Fyrirmyndarstjórinn við Tjörnina Álfrún Pálsdóttir skrifar 3. júní 2014 07:00 Veistu hver þetta er?“ ég sný mér að dóttur minni þar sem við röltum um vesturbæ Reykjavíkur. Hún lítur á úlpuklædda manninn með hund og húfu sem gengur fram hjá okkur og hristir hausinn. „Þetta er borgarstjórinn,“ segi ég og barnið snýr sig næstum úr hálslið til að berja manninn augum. „Borgarstjórinn,“ endurtekur sú stutta og fylgir stóreygð hverju skrefi mannsins sem fjarlægist í vorsúldinni. Ég geri mér grein fyrir því hversu merkileg sjón þetta er fyrir barnið. Hún sá manninn með völdin. Hvað er hann að gera mamma? Ég svara að hann sé úti að labba með hundinn sinn, „já, og tína rusl,“ bæti ég við þar sem ég sé hann bogra yfir runna. Barnið grípur það strax á lofti. „Já, auðvitað. Hann stjórnar ruslinu í borginni og það má ekki henda rusli á götuna. Og hann stjórnar hvað það eru margir ljósastaurar í borginni. Hvað eru margir ljósastaurar í Reykjavík?“ Restin af göngutúrnum fór svo í fabúleringar um hlutverk borgarstjóra, hvers vegna maður býr í borg og alveg út í heimspekilegar pælingar um hvað eiginlega borg sé, á milli þess sem barnið tíndi pappírsrusl upp úr götunni og henti í nærliggjandi tunnur. Hver vill fá skammir frá sjálfum borgarstjóranum, sem hún er búin að bíta í sig að fylgist með hverju skrefi borgarbúa? Svona eins og jólasveinarnir fylgjast með börnum í desember. Það er vel við hæfi að sama ár og Jón Gnarr kveður stjórastólinn í ráðhúsinu sendi Íslendingar marglita pollapönkara með boðskap sem framlag sitt til Eurovision. Já, og að Evrópa kjósi karl í kjól sigurvegara þessarar vinsælu söngvakeppni. Þýðir það ekki að síðustu fjögur ár með þennan svokallaða sprellara í æðsta embættinu hafi skilað okkur einhverju? Þennan sprellara sem lét verkin tala og klæddist kjól á Gay pride og bjó til Góðan daginn-daginn svo eitthvað sé nefnt. Einhver benti á að Jón Gnarr væri líklega áhrifamesti stjórnmálamaður síðari tíma á Íslandi. Maðurinn sem breytti ásýnd stjórnmálanna. Fyrirmynd fyrir stóra sem smáa. Mitt fólk mun allavega ekki henda rusli úti á götu framar. Ég meina, af hverju er rusl í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Eurovision Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun
Veistu hver þetta er?“ ég sný mér að dóttur minni þar sem við röltum um vesturbæ Reykjavíkur. Hún lítur á úlpuklædda manninn með hund og húfu sem gengur fram hjá okkur og hristir hausinn. „Þetta er borgarstjórinn,“ segi ég og barnið snýr sig næstum úr hálslið til að berja manninn augum. „Borgarstjórinn,“ endurtekur sú stutta og fylgir stóreygð hverju skrefi mannsins sem fjarlægist í vorsúldinni. Ég geri mér grein fyrir því hversu merkileg sjón þetta er fyrir barnið. Hún sá manninn með völdin. Hvað er hann að gera mamma? Ég svara að hann sé úti að labba með hundinn sinn, „já, og tína rusl,“ bæti ég við þar sem ég sé hann bogra yfir runna. Barnið grípur það strax á lofti. „Já, auðvitað. Hann stjórnar ruslinu í borginni og það má ekki henda rusli á götuna. Og hann stjórnar hvað það eru margir ljósastaurar í borginni. Hvað eru margir ljósastaurar í Reykjavík?“ Restin af göngutúrnum fór svo í fabúleringar um hlutverk borgarstjóra, hvers vegna maður býr í borg og alveg út í heimspekilegar pælingar um hvað eiginlega borg sé, á milli þess sem barnið tíndi pappírsrusl upp úr götunni og henti í nærliggjandi tunnur. Hver vill fá skammir frá sjálfum borgarstjóranum, sem hún er búin að bíta í sig að fylgist með hverju skrefi borgarbúa? Svona eins og jólasveinarnir fylgjast með börnum í desember. Það er vel við hæfi að sama ár og Jón Gnarr kveður stjórastólinn í ráðhúsinu sendi Íslendingar marglita pollapönkara með boðskap sem framlag sitt til Eurovision. Já, og að Evrópa kjósi karl í kjól sigurvegara þessarar vinsælu söngvakeppni. Þýðir það ekki að síðustu fjögur ár með þennan svokallaða sprellara í æðsta embættinu hafi skilað okkur einhverju? Þennan sprellara sem lét verkin tala og klæddist kjól á Gay pride og bjó til Góðan daginn-daginn svo eitthvað sé nefnt. Einhver benti á að Jón Gnarr væri líklega áhrifamesti stjórnmálamaður síðari tíma á Íslandi. Maðurinn sem breytti ásýnd stjórnmálanna. Fyrirmynd fyrir stóra sem smáa. Mitt fólk mun allavega ekki henda rusli úti á götu framar. Ég meina, af hverju er rusl í Reykjavík?