Kartafla í útrýmingarhættu? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. janúar 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því gær að kartöflurækt á Íslandi ætti í erfiðleikum. Óhagstætt veðurfar síðustu ár og lágt verð á kartöflum hefur komið niður á afkomu greinarinnar, framleiðendum hefur fækkað úr um 200 í 32 á áratug. Það helgast að einhverju leyti af því að fyrirtækin hafa stækkað í viðleitni til að ná aukinni hagkvæmni. Framleiðslan hefur dregizt saman og Bergvin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda, segir að það þýði að innlenda uppskeran endist skemur, þannig að innflutningur á erlendum kartöflum hefjist snemma á vorin.Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, sagði í þingræðu í síðustu viku að kartöfluræktin væri að komast á „válista“. Undir það tekur Bergvin og kallar eftir því að skattgreiðendur hlaupi undir bagga með greininni með ríkisstyrkjum. Hann gagnrýnir sérstaklega að kartöfluræktin skuli ekki njóta hinna háu styrkja sem mjólkurframleiðslan fær. Bæði Haraldur og Bergvin vilja að stjórnvöld geri eitthvað í málinu. En stjórnvöld eiga ekki að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Alltof dýrt og óhagkvæmt stuðningskerfi við mjólkurframleiðslu getur ekki verið fyrirmynd að nýjum ríkisstyrkjum við kartöfluræktina. Markmiðið á að vera að draga úr styrkjum til landbúnaðar, ekki að auka þá frekar. Það er líka ofsagt að kartöfluræktin njóti einskis stuðnings almennings; hún hefur skjól af tollum, sem eru lagðir á innfluttar kartöflur þann tíma sem nóg framboð er af innlendu uppskerunni. Þannig eru kartöflubændur varðir fyrir erlendri samkeppni. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem út kom í fyrra, kom fram að innlend kartöflurækt heldur 75 prósenta markaðshlutdeild gagnvart innflutningi, sem verður að teljast drjúgt, þótt það sé lægra hlutfall en flestar aðrar búgreinar njóta innan ofurtollmúra stjórnvalda. Það má spyrja hvað myndi gerast ef innlend kartöfluframleiðsla legðist af. Hún skapar ekki mörg störf og stór landsvæði færu ekki í eyði. Kartöflubændur myndu finna sér aðra vinnu, til dæmis í vaxandi grein eins og ferðaþjónustunni. Neytendur myndu kaupa innfluttar kartöflur, líkast til á enn lægra verði en þeir borga í dag. Af hverju ættu skattgreiðendur (sama fólkið og neytendur) að draga upp budduna til að koma í veg fyrir það? Reyndar er ekkert sérstaklega líklegt að íslenzku kartöflunni verði útrýmt; það verða alltaf margir sem kjósa fremur glænýjar íslenzkar kartöflur þegar þær eru í boði. Verði framboðið lítið, munu þeir borga hærra verð ef þá langar virkilega í vöruna. Svo er kartöflurækt sveiflukenndur rekstur; það gengur oftast vel þegar veðrið er hagstætt og illa þegar veðrið er vont. En af hverju ættu skattgreiðendur að jafna út sveiflur í þeim atvinnurekstri frekar en öðrum? Og ef bændur í löndum með betra og stöðugra veður framleiða kartöflur með hagkvæmari hætti – af hverju verzlum við ekki bara við þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því gær að kartöflurækt á Íslandi ætti í erfiðleikum. Óhagstætt veðurfar síðustu ár og lágt verð á kartöflum hefur komið niður á afkomu greinarinnar, framleiðendum hefur fækkað úr um 200 í 32 á áratug. Það helgast að einhverju leyti af því að fyrirtækin hafa stækkað í viðleitni til að ná aukinni hagkvæmni. Framleiðslan hefur dregizt saman og Bergvin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda, segir að það þýði að innlenda uppskeran endist skemur, þannig að innflutningur á erlendum kartöflum hefjist snemma á vorin.Haraldur Benediktsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, sagði í þingræðu í síðustu viku að kartöfluræktin væri að komast á „válista“. Undir það tekur Bergvin og kallar eftir því að skattgreiðendur hlaupi undir bagga með greininni með ríkisstyrkjum. Hann gagnrýnir sérstaklega að kartöfluræktin skuli ekki njóta hinna háu styrkja sem mjólkurframleiðslan fær. Bæði Haraldur og Bergvin vilja að stjórnvöld geri eitthvað í málinu. En stjórnvöld eiga ekki að gera nokkurn skapaðan hlut í málinu. Alltof dýrt og óhagkvæmt stuðningskerfi við mjólkurframleiðslu getur ekki verið fyrirmynd að nýjum ríkisstyrkjum við kartöfluræktina. Markmiðið á að vera að draga úr styrkjum til landbúnaðar, ekki að auka þá frekar. Það er líka ofsagt að kartöfluræktin njóti einskis stuðnings almennings; hún hefur skjól af tollum, sem eru lagðir á innfluttar kartöflur þann tíma sem nóg framboð er af innlendu uppskerunni. Þannig eru kartöflubændur varðir fyrir erlendri samkeppni. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem út kom í fyrra, kom fram að innlend kartöflurækt heldur 75 prósenta markaðshlutdeild gagnvart innflutningi, sem verður að teljast drjúgt, þótt það sé lægra hlutfall en flestar aðrar búgreinar njóta innan ofurtollmúra stjórnvalda. Það má spyrja hvað myndi gerast ef innlend kartöfluframleiðsla legðist af. Hún skapar ekki mörg störf og stór landsvæði færu ekki í eyði. Kartöflubændur myndu finna sér aðra vinnu, til dæmis í vaxandi grein eins og ferðaþjónustunni. Neytendur myndu kaupa innfluttar kartöflur, líkast til á enn lægra verði en þeir borga í dag. Af hverju ættu skattgreiðendur (sama fólkið og neytendur) að draga upp budduna til að koma í veg fyrir það? Reyndar er ekkert sérstaklega líklegt að íslenzku kartöflunni verði útrýmt; það verða alltaf margir sem kjósa fremur glænýjar íslenzkar kartöflur þegar þær eru í boði. Verði framboðið lítið, munu þeir borga hærra verð ef þá langar virkilega í vöruna. Svo er kartöflurækt sveiflukenndur rekstur; það gengur oftast vel þegar veðrið er hagstætt og illa þegar veðrið er vont. En af hverju ættu skattgreiðendur að jafna út sveiflur í þeim atvinnurekstri frekar en öðrum? Og ef bændur í löndum með betra og stöðugra veður framleiða kartöflur með hagkvæmari hætti – af hverju verzlum við ekki bara við þá?
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun