Kæri Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 20. október 2014 11:36 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 916 einstaklingar sem að vilja mennta sig í framhaldsskólum en fá það ekki vegna aldurs. Þú hefur sagt að framhaldsskólinn á að vera ungmennaskóli og á þess vegna að henda framtíð 916 einstaklinga út á gaddinn? Litið hefur þú til frænda okkar á norðurlöndunum en þar eru sérstök úrræði fyrir eldri nemendur. Í nágrannalöndum okkar er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemar séu ekki eldri en u.þ.b. 25 ára. Í Svíþjóð er boðið upp á ókeypis nám fyrir eldri nemendur á vegum sveitarfélaga í sérstökum fullorðinsfræðslustofnunum. Auk þess sem að námið er ókeypis fá nemendur í 100-400 evra styrk á mánuði til að standa straum af kostnaði t.d. við bókakaup. Þau úrræði sem eru í boði á Íslandi fyrir þá sem hyggjast ljúka námi eftir 25 ára aldur eru frumgreinadeildir, fjarnám, dagskóli og kvöldskóli. Nái þínar hugmyndir fram að ganga munu a.m.k. tveir síðastnefndu kostirnir ekki standa lengur til boða. Eftir standa frumgreinadeildirnar en tækifæri við að sækja nám við þær eru ekki sambærileg að því leiti að það er talsvert kostnaðarsamara. Frumgreinadeildirnar eru reknar af sjálfseignarstofnunum. Er verið að einkavæða nám fyrir þennan aldurshóp? Eins og kom fram í Fréttablaðinu er gífurlegur verðmunur á innritunargjöldum í framhaldsskóla sem eru um 13.000 kr eða t.d. Háskólabrú Keilis en þar kostar önnin að jafnaði 225.000 kr. Þar að auki stendur nám á slíkum brautum þeim aðeins til boða sem að hafa lokið grunnáfögnum í framhaldsskólum. Okkur þykir ljóst að ef standa á vörð um jöfn tækifæri til að sækja sér nám verður að bjóða upp á ný úrræði. Nú hefur þú sagt að komið verði til móts við þennan hóp sem er í sjálfu sér rétt. Tækifærin standa þessu fólki til boða en eru ekki sambærileg. Hér sitja ekki allir við sama borð vegna þess að kostnaðurinn við þessi úrræði eru margfalt meiri en kostnaðurinn við það nám sem stendur til boða í framhaldsskólum fyrir yngri aldurshópinn. Kæri Illugi, þú talar um aðgengi náms, þú talar um fjölbreytileika í námi en þú bregst við með skerðingu og setur upp vegatálma í námsleiðum. Við viljum sjá skilvirkari aðgerðir, við viljum sjá betri úrlausnir, við viljum ekki fljótfærni í vinnubrögðum við skipulagningu menntakerfisins. Við vonum kæri Illugi að þar séum við sammála.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar