nokkuð upp úr krafsinu með því að skjóta niður farþegaþotu. Þeir munu ekki greina frá því að úkraínsk stjórnvöld græða mikið á því að koma sökinni á Rússa og að forsætisráðherra landsins hafi lýst yfir ánægju sinni með að þau skuli hafa tekist,“ bætti hann við. Ron Paul benti á aðra þætti máli sínu til stuðnings, til að mynda hæfni Úkraínu til að skjóta niður flugvélina, að Rússar „hefðu ekki drepið neinn í landinu“ og að uppreisnarmenn hefðu ekki ráðist á óbreytta borgara – bara hermenn. Undir lok skrifanna útilokaði hann þó ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér: „Auðvitað er fullkomlega líklegt að ríkisstjórn Obama hafi haft rétt fyrir sér allan tímann og að Rússar og aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu hafi skotið niður flugvélina,“ skrifaði hann. „Það sem skiptir þó mestu máli er að það er erfitt að nálgast ómengaðar upplýsingar þegar allir taka þátt í áróðrinum.“ Ron Paul hefur lengi notið mikillar hylli meðal frjálshyggjumanna og hefur hann sóst eftir því að vera forsetaefni Repúblikanaflokksins, nú síðast í kosningum árið 2012. MH17 Tengdar fréttir Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Malasar veðja á tölur tengdar hrapi MH17 Algengt er í Malasíu að fólk velji númer sem tengjast slysum á einhvern hátt og eru skráningarnúmer farartækja sérstaklega vinsæl. 21. júlí 2014 22:54 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Clinton sendir Rússum tóninn Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður. 18. júlí 2014 10:31 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Þingmaðurinn fyrrverandi kom rússneskum yfirvöldum til varnar og bar leiðtoga vesturheims þungum sökum fyrir að dreifa „áróðri“ í kjölfar hraps flugvélar Malaysia Airlines í leiðara sínum í gær. „Vestrænir stjórnmála- og fjölmiðlamenn gengu í eina sæng til að hámarka útbreiðslu áróðursins eftir hörmungarnar. „Það hlaut að hafa verið Rússland, það hlaut að hafa verið Pútín, sögðu þeir,“ skrifaði Paul. „Meðan vestrænir fjölmiðar voru fljótir að éta upp áróðurinn frá stjórnvöldum þá voru nokkrir þættir sem þeir létu þó algjörlega ósnerta,“ bætti hann við. Samkvæmt Ron Paul var einn þessara þátta liður Bandaríkjanna í ófriðnum sem ríkt hefur í Úkraínu undanfarna mánuði en stjórnarliðar og andspyrnuhreyfingar hafa barist hatrammlega í austurhluta landsins frá því að Viktori Janúkovitsj var steypt af stóli í febrúar. „Fjölmiðlar vilja ekki greina frá því að ástandið í Úkraínu á rætur að rekja til loka síðasta árs þegar stjórnarandstæðingar lögðu á ráðin með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum um að koma Janúkovitsj frá völdum. Án stuðnings Bandaríkjanna við valdaránið veðrur að teljast ólíklegt að hundruðir hefðu fallið í átökunum sem fylgdu í kjölfarið. Né hefði flugvél Malaysia Airlines verið grandað,“ skrifaði Ron í leiðara sínum. Bandarísk stjórnvöld hafa leitt líkur að því að undanförnu að uppreisnarsinnar í austurhluta landsins hafi skotið niður flugvélina með vopnum sem rússnesk yfirvöld létu þeim í té. Ron Paul er á öðru máli – Hann segir úkraínsk stjórnvöld bera mestu ábyrgðina. „Fjölmiðlar vilja heldur ekki greina frá því að hvorki Rússar né aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu hafa nokkuð upp úr krafsinu með því að skjóta niður farþegaþotu. Þeir munu ekki greina frá því að úkraínsk stjórnvöld græða mikið á því að koma sökinni á Rússa og að forsætisráðherra landsins hafi lýst yfir ánægju sinni með að þau skuli hafa tekist,“ bætti hann við. Ron Paul benti á aðra þætti máli sínu til stuðnings, til að mynda hæfni Úkraínu til að skjóta niður flugvélina, að Rússar „hefðu ekki drepið neinn í landinu“ og að uppreisnarmenn hefðu ekki ráðist á óbreytta borgara – bara hermenn. Undir lok skrifanna útilokaði hann þó ekki að hann gæti haft rangt fyrir sér: „Auðvitað er fullkomlega líklegt að ríkisstjórn Obama hafi haft rétt fyrir sér allan tímann og að Rússar og aðskilnaðarsinnar í Austur-Úkraínu hafi skotið niður flugvélina,“ skrifaði hann. „Það sem skiptir þó mestu máli er að það er erfitt að nálgast ómengaðar upplýsingar þegar allir taka þátt í áróðrinum.“ Ron Paul hefur lengi notið mikillar hylli meðal frjálshyggjumanna og hefur hann sóst eftir því að vera forsetaefni Repúblikanaflokksins, nú síðast í kosningum árið 2012.
MH17 Tengdar fréttir Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14 Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54 Malasar veðja á tölur tengdar hrapi MH17 Algengt er í Malasíu að fólk velji númer sem tengjast slysum á einhvern hátt og eru skráningarnúmer farartækja sérstaklega vinsæl. 21. júlí 2014 22:54 Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49 Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31 Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58 Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09 Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Clinton sendir Rússum tóninn Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður. 18. júlí 2014 10:31 Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Farþegar Malaysian flugvélarinnar af mörgum þjóðernum Flugvél Malaysaian hvarf af ratsjám flugumferðarstjórnar í Úkraínu kl. 14.15 í dag. Fullvíst talið að hún hafi verið skotinn niður með eldflaug. 17. júlí 2014 19:43
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Ólafur Ragnar sendir samúðarkveðjur vegna MH17 Forseti Íslands hefur sent kveðjur til Vilhjálms Alexanders Hollandskonungs og Yang di-Pertuan Agong, konungs Malasíu. 21. júlí 2014 16:14
Aðstandendur látnu farþeganna fá 5000 dali Fjölskyldur farþeganna sem létust í flugi MH17 síðastliðinn fimmtudag fá fimm þúsund Bandaríkjadali, eða rúmlega hálfa milljón íslenskra króna, frá flugfélaginu Malaysian airlines. 21. júlí 2014 13:54
Malasar veðja á tölur tengdar hrapi MH17 Algengt er í Malasíu að fólk velji númer sem tengjast slysum á einhvern hátt og eru skráningarnúmer farartækja sérstaklega vinsæl. 21. júlí 2014 22:54
Hollenskir sérfræðingar mættir til að bera kennsl á lík Forsætisráðherra Hollands segir að hollenskir sérfræðingar séu nú komnir til borgarinnar Torez í austurhluta Úkraínu þar sem lík þeirra sem fórust með MH17 eru geymd. 21. júlí 2014 09:49
Biðst afsökunar á að hafa rótað í tösku farþega MH17 Fréttamaður Sky News hefur beðist afsökunar á að hafa rótað í ferðatösku farþega vélarinnar MH17 í fréttainnslagi sínu. 21. júlí 2014 14:31
Flugvélar sneiða hjá Austur-Úkraínu Þýska flugfélagið Lufthansa og hið franska Air France munu ekki fljúga yfir austurhluta landsins. 17. júlí 2014 16:58
Heita því að fljúga áfram með Malaysia Airlines Um ein og hálf milljón manna hafa gengið í Facebook-hóp þar sem þeir heita því að fljúga áfram með flugfélaginu Malaysia Airlines. 21. júlí 2014 15:09
Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. 21. júlí 2014 13:10
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26
Clinton sendir Rússum tóninn Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður. 18. júlí 2014 10:31
Malaysia Airlines flýgur yfir átakasvæði í Sýrlandi Eftir að umferð um lofthelgi yfir átakasvæðunum í Úkraínu var bönnuð þurfa flugvélar nú að leita annað. 21. júlí 2014 18:26