Ylfa eldar á Michelin-stjörnuveitingahúsi í Finnlandi Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 13. október 2014 09:00 Finnarnir voru yfir sig hrifnir af matnum hennar Ylfu. Vísir/Vilhelm „Ég frétti að hann hefði verið búinn að spotta mig áður en hann kom að borða hjá mér. Svo kom hann bara til mín og bauð mér að koma næsta sumar. Það má segja að hann sé Siggi Hall Finnlands,“ segir Ylfa Helgadóttir, kokkur og annar eigenda veitingastaðarins Kopars. Ylfa tók þátt í Food and Fun-hátíðinni sem haldin var í Finnlandi nú fyrir skemmstu, og í framhaldinu var henni boðið að koma og vinna í svokölluðu Food Camp fyrir eina Michelin-stjörnuveitingastaðinn í Finnlandi. „Eigandi staðarins, sem heitir OLO, ætlar að leggja áherslu á kvenkokka á næsta ári. Við verðum á stað sem er rétt fyrir utan Helsinki og fáum meðal annars að fara út í skóg og tína fersk hráefni þar. Þetta verður æði,“ segir Ylfa. Hátíðin Food and Fun er íslensk en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin erlendis. „Siggi Hall bað mig bara um að koma og vera með í sumar, því hann vantaði kvenkynskokk,“ segir hún. „Ég var eina stelpan úti, en það var ekkert nýtt, það er yfirleitt sirka ein stelpa á móti tíu strákum.“ Ylfa segir að Finnarnir hafi tekið þessu mjög alvarlega og setningarhátíðin var einstaklega glæsileg, en hún var haldin í ráðhúsinu í Helsinki. Ylfa segist hafa verið mjög heppin með veitingastaðinn sem hún fékk, sem heitir MAMI. „Ég var búin að senda þeim hugmyndir og leiðbeiningar um fjögurra rétta matseðil eftir mínu höfði í tölvupósti og var svo búin að gera ráð fyrir að vera að elda allt kvöldið. Svo þegar ég mætti þá rétt náði ég að sýna þeim hvernig diska ég vildi hafa,“ segir Ylfa. „Ég var svo bara stærstan hluta af kvöldinu frammi að spjalla við gestina, það voru allir svo áhugasamir og spurðu mikið. Það var alveg rosalega gaman og þetta gekk svo vel.“ Við undirbúning matseðilsins lagði Ylfa áherslu á hráefni sem væri fáanlegt bæði hér heima og í Finnlandi. „Ég er rosalega mikið fyrir bragðríkan mat og skemmtilegar samsetningar og lagði áherslu á að hafa mat sem var óvenjulegur fyrir Finnunum,“ segir Ylfa. Á lokakvöldinu hlaut hún og hennar veitingastaður sérstök verðlaun fyrir að hafa náð bestu heildarupplifuninni. „Það er víst ekki venjan að verðlauna fyrir þetta, en þeir voru svo rosalega ánægðir með þetta. Mjög gaman að fá svona extra viðurkenningu,“ segir Ylfa. Food and Fun Michelin Veitingastaðir Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið
„Ég frétti að hann hefði verið búinn að spotta mig áður en hann kom að borða hjá mér. Svo kom hann bara til mín og bauð mér að koma næsta sumar. Það má segja að hann sé Siggi Hall Finnlands,“ segir Ylfa Helgadóttir, kokkur og annar eigenda veitingastaðarins Kopars. Ylfa tók þátt í Food and Fun-hátíðinni sem haldin var í Finnlandi nú fyrir skemmstu, og í framhaldinu var henni boðið að koma og vinna í svokölluðu Food Camp fyrir eina Michelin-stjörnuveitingastaðinn í Finnlandi. „Eigandi staðarins, sem heitir OLO, ætlar að leggja áherslu á kvenkokka á næsta ári. Við verðum á stað sem er rétt fyrir utan Helsinki og fáum meðal annars að fara út í skóg og tína fersk hráefni þar. Þetta verður æði,“ segir Ylfa. Hátíðin Food and Fun er íslensk en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin erlendis. „Siggi Hall bað mig bara um að koma og vera með í sumar, því hann vantaði kvenkynskokk,“ segir hún. „Ég var eina stelpan úti, en það var ekkert nýtt, það er yfirleitt sirka ein stelpa á móti tíu strákum.“ Ylfa segir að Finnarnir hafi tekið þessu mjög alvarlega og setningarhátíðin var einstaklega glæsileg, en hún var haldin í ráðhúsinu í Helsinki. Ylfa segist hafa verið mjög heppin með veitingastaðinn sem hún fékk, sem heitir MAMI. „Ég var búin að senda þeim hugmyndir og leiðbeiningar um fjögurra rétta matseðil eftir mínu höfði í tölvupósti og var svo búin að gera ráð fyrir að vera að elda allt kvöldið. Svo þegar ég mætti þá rétt náði ég að sýna þeim hvernig diska ég vildi hafa,“ segir Ylfa. „Ég var svo bara stærstan hluta af kvöldinu frammi að spjalla við gestina, það voru allir svo áhugasamir og spurðu mikið. Það var alveg rosalega gaman og þetta gekk svo vel.“ Við undirbúning matseðilsins lagði Ylfa áherslu á hráefni sem væri fáanlegt bæði hér heima og í Finnlandi. „Ég er rosalega mikið fyrir bragðríkan mat og skemmtilegar samsetningar og lagði áherslu á að hafa mat sem var óvenjulegur fyrir Finnunum,“ segir Ylfa. Á lokakvöldinu hlaut hún og hennar veitingastaður sérstök verðlaun fyrir að hafa náð bestu heildarupplifuninni. „Það er víst ekki venjan að verðlauna fyrir þetta, en þeir voru svo rosalega ánægðir með þetta. Mjög gaman að fá svona extra viðurkenningu,“ segir Ylfa.
Food and Fun Michelin Veitingastaðir Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið