Stóru spurningunum ósvarað Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. febrúar 2014 07:15 Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess er, eins og við var að búast, ekkert tímamótaplagg. Þar kemur ekkert nýtt fram um viðfangsefnið, þótt gagnlegt sé að fyrirliggjandi fróðleikur og staðreyndir séu dregnar saman. Bæði andstæðingar og fylgjendur þess að Ísland klári aðildarviðræðurnar við ESB geta því sótt sér röksemdir í skýrsluna. Andstæðingarnir eru byrjaðir að gera sér mat úr því að skýrsluhöfundar telji að erfitt geti verið að ná fram varanlegum undanþágum frá sjávarútvegs- eða landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Að sama skapi geta fylgjendurnir bent á þau fordæmi sem rakin eru í skýrslunni um að löggjöf Evrópusambandsins sé breytt til að koma til móts við hagsmuni nýrra aðildarríkja, eins og gert var þegar sérstök lausn um „heimskautalandbúnað“ var samþykkt fyrir Svíþjóð og Finnland og sérlausn í sjávarútvegi fyrir Möltu. Svo geta menn bent á margítrekaðar yfirlýsingar ESB um að „aðild Íslands að ESB myndi hafa veruleg áhrif á sameiginlegu fiskveiðistefnuna“, eins og framkvæmdastjórnin orðaði það 2010 þegar hún mælti með að viðræður við Ísland yrðu hafnar, og að ríkur pólitískur vilji sé fyrir að finna lausn sem taki tillit til sérstöðu Íslands. Það má líka hafa í huga að ekkert ríki, sem hefur samið við ESB, hefur átt jafnríkra hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. ESB hefur engan hag af því að gera aðildarsamning sem gengur gegn grundvallarhagsmunum nýs aðildarríkis. En þetta er umræða sem hefur farið fram áður og mun sjálfsagt halda áfram. Kjarni málsins hér er að skýrslan svarar alls ekki til dæmis þeirri spurningu hvort Ísland gæti fengið sérlausnir í sjávarútvegs- eða landbúnaðarmálum. Skýrsluhöfundar segja beinlínis að það sé erfitt að meta, af því að viðræður um þessi mál voru ekki hafnar og samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir þegar gert var hlé á viðræðunum. Eina leiðin til að fá svar við þeirri spurningu er að klára aðildarviðræðurnar. Skýrslan svarar því síður fleiri stórum spurningum á borð við það hvaða kosti Ísland á í gjaldmiðilsmálum, ef tvíhliða upptaka evrunnar verður útilokuð með því að slíta aðildarviðræðunum og skella dyrunum að ESB í lás. Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki heldur neinn Salómonsdómur um stofnana- eða efnahagsþróun í ESB. Þar er raunar komizt að þeirri niðurstöðu að aðildarríkin séu fullvalda og verið sé að vinna gegn meintum lýðræðishalla, sem kemur sjálfsagt einhverjum á óvart hér í fullkomna lýðræðisríkinu með óskerta fullveldið. Og það verður heldur ekki séð að efnahagslíf í ESB stefni lóðbeint til glötunar, sem líka gæti komið á óvart í sumum afkimum íslenzkrar Evrópuumræðu. Á heildina litið er skýrsla Hagfræðistofnunar alltént alls ekki rökstuðningur fyrir því að eina leiðin í málinu sé að slíta aðildarviðræðunum. Hún inniheldur miklu fremur rök fyrir því að halda eigi aðildarferlinu áfram, með það að markmiði að íslenzka þjóðin geti fengið að sjá hvað er í boði. Til þess þarf að sjálfsögðu að stefna að aðild að Evrópusambandinu. En þjóðin á síðasta orðið – og fordæmin sýna að svarið getur orðið bæði já og nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið og þróun þess er, eins og við var að búast, ekkert tímamótaplagg. Þar kemur ekkert nýtt fram um viðfangsefnið, þótt gagnlegt sé að fyrirliggjandi fróðleikur og staðreyndir séu dregnar saman. Bæði andstæðingar og fylgjendur þess að Ísland klári aðildarviðræðurnar við ESB geta því sótt sér röksemdir í skýrsluna. Andstæðingarnir eru byrjaðir að gera sér mat úr því að skýrsluhöfundar telji að erfitt geti verið að ná fram varanlegum undanþágum frá sjávarútvegs- eða landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Að sama skapi geta fylgjendurnir bent á þau fordæmi sem rakin eru í skýrslunni um að löggjöf Evrópusambandsins sé breytt til að koma til móts við hagsmuni nýrra aðildarríkja, eins og gert var þegar sérstök lausn um „heimskautalandbúnað“ var samþykkt fyrir Svíþjóð og Finnland og sérlausn í sjávarútvegi fyrir Möltu. Svo geta menn bent á margítrekaðar yfirlýsingar ESB um að „aðild Íslands að ESB myndi hafa veruleg áhrif á sameiginlegu fiskveiðistefnuna“, eins og framkvæmdastjórnin orðaði það 2010 þegar hún mælti með að viðræður við Ísland yrðu hafnar, og að ríkur pólitískur vilji sé fyrir að finna lausn sem taki tillit til sérstöðu Íslands. Það má líka hafa í huga að ekkert ríki, sem hefur samið við ESB, hefur átt jafnríkra hagsmuna að gæta í sjávarútvegi. ESB hefur engan hag af því að gera aðildarsamning sem gengur gegn grundvallarhagsmunum nýs aðildarríkis. En þetta er umræða sem hefur farið fram áður og mun sjálfsagt halda áfram. Kjarni málsins hér er að skýrslan svarar alls ekki til dæmis þeirri spurningu hvort Ísland gæti fengið sérlausnir í sjávarútvegs- eða landbúnaðarmálum. Skýrsluhöfundar segja beinlínis að það sé erfitt að meta, af því að viðræður um þessi mál voru ekki hafnar og samningsafstaða Íslands lá ekki fyrir þegar gert var hlé á viðræðunum. Eina leiðin til að fá svar við þeirri spurningu er að klára aðildarviðræðurnar. Skýrslan svarar því síður fleiri stórum spurningum á borð við það hvaða kosti Ísland á í gjaldmiðilsmálum, ef tvíhliða upptaka evrunnar verður útilokuð með því að slíta aðildarviðræðunum og skella dyrunum að ESB í lás. Skýrsla Hagfræðistofnunar er ekki heldur neinn Salómonsdómur um stofnana- eða efnahagsþróun í ESB. Þar er raunar komizt að þeirri niðurstöðu að aðildarríkin séu fullvalda og verið sé að vinna gegn meintum lýðræðishalla, sem kemur sjálfsagt einhverjum á óvart hér í fullkomna lýðræðisríkinu með óskerta fullveldið. Og það verður heldur ekki séð að efnahagslíf í ESB stefni lóðbeint til glötunar, sem líka gæti komið á óvart í sumum afkimum íslenzkrar Evrópuumræðu. Á heildina litið er skýrsla Hagfræðistofnunar alltént alls ekki rökstuðningur fyrir því að eina leiðin í málinu sé að slíta aðildarviðræðunum. Hún inniheldur miklu fremur rök fyrir því að halda eigi aðildarferlinu áfram, með það að markmiði að íslenzka þjóðin geti fengið að sjá hvað er í boði. Til þess þarf að sjálfsögðu að stefna að aðild að Evrópusambandinu. En þjóðin á síðasta orðið – og fordæmin sýna að svarið getur orðið bæði já og nei.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun