Harma hlut framhaldsskólanna í fjárlögum Benedikt Traustason og Sigmar Aron Ómarsson skrifar 29. september 2014 14:08 Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Til þess er málið varðar, Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, harmar að hlutur framhaldsskólanna skuli ekki leiðréttur í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Skv. nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á árunum 2008 – 2012 lækkuðu fjárframlög til skólanna um 2 milljarða. Þetta jafngildir um 8% af framlögum sem áætluð eru árið 2015. Staðan er núna sú, skv. áðurnefndri skýrslu Ríkisendurskoðunar, að meirihluti skólanna eru reknir með halla. Gríðarlega hefur verið skorið niður, námshópar stækkaðir, starfsfólki og námsbrautum fækkað, stuðningur við nemendur minnkaður, verkleg kennsla minnkuð og þörf endurnýjun tækjabúnaðar á mörgum stöðum sett á ís. Að auki hafa skólar í örvæntingu sinni gripið til þess ráðs að hækka innritunar- og efnisgjöld nemenda til þess að reyna að vega upp á móti skerðingum undanfarinna ára. Kemur það verst við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Á sama tíma hafa reglur um veitingu jöfnunarstyrks til þeirra sem sækja nám fjarri sínum heimahögum verið hertar. Skerðir það óneitanlega jafnt aðgengi framhaldsskólanema að námi við hæfi, s.í.l. þeirra sem búa á landsbyggðinni. Af framantöldu ætti öllum að vera ljóst að aðstæður nemenda í framhaldsskólum hafa versnað til mikilla muna á undanförnum árum. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir m.a. um menntamál: „Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fjölbreytileiki í skólastarfi er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu.“ Þessi markmið eru góð en ekki er að sjá á stefnu stjórnvalda að þeim sé í raun fylgt eftir. Menntakerfið verður ekki eflt nema viðunandi fjármagn verði sett í skólana. Fjölbreytileiki í skólastarfi, sem vissulega er lykill að kraftmiklu og skapandi samfélagi, verður heldur ekki tryggður nema með viðunandi fjármagni. Einnig hefur margoft verið bent á að mikilvægt sé að skapa ungu fólki vænleg skilyrði til búsetu hér á landi. Þar er efling menntakerfisins lykilþáttur. Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að nemendafjöldi minnki um tæp 5%. Ekki fæst séð hvernig það markmið muni nást öðruvísi en að hefta aðgang eldri nemenda að námi í ljósi þess að megináhersla verður lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Sé það raunin er það gróf mismunun á nemendum og gæti það fækkað þeim sem stunda verknám, enda er meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum 25,2 ár. Það er þvert á stefnu stjórnvalda en í stjórnarsáttmálanum segir: “Auka þarf áherslu á nám í iðn-, verk-, tækni-, hönnunar- og listgreinum og efla tengsl þessara námsgreina við atvinnulífið.” SÍF hvetur alla þá sem koma að vinnu við gerð fjárlaga fyrir árið 2015 til að standa vörð um þá grunnstoð íslensks samfélags sem menntakerfið er.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar