Sameiningar á Vesturlandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 30. júlí 2014 07:00 Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Akranes slagar upp í Vestfirði. Þessa fyrirsögn mátti lesa í Fréttablaðinu þann 25. júlí sl. þar sem borinn var saman íbúafjöldi á Akranesi og á öllum Vestfjörðum. Íbúum á Akranesi hefur fjölgað jafnt og þétt síðasta áratug enda fjölskylduvænt samfélag og atvinnuástand gott. Samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands eru íbúar nú um 6.750. Auk þess starfa á annað þúsund manns við stóriðjuverin á Grundartanga, sem er í næsta nágrenni. Næstfjölmennasti þéttbýliskjarninn á Vesturlandi er í Borgarnesi, en þar búa rúmlega 1.800 manns. Þrátt fyrir þessa staðreynd, að Akranes sé langfjölmennasti byggðarkjarninn á Vesturlandi – og nálægt því að vera með sama íbúafjölda og á öllum Vestfjörðum samanlagt, þá dettur stjórnvöldum í hug að flytja sýslumannsembættið á Akranesi til Stykkishólms og lögreglustjóraembættið í Borgarnes. Að vísu segist innanríkisráðherra ekki vera búinn að ákveða endanlega staðsetningu embættanna en samkvæmt umræðuskjali hans um sameiningu sýslumanns og lögreglustjóraembætta þá eru þetta tillögurnar. Langfjölmennasta lögregluliðið á Vesturlandi er á Akranesi og hér er eina lögreglustöðin á svæðinu sem er með sólarhringsvakt, enda er málafjöldinn langmestur.Miðlæg rannsóknardeild Miðlæg rannsóknardeild fyrir allt Vesturland hefur verið staðsett á Akranesi frá árinu 2007 og þar hefur byggst upp mikil sérþekking, meðal annars í rannsóknum kynferðisbrotamála en deildin hefur það hlutverk að veita rannsóknaraðstoð til smærri embættanna á Vesturlandi vegna alvarlegra brota sem þar eru framin. Lögreglan á Akranesi og bæjaryfirvöld hafa einnig unnið saman í heimilisofbeldismálum og hafa í þeirri vinnu stuðst við reynslu lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýlega var tilkynnt um ráðningu nýrra sýslumanna og lögreglustjóra á landinu og vil ég fyrir hönd bæjaryfirvalda á Akranesi óska þeim Úlfari Lúðvíkssyni, sem tekur við embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, og Ólafi Ólafssyni, sem tekur við embætti sýslumanns á Vesturlandi, til hamingju með ráðningarnar. Jafnframt óska bæjaryfirvöld eftir viðræðum hið fyrsta um endanlegt val á aðalstöðvum nýju embættanna enda um mikið hagsmunamál íbúanna á Akranesi að ræða.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar