Áfram umsóknarríki Þorsteinn Pálsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Áform utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fóru út um þúfur. Ísland er því áfram umsóknarríki. Trúlega getur enginn státað af því að hafa látið sér til hugar koma, þegar tillagan var lögð fram, að þau yrðu lok málsins á þessu þingi. Þetta er meiri kúvending í pólitískri atburðarás en svo. Ríkisstjórnin hefur að vísu ekki kúvent skoðunum sínum á málinu. Það var einfaldlega þungur straumur almenningsálitsins sem sneri henni við áður en hún náði til lands. Þótt skaftfellskir vatnamenn hafi jafnan talið óráð að snúa við í miðju straumvatni var hitt pólitískur ómöguleiki eins og á stóð. Þrátt fyrir allt hefur ríkisstjórnin ekki tapað málinu og þeir sem styðja aðildarviðræður geta heldur ekki hrósað sigri. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja í strauminn á ný án þess þó að vita, eins og sakir standa, hvernig hann ætlar í hann. Það er til ígrundunar í sumar. Helstu andstæðingar frekara Evrópusamstarfs telja að þessar málalyktir séu mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og hún standi veikari á eftir. Margt er til í því þó að utanríkisráðherrann sitji öðrum fremur eftir með sárt ennið. Þeir sem ýttu utanríkisráðherra út í ófært vaðið í byrjun góu telja nú að hann eigi að leggja í það aftur fyrir sumarsólstöður. Með öðrum orðum: Þeir vilja að hann beiti þingmeirihlutanum gegn almenningsálitinu og taki þann tíma sem til þess þarf. Ekki er víst að það sé vel ráðið nú fremur en í fyrra sinnið.Formsatriði eða efnisatriði Utanríkisráðherra ber sig vel og segir að það sé formsatriði eitt að hafa ekki náð til lands hinum megin. Að því leyti er sú kokhreysti ekki alveg út í hött að engar viðræður fara nú fram og munu að sögn ráðherra aldrei fara fram meðan annar hvor eða báðir núverandi stjórnarflokkar eiga aðild að ríkisstjórn. Eftir sem áður eru formsatriði oft og tíðum þeirrar náttúru að þau geta haft efnislegt gildi. Þetta sjá þeir ráðunautar utanríkisráðherra sem gagnrýna hann nú af mestum ákafa fyrir að hafa látið undan straumþunganum. Það hefur einfaldlega mikið pólitískt gildi að Ísland skuli áfram vera umsóknarland. Á tvennt er að líta í því sambandi: Í fyrsta lagi veikir þetta þá utanríkisstefnu sem forseti Íslands hefur talað fyrir og tekin var óbreytt upp í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. Slit aðildarviðræðna var mikilvæg forsenda þeirrar stefnubreytingar. Reyndar má segja að hún hafi fallið áður en á hana reyndi. Rússland og Kína áttu að verða ný samstarfsríki. Það er ekki lengur trúverðugt. Forsetinn hefur líka þagnað. Sú þögn virkar eins og tómahljóð úr tunnu. Utanríkisráðherra minnist ekki orðið á þann kjarna stjórnarsáttmálans að öll ný skref í alþjóðasamvinnu eigi að stíga með nýmarkaðsríkjum utan Evrópusambandsins. Nú talar hann bara um mikilvægi Evrópusamstarfs sem hann er þó á móti að dýpka. Rússland þurfti að sýna vígtennurnar til að ráðherrann sæi að sér. En um leið hafa mikilvægar röksemdir gegn aðildarviðræðunum molnað. Í öðru lagi þýðir þessi niðurstaða, meðan hún stendur, að engum dyrum hefur verið lokað. Í því eru fólgnir miklir pólitískir og efnahagslegir hagsmunir fyrir þjóðina. Þó að það sé keypt dýru verði að eyða þessu kjörtímabili eins og því síðasta í biðleiki er þetta þó betra en að loka leiðum.Til umhugsunar undir sumarfeldi Nokkrir kostir eru í stöðunni en enginn þeirra tekur málið út af borðinu fyrir næstu kosningar eins og ætlunin var með tillögunni sem dagaði uppi. Það er önnur pólitísk staða en ráðherrann reiknaði með í byrjun. Verði tillagan endurflutt óbreytt og samþykkt munu næstu þingkosningar fyrst og fremst snúast um aðildarviðræðurnar. Fram að þeim yrði ríkisstjórnin í viðvarandi vörn fyrir að hafa útilokað þjóðina frá svo stórri ákvörðun. Annar kostur er að láta málið liggja. Það myndi gefa ríkisstjórninni meiri frið fram að átakamánuðunum fyrir kosningarnar. Síðan er sá kostur að efna til þjóðaratkvæðis. Þá vaknar fyrst sú spurning hvort það á að vera leiðbeinandi eða bindandi. Eins og mál hafa skipast mælir flest með því að þjóðin fái raunverulegt úrslitavald í málinu. Hætt er við að seint verði samkomulag um hvernig spyrja eigi í leiðbeinandi þjóðaratkvæði og niðurstaðan verði því alltaf háð mati og túlkunum. Það er umhugsunarefni hvort efna á til þjóðaratkvæðis sem eykur á óvissu. Tímasetningin skiptir líka máli. Eftir því sem atkvæðagreiðslan er nær þingkosningum bindur hún aðeins ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Verði hún fyrr styttist aftur á móti sá tími sem ríkisstjórnin þarf að verjast í vök. Utanríkisráðherra hefur því um margt að hugsa meðan hann liggur undir feldi í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Áform utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fóru út um þúfur. Ísland er því áfram umsóknarríki. Trúlega getur enginn státað af því að hafa látið sér til hugar koma, þegar tillagan var lögð fram, að þau yrðu lok málsins á þessu þingi. Þetta er meiri kúvending í pólitískri atburðarás en svo. Ríkisstjórnin hefur að vísu ekki kúvent skoðunum sínum á málinu. Það var einfaldlega þungur straumur almenningsálitsins sem sneri henni við áður en hún náði til lands. Þótt skaftfellskir vatnamenn hafi jafnan talið óráð að snúa við í miðju straumvatni var hitt pólitískur ómöguleiki eins og á stóð. Þrátt fyrir allt hefur ríkisstjórnin ekki tapað málinu og þeir sem styðja aðildarviðræður geta heldur ekki hrósað sigri. Utanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja í strauminn á ný án þess þó að vita, eins og sakir standa, hvernig hann ætlar í hann. Það er til ígrundunar í sumar. Helstu andstæðingar frekara Evrópusamstarfs telja að þessar málalyktir séu mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og hún standi veikari á eftir. Margt er til í því þó að utanríkisráðherrann sitji öðrum fremur eftir með sárt ennið. Þeir sem ýttu utanríkisráðherra út í ófært vaðið í byrjun góu telja nú að hann eigi að leggja í það aftur fyrir sumarsólstöður. Með öðrum orðum: Þeir vilja að hann beiti þingmeirihlutanum gegn almenningsálitinu og taki þann tíma sem til þess þarf. Ekki er víst að það sé vel ráðið nú fremur en í fyrra sinnið.Formsatriði eða efnisatriði Utanríkisráðherra ber sig vel og segir að það sé formsatriði eitt að hafa ekki náð til lands hinum megin. Að því leyti er sú kokhreysti ekki alveg út í hött að engar viðræður fara nú fram og munu að sögn ráðherra aldrei fara fram meðan annar hvor eða báðir núverandi stjórnarflokkar eiga aðild að ríkisstjórn. Eftir sem áður eru formsatriði oft og tíðum þeirrar náttúru að þau geta haft efnislegt gildi. Þetta sjá þeir ráðunautar utanríkisráðherra sem gagnrýna hann nú af mestum ákafa fyrir að hafa látið undan straumþunganum. Það hefur einfaldlega mikið pólitískt gildi að Ísland skuli áfram vera umsóknarland. Á tvennt er að líta í því sambandi: Í fyrsta lagi veikir þetta þá utanríkisstefnu sem forseti Íslands hefur talað fyrir og tekin var óbreytt upp í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. Slit aðildarviðræðna var mikilvæg forsenda þeirrar stefnubreytingar. Reyndar má segja að hún hafi fallið áður en á hana reyndi. Rússland og Kína áttu að verða ný samstarfsríki. Það er ekki lengur trúverðugt. Forsetinn hefur líka þagnað. Sú þögn virkar eins og tómahljóð úr tunnu. Utanríkisráðherra minnist ekki orðið á þann kjarna stjórnarsáttmálans að öll ný skref í alþjóðasamvinnu eigi að stíga með nýmarkaðsríkjum utan Evrópusambandsins. Nú talar hann bara um mikilvægi Evrópusamstarfs sem hann er þó á móti að dýpka. Rússland þurfti að sýna vígtennurnar til að ráðherrann sæi að sér. En um leið hafa mikilvægar röksemdir gegn aðildarviðræðunum molnað. Í öðru lagi þýðir þessi niðurstaða, meðan hún stendur, að engum dyrum hefur verið lokað. Í því eru fólgnir miklir pólitískir og efnahagslegir hagsmunir fyrir þjóðina. Þó að það sé keypt dýru verði að eyða þessu kjörtímabili eins og því síðasta í biðleiki er þetta þó betra en að loka leiðum.Til umhugsunar undir sumarfeldi Nokkrir kostir eru í stöðunni en enginn þeirra tekur málið út af borðinu fyrir næstu kosningar eins og ætlunin var með tillögunni sem dagaði uppi. Það er önnur pólitísk staða en ráðherrann reiknaði með í byrjun. Verði tillagan endurflutt óbreytt og samþykkt munu næstu þingkosningar fyrst og fremst snúast um aðildarviðræðurnar. Fram að þeim yrði ríkisstjórnin í viðvarandi vörn fyrir að hafa útilokað þjóðina frá svo stórri ákvörðun. Annar kostur er að láta málið liggja. Það myndi gefa ríkisstjórninni meiri frið fram að átakamánuðunum fyrir kosningarnar. Síðan er sá kostur að efna til þjóðaratkvæðis. Þá vaknar fyrst sú spurning hvort það á að vera leiðbeinandi eða bindandi. Eins og mál hafa skipast mælir flest með því að þjóðin fái raunverulegt úrslitavald í málinu. Hætt er við að seint verði samkomulag um hvernig spyrja eigi í leiðbeinandi þjóðaratkvæði og niðurstaðan verði því alltaf háð mati og túlkunum. Það er umhugsunarefni hvort efna á til þjóðaratkvæðis sem eykur á óvissu. Tímasetningin skiptir líka máli. Eftir því sem atkvæðagreiðslan er nær þingkosningum bindur hún aðeins ríkisstjórn næsta kjörtímabils. Verði hún fyrr styttist aftur á móti sá tími sem ríkisstjórnin þarf að verjast í vök. Utanríkisráðherra hefur því um margt að hugsa meðan hann liggur undir feldi í sumar.
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun