Samstaða í raun? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. maí 2014 07:00 Hin ýmsu samtök launafólks halda í dag upp á alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Víða er fundað og farið í kröfugöngur undir merkjum samstöðu launafólks. Það má hins vegar velta fyrir sér, í ljósi þróunarinnar á vinnumarkaðnum að undanförnu, hvort sú samstaða sé raunveruleg eða bara skylda að tala um hana í ræðum á þessum hátíðisdegi. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að grundvöllur samninga til tveggja eða þriggja ára, sem átti að fara að leggja drög að, væri brostinn. Ástæðan væri samningar ríkisins og sveitarfélaga við ýmsa hópa í þeirra þjónustu, þar sem samið hefði verið um meiri hækkanir en ASÍ samdi um í desember síðastliðnum. Markmiðið með þeim samningum var að halda launahækkunum í hófi til að koma í veg fyrir að verðbólgan færi á flug og æti þær upp á nýjan leik. Gylfi sagði í blaðinu að það gæti ekki verið hlutskipti sumra hópa að slátra verðbólgunni en annarra að njóta ávinningsins. Forseti ASÍ vísar til þess að launahækkanir hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga hafi verið réttlættar með því að þeir ættu „leiðréttingu“ inni. Hann bendir á móti á að margir hópar innan ASÍ ættu að fá svipaða leiðréttingu og hjá sumum atvinnugreinum gangi vel þannig að þær ættu að geta greitt hærri laun. Engu að síður hafi niðurstaðan verið að semja um minni kauphækkanir í trausti þess að verðbólgan yrði minni og kaupmáttur ykist. Það eru ekki bara ríkið og sveitarfélögin sem eru sökudólgarnir hér; stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa gert miklu hærri launakröfur en félög á almenna markaðnum í nafni „leiðréttingar“; að þau hafi dregizt aftur úr sambærilegum hópum. Segja sem svo að vissulega þurfi að passa verðbólguna og kaupmáttinn, en þau geti bara ekki unað því að dragast aftur úr. Þessi eilífu samanburðarfræði eru raunar líkleg til að knýja áfram launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Alltaf fær einhver aðeins meira en sem nemur „leiðréttingunni“ þannig að aðrir hópar sjá sig þá knúna til að fara líka fram á að verða leiðréttir. Sérstaklega er þessi samanburður erfiður á milli opinbera geirans og einkamarkaðarins, þar sem gildir önnur vinnulöggjöf, ólíkt starfsöryggi og lífeyriskjör. Það er kannski engin furða að það skorti á samstöðuna á milli opinberra starfsmanna og fólks á almenna vinnumarkaðnum, þótt ræðumenn á 1. maí hátíðahöldunum komi úr hópi beggja og tali um gildi samstöðu. Fyrst svo virðist sem tilraunin til að skapa samstöðu á vinnumarkaðnum um litlar launahækkanir og baráttu gegn verðbólgunni sé að fara út um þúfur getur verið ástæða til að spyrja hvort nálgun heildarsamninga með breiðri samstöðu hafi gengið sér til húðar. Kannski er nær að semja á grundvelli einstakra atvinnugreina eða fyrirtækja – þá nýtur starfsfólkið góðrar afkomu fyrirtækja og sennilega verður til meiri hvati til skipulagsbreytinga í samstarfi vinnuveitenda og launafólks sem skila meiri framleiðni. Sama á við á opinbera vinnumarkaðnum; þar er nær að horfa á það hvernig sé hægt að breyta vinnufyrirkomulagi til að auka skilvirkni, nýta peninga skattgreiðenda betur og geta þar af leiðandi borgað hærri laun, en að vera í þessum eilífa samanburði á milli hópa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Hin ýmsu samtök launafólks halda í dag upp á alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, 1. maí. Víða er fundað og farið í kröfugöngur undir merkjum samstöðu launafólks. Það má hins vegar velta fyrir sér, í ljósi þróunarinnar á vinnumarkaðnum að undanförnu, hvort sú samstaða sé raunveruleg eða bara skylda að tala um hana í ræðum á þessum hátíðisdegi. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að grundvöllur samninga til tveggja eða þriggja ára, sem átti að fara að leggja drög að, væri brostinn. Ástæðan væri samningar ríkisins og sveitarfélaga við ýmsa hópa í þeirra þjónustu, þar sem samið hefði verið um meiri hækkanir en ASÍ samdi um í desember síðastliðnum. Markmiðið með þeim samningum var að halda launahækkunum í hófi til að koma í veg fyrir að verðbólgan færi á flug og æti þær upp á nýjan leik. Gylfi sagði í blaðinu að það gæti ekki verið hlutskipti sumra hópa að slátra verðbólgunni en annarra að njóta ávinningsins. Forseti ASÍ vísar til þess að launahækkanir hjá starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga hafi verið réttlættar með því að þeir ættu „leiðréttingu“ inni. Hann bendir á móti á að margir hópar innan ASÍ ættu að fá svipaða leiðréttingu og hjá sumum atvinnugreinum gangi vel þannig að þær ættu að geta greitt hærri laun. Engu að síður hafi niðurstaðan verið að semja um minni kauphækkanir í trausti þess að verðbólgan yrði minni og kaupmáttur ykist. Það eru ekki bara ríkið og sveitarfélögin sem eru sökudólgarnir hér; stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa gert miklu hærri launakröfur en félög á almenna markaðnum í nafni „leiðréttingar“; að þau hafi dregizt aftur úr sambærilegum hópum. Segja sem svo að vissulega þurfi að passa verðbólguna og kaupmáttinn, en þau geti bara ekki unað því að dragast aftur úr. Þessi eilífu samanburðarfræði eru raunar líkleg til að knýja áfram launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Alltaf fær einhver aðeins meira en sem nemur „leiðréttingunni“ þannig að aðrir hópar sjá sig þá knúna til að fara líka fram á að verða leiðréttir. Sérstaklega er þessi samanburður erfiður á milli opinbera geirans og einkamarkaðarins, þar sem gildir önnur vinnulöggjöf, ólíkt starfsöryggi og lífeyriskjör. Það er kannski engin furða að það skorti á samstöðuna á milli opinberra starfsmanna og fólks á almenna vinnumarkaðnum, þótt ræðumenn á 1. maí hátíðahöldunum komi úr hópi beggja og tali um gildi samstöðu. Fyrst svo virðist sem tilraunin til að skapa samstöðu á vinnumarkaðnum um litlar launahækkanir og baráttu gegn verðbólgunni sé að fara út um þúfur getur verið ástæða til að spyrja hvort nálgun heildarsamninga með breiðri samstöðu hafi gengið sér til húðar. Kannski er nær að semja á grundvelli einstakra atvinnugreina eða fyrirtækja – þá nýtur starfsfólkið góðrar afkomu fyrirtækja og sennilega verður til meiri hvati til skipulagsbreytinga í samstarfi vinnuveitenda og launafólks sem skila meiri framleiðni. Sama á við á opinbera vinnumarkaðnum; þar er nær að horfa á það hvernig sé hægt að breyta vinnufyrirkomulagi til að auka skilvirkni, nýta peninga skattgreiðenda betur og geta þar af leiðandi borgað hærri laun, en að vera í þessum eilífa samanburði á milli hópa.
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun