Ísland í öðru sæti | Svíar tóku gullið í kvennaflokki Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 18. október 2014 00:01 Íslenska liðið í gólfæfingunum sem það fékk frábæra einkunn fyrir. Vísir/Andri Marinó Það var mikil eftirvænting í loftinu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þegar tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands stigu á stokk í úrslitum á EM í hópfimleikum hefur staðið yfir í Laugardalnum síðan á miðvikudaginn. Kvennaliðið þurfi að gera eina breytingu frá forkeppninni; Glódís Guðgeirsdóttir tók stöðu Valgerðar Sigfinnsdóttur sem meiddist á fimmtudaginn. Svíar voru efstir í forkeppninni, 283 stigum á undan Íslandi, og sænska liðið byrjaði frábærlegaí dag. Þær sænsku fengu heil 23.000 stig fyrir gólfæfingar og voru í forystu eftir fyrstu umferð. Þess má geta að Svíar fengu 19.583 fyrir gólfæfingar sínar í forkeppninni. Ísland hóf leik á dýnustökki og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Evrópumeistarnir framkvæmdu stökkin. Niðurstaða dómaranna voru 18.200 stig, sem var umtalsverð bæting frá forkeppninni, þar sem Ísland fékk 16.400 stig. Íslensku stelpurnar voru í þriðja sæti eftir fyrstu umferð, á eftir Svíum og Bretum. Ísland var enn í þriðja sæti eftir aðra umferð. Íslensku stelpurnar fengu 18.050 fyrir trampólínið og bætti sig um 100 stig frá forkeppninni. Danir tóku hins vegar annað sæti af Bretum með frábærri frammistöðu í gólfæfingum. Svíar vermdu enn toppsætið eftir aðra umferð, með 41.750 stig, 5500 stigum á undan Íslandi og 5234 stigum á undan Dönum. Þær sænsku fengu 18.750 stig fyrir stökk á dýnu í annarri umferð. Hafi stemmningin verið mikil fyrir, þá mældust fagnaðarlætin eftir að íslenska liðið lauk frábærum gólfæfingum eflaust á Richter-kvarðanum. Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, var mætt og tók vel undir með öðrum áhorfendum. Og dómararnir voru álíka hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins og gáfu því 23.216 stig fyrir gólfæfingarnar. Þetta var hæsta einkunn sem nokkurt lið fékk fyrir eina grein. Því miður dugði það ekki til að verja Evrópumeistaratitilinn. Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar með 60.150 stig, 684 stigum á undan íslenska liðinu sem fékk 59.466 stig. Danir enduðu í þriðja sæti með 53.566 stig.Lokastaðan í kvennaflokki: Svíþjóð - 23.00 (gólf), 18.750 (dýna), 18.400 (trampólín)=60.150 stig Ísland - 23.216, 18.200, 18.050=59.466 stig Danmörk - 20.116, 17.050, 16.400=53.566 stig Noregur - 18.850, 14.950, 17.250=51.050 stig Finnland - 19.650, 16.200, 15.050=50.900 stig Bretland - 19.083, 15.200, 16.250=50.533 stig14:52 Ísland fær glæsilega einkunn fyrir gólfæfingarnar, eða 23.216 stig. Því miður dugir það ekki til sigurs. Svíar vinna með 60.150 stig, 684 stigum á undan Íslandi.14:50 Svíar fá 18.400 stig fyrir trampólínið og ljúka leik með 60.150 stig.14:48 Öll liðin hafa lokið leik í kvennaflokki.14:45 Frábærum gólfæfingum hjá íslenska liðinu lokið! Lætin í húsinu mælast eflaust á Richter-kvarðanum! Nú er bara að sjá hvað dómararnir gera.14:42 Sænska liðið búið með sinn skammt í dag, eftir trampólínið. Jæja, Ísland er að fara að byrja gólfæfingarnar!!!14:37 Bretar ljúka leik með 50.533 stig.14:32 Þriðja umferð er hafin og eins og sakir standa er Ísland enn í 3. sæti með 36.250, 5500 stigum á eftir toppliði Svía. Danir skutust upp í annað sæti með frábærri frammistöðu í gólfæfingum.14:21 Ísland fær 18.050 stig fyrir trampólínið og er komið upp í annað sæti með 36.250 stig í heildina. Svíar eru enn efstir, nú með 41.750. Það munar 5500 stigum á liðunum. Finnar eru komnir upp á þriðja sætið á kostnað Breta.14:17 Glæsilegum trampólínstökkum hjá Íslandi lokið. Það verður athyglisvert að sjá hvernig stökkinn lögðust í dómarana.14:10 Þær sænsku eru í dýnustökkinu og eftir það koma íslensku stelpurnar aftur út á gólfið, til að keppa í trampólínstökki.13:57 Ísland fékk 18.200 stig fyrir stökkin á dýnu.13:55 Fyrstu umferð er lokið. Svíar fengu 23.000 stig fyrir gólfæfingarnar!13:50 Þvílík stemmning! Það sturlaðist allt í höllinni þegar íslensku stelpurnar framkvæmdu stökkin sín!13:48 Tvöfaldir Evrópumeistarar Ísland ganga inn í salinn! Þær byrja á dýnustökki.13:45 Þær sænsku byrja á gólfæfingum og fá gott klapp fyrir frammistöðu sína. Svíar eru fjölmennir og gulir í stúkunni.13:40 Sex lið taka þátt í úrslitunum: Ísland, Svíþjóð, Bretland, Noregur, Finnland og Danmörk.13:35 Ísland varð í öðru sæti í forkeppninni með 56.450 stig, 283 stigum á eftir toppliði Svíþjóðar. Reiknað er með að keppnin um Evrópumeistaratitilinn standi á milli þessara þjóða.13:30 Jæja, Vísir heilsar á nýjan leik hér úr Frjálsíþrótta-/Fimleikahöllinni í Laugardal. Það styttist í að tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands í kvennaflokki stígi á stokk.12:30 Ísland hafnaði í 5. og næstsíðasta sæti með 51.750 stig.12:20 Allar einkunnir fyrir þriðju umferð eru komnar í hús. Danir verja titil sinn í blönduðum flokki. Dönsku áhorfendurnir fagna ógurlega þegar Björn Bragi Arnarsson les upp síðustu einkunnina.12:15 Síðasta einkunn íslenska liðsins er komin í hús: 16.650 stig fyrir dýnustökk. Danir eru að klára þriðju og síðustu umferðina með dýnustökki.12:10 Íslenska liðið var að klára dýnustökk við dynjandi lófaklapp. Ísland hefur þá lokið leik í blönduðum flokki í dag.12:00 Allar einkunnir fyrir aðra umferð eru komnar í hús. Danir hafa tekið forystuna með 39.316 stig, Norðmenn koma næstir með 38.433 stig. Svíar eru í 3. sæti og Íslendingar í því 4. með 35.100 stig.11:50 Ísland fékk 18.400 stig fyrir gólfæfingarnar og er, eins og staðan er núna, í efst af liðunum sex með 35.100. Þó ber að geta þess að Noregur, Svíþjóð og Danmörk eiga enn eftir að fá einkunn fyrir aðra umferð.11:40 Ísland er búið með gólfæfingarnar og keppendurnir fengu gott klapp fyrir frammistöðu sína.11:35 Sex lið keppa í úrslitum í blönduðum flokki: Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Frakkland og Bretland. Noregur leiðir eftir fyrstu umferð, með 20.233 stig. Ísland er í 5. sæti með 16.700 stig.11:30 Önnur umferð er að hefjast í blönduðum flokki. Þar keppir Ísland í gólfæfingum.11:20 Íslenska landsliðið í blönduðum flokki er búið með eina grein, dýnustökkið. Ísland fékk 16.700 stig fyrir æfingarnar.11:20: Góðan daginn. Vísir heilsar úr Frjálsíþrótta/Fimleikahöllinni í Laugardalnum. Net- og rafmagnsmál komin í lag.11:20: Velkomin í beina lýsingu frá Laugaradalshöll en í dag ráðast úrslitin í fullorðinsflokkum á EM í hópfimleikum.Ísland varð að sætta sig við silfurverðlaun í dag.Vísir/Andri MarinóSænska liðið varð hlutskarpast í kvennaflokki.Vísir/Andri Marinó Fimleikar Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Það var mikil eftirvænting í loftinu í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þegar tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands stigu á stokk í úrslitum á EM í hópfimleikum hefur staðið yfir í Laugardalnum síðan á miðvikudaginn. Kvennaliðið þurfi að gera eina breytingu frá forkeppninni; Glódís Guðgeirsdóttir tók stöðu Valgerðar Sigfinnsdóttur sem meiddist á fimmtudaginn. Svíar voru efstir í forkeppninni, 283 stigum á undan Íslandi, og sænska liðið byrjaði frábærlegaí dag. Þær sænsku fengu heil 23.000 stig fyrir gólfæfingar og voru í forystu eftir fyrstu umferð. Þess má geta að Svíar fengu 19.583 fyrir gólfæfingar sínar í forkeppninni. Ísland hóf leik á dýnustökki og það ætlaði allt um koll að keyra þegar Evrópumeistarnir framkvæmdu stökkin. Niðurstaða dómaranna voru 18.200 stig, sem var umtalsverð bæting frá forkeppninni, þar sem Ísland fékk 16.400 stig. Íslensku stelpurnar voru í þriðja sæti eftir fyrstu umferð, á eftir Svíum og Bretum. Ísland var enn í þriðja sæti eftir aðra umferð. Íslensku stelpurnar fengu 18.050 fyrir trampólínið og bætti sig um 100 stig frá forkeppninni. Danir tóku hins vegar annað sæti af Bretum með frábærri frammistöðu í gólfæfingum. Svíar vermdu enn toppsætið eftir aðra umferð, með 41.750 stig, 5500 stigum á undan Íslandi og 5234 stigum á undan Dönum. Þær sænsku fengu 18.750 stig fyrir stökk á dýnu í annarri umferð. Hafi stemmningin verið mikil fyrir, þá mældust fagnaðarlætin eftir að íslenska liðið lauk frábærum gólfæfingum eflaust á Richter-kvarðanum. Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, var mætt og tók vel undir með öðrum áhorfendum. Og dómararnir voru álíka hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins og gáfu því 23.216 stig fyrir gólfæfingarnar. Þetta var hæsta einkunn sem nokkurt lið fékk fyrir eina grein. Því miður dugði það ekki til að verja Evrópumeistaratitilinn. Svíar stóðu uppi sem sigurvegarar með 60.150 stig, 684 stigum á undan íslenska liðinu sem fékk 59.466 stig. Danir enduðu í þriðja sæti með 53.566 stig.Lokastaðan í kvennaflokki: Svíþjóð - 23.00 (gólf), 18.750 (dýna), 18.400 (trampólín)=60.150 stig Ísland - 23.216, 18.200, 18.050=59.466 stig Danmörk - 20.116, 17.050, 16.400=53.566 stig Noregur - 18.850, 14.950, 17.250=51.050 stig Finnland - 19.650, 16.200, 15.050=50.900 stig Bretland - 19.083, 15.200, 16.250=50.533 stig14:52 Ísland fær glæsilega einkunn fyrir gólfæfingarnar, eða 23.216 stig. Því miður dugir það ekki til sigurs. Svíar vinna með 60.150 stig, 684 stigum á undan Íslandi.14:50 Svíar fá 18.400 stig fyrir trampólínið og ljúka leik með 60.150 stig.14:48 Öll liðin hafa lokið leik í kvennaflokki.14:45 Frábærum gólfæfingum hjá íslenska liðinu lokið! Lætin í húsinu mælast eflaust á Richter-kvarðanum! Nú er bara að sjá hvað dómararnir gera.14:42 Sænska liðið búið með sinn skammt í dag, eftir trampólínið. Jæja, Ísland er að fara að byrja gólfæfingarnar!!!14:37 Bretar ljúka leik með 50.533 stig.14:32 Þriðja umferð er hafin og eins og sakir standa er Ísland enn í 3. sæti með 36.250, 5500 stigum á eftir toppliði Svía. Danir skutust upp í annað sæti með frábærri frammistöðu í gólfæfingum.14:21 Ísland fær 18.050 stig fyrir trampólínið og er komið upp í annað sæti með 36.250 stig í heildina. Svíar eru enn efstir, nú með 41.750. Það munar 5500 stigum á liðunum. Finnar eru komnir upp á þriðja sætið á kostnað Breta.14:17 Glæsilegum trampólínstökkum hjá Íslandi lokið. Það verður athyglisvert að sjá hvernig stökkinn lögðust í dómarana.14:10 Þær sænsku eru í dýnustökkinu og eftir það koma íslensku stelpurnar aftur út á gólfið, til að keppa í trampólínstökki.13:57 Ísland fékk 18.200 stig fyrir stökkin á dýnu.13:55 Fyrstu umferð er lokið. Svíar fengu 23.000 stig fyrir gólfæfingarnar!13:50 Þvílík stemmning! Það sturlaðist allt í höllinni þegar íslensku stelpurnar framkvæmdu stökkin sín!13:48 Tvöfaldir Evrópumeistarar Ísland ganga inn í salinn! Þær byrja á dýnustökki.13:45 Þær sænsku byrja á gólfæfingum og fá gott klapp fyrir frammistöðu sína. Svíar eru fjölmennir og gulir í stúkunni.13:40 Sex lið taka þátt í úrslitunum: Ísland, Svíþjóð, Bretland, Noregur, Finnland og Danmörk.13:35 Ísland varð í öðru sæti í forkeppninni með 56.450 stig, 283 stigum á eftir toppliði Svíþjóðar. Reiknað er með að keppnin um Evrópumeistaratitilinn standi á milli þessara þjóða.13:30 Jæja, Vísir heilsar á nýjan leik hér úr Frjálsíþrótta-/Fimleikahöllinni í Laugardal. Það styttist í að tvöfaldir Evrópumeistarar Íslands í kvennaflokki stígi á stokk.12:30 Ísland hafnaði í 5. og næstsíðasta sæti með 51.750 stig.12:20 Allar einkunnir fyrir þriðju umferð eru komnar í hús. Danir verja titil sinn í blönduðum flokki. Dönsku áhorfendurnir fagna ógurlega þegar Björn Bragi Arnarsson les upp síðustu einkunnina.12:15 Síðasta einkunn íslenska liðsins er komin í hús: 16.650 stig fyrir dýnustökk. Danir eru að klára þriðju og síðustu umferðina með dýnustökki.12:10 Íslenska liðið var að klára dýnustökk við dynjandi lófaklapp. Ísland hefur þá lokið leik í blönduðum flokki í dag.12:00 Allar einkunnir fyrir aðra umferð eru komnar í hús. Danir hafa tekið forystuna með 39.316 stig, Norðmenn koma næstir með 38.433 stig. Svíar eru í 3. sæti og Íslendingar í því 4. með 35.100 stig.11:50 Ísland fékk 18.400 stig fyrir gólfæfingarnar og er, eins og staðan er núna, í efst af liðunum sex með 35.100. Þó ber að geta þess að Noregur, Svíþjóð og Danmörk eiga enn eftir að fá einkunn fyrir aðra umferð.11:40 Ísland er búið með gólfæfingarnar og keppendurnir fengu gott klapp fyrir frammistöðu sína.11:35 Sex lið keppa í úrslitum í blönduðum flokki: Ísland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Frakkland og Bretland. Noregur leiðir eftir fyrstu umferð, með 20.233 stig. Ísland er í 5. sæti með 16.700 stig.11:30 Önnur umferð er að hefjast í blönduðum flokki. Þar keppir Ísland í gólfæfingum.11:20 Íslenska landsliðið í blönduðum flokki er búið með eina grein, dýnustökkið. Ísland fékk 16.700 stig fyrir æfingarnar.11:20: Góðan daginn. Vísir heilsar úr Frjálsíþrótta/Fimleikahöllinni í Laugardalnum. Net- og rafmagnsmál komin í lag.11:20: Velkomin í beina lýsingu frá Laugaradalshöll en í dag ráðast úrslitin í fullorðinsflokkum á EM í hópfimleikum.Ísland varð að sætta sig við silfurverðlaun í dag.Vísir/Andri MarinóSænska liðið varð hlutskarpast í kvennaflokki.Vísir/Andri Marinó
Fimleikar Mest lesið Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Handbolti Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Handbolti Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira