Sátt þarf að vera um Landsvirkjun Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Fjárfestingarkostir lífeyrissjóða, eða skortur á þeim innan gjaldeyrishafta, er meðal umfjöllunarefna í grein sem Helgi Magnússon, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar sem út kom í gær. Helgi segir mikilsvert að kanna hvernig fjölga megi fyrirtækjum sem fara á markað þannig að almenningur, einkafjárfestar og sjóðir hafi um fleiri kosti að velja. „Ekki síst í ljósi þess að landsmenn búa við gjaldeyrishöft sem þrengja fjárfestingarkostina niður í það sem kann að standa til boða á Íslandi,“ segir hann og telur æskilegt að samstaða náist um setja einhver opinber fyrirtæki á markað. „Menn hafa lýst þeirri skoðun að heppilegt sé að selja Landsvirkjun til þess að laga stöðu ríkisins, til dæmis til þess að reisa nýjan Landspítala,“ segir hann líka í grein sinni. Hvort slík sala sé ákjósanlegur kostur kallar á mun meiri umræðu. Ljóst er að veigameiri rök þarf til þess að selja hluta Landsvirkjunar en að lífeyrissjóðina vanti fjárfestingarkosti. Þá væri kannski nær að aflétta fremur gjaldeyrishöftum. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, slær á sumar þær rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um Landsvirkjun í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í gær. Ávinningur af starfsemi og eignum fyrirtækisins bendir hann á að renni til þjóðarinnar og grundvallarmisskilningur sé að stóriðjan hafi á einhvern hátt eignast hlut í orkuauðlindum landsins. „Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði,“ bendir hann á. Landsvirkjun er líkast til verðmætasta eign þjóðarinnar og þó að það kunni að þjóna einhverjum stundarhagsmunum að taka út „fyrirframarð“ þá er óvíst að framtíðarkynslóðir yrðu jafnglaðar með slíka ráðstöfun. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um Landsvirkjun. Breytingin lýtur að því að bætt verði við lögin ákvæði í þá veru að samin verði eigendastefna ríkisins vegna eignarhalds þess á Landsvirkjun. „Landsvirkjun er eitthvert mikilvægasta fyrirtæki íslensks samfélags og er í eigu ríkisins. Stefna Landsvirkjunar, áform fyrirtækisins og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil áhrif hér á landi og hafa á stundum verið æði umdeild,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Mikilvægt er sagt að um fyrirtækið og framkvæmdir á vegum þess ríki sem mest sátt. „Slíkri sátt er einna helst hægt að ná með opinni umræðu. Gerð opinberrar eigandastefnu yrði vettvangur slíkrar umræðu.“ Tillagan er skynsamleg. Bæði í ljósi umræðu um mögulega sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu og eins til að marka ramma utan um starfsemi Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Fjárfestingarkostir lífeyrissjóða, eða skortur á þeim innan gjaldeyrishafta, er meðal umfjöllunarefna í grein sem Helgi Magnússon, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, ritar í nýjasta tölublað efnahagsritsins Vísbendingar sem út kom í gær. Helgi segir mikilsvert að kanna hvernig fjölga megi fyrirtækjum sem fara á markað þannig að almenningur, einkafjárfestar og sjóðir hafi um fleiri kosti að velja. „Ekki síst í ljósi þess að landsmenn búa við gjaldeyrishöft sem þrengja fjárfestingarkostina niður í það sem kann að standa til boða á Íslandi,“ segir hann og telur æskilegt að samstaða náist um setja einhver opinber fyrirtæki á markað. „Menn hafa lýst þeirri skoðun að heppilegt sé að selja Landsvirkjun til þess að laga stöðu ríkisins, til dæmis til þess að reisa nýjan Landspítala,“ segir hann líka í grein sinni. Hvort slík sala sé ákjósanlegur kostur kallar á mun meiri umræðu. Ljóst er að veigameiri rök þarf til þess að selja hluta Landsvirkjunar en að lífeyrissjóðina vanti fjárfestingarkosti. Þá væri kannski nær að aflétta fremur gjaldeyrishöftum. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, slær á sumar þær rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti um Landsvirkjun í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í gær. Ávinningur af starfsemi og eignum fyrirtækisins bendir hann á að renni til þjóðarinnar og grundvallarmisskilningur sé að stóriðjan hafi á einhvern hátt eignast hlut í orkuauðlindum landsins. „Hið rétta er að líftími flestra orkumannvirkja er miklum mun lengri en þeir samningar sem gerðir hafa verið við stórnotendur. Við samningslok getum við, eigendur auðlindarinnar, ákveðið að ráðstafa auðlindinni með allt öðrum hætti eða á allt öðru verði,“ bendir hann á. Landsvirkjun er líkast til verðmætasta eign þjóðarinnar og þó að það kunni að þjóna einhverjum stundarhagsmunum að taka út „fyrirframarð“ þá er óvíst að framtíðarkynslóðir yrðu jafnglaðar með slíka ráðstöfun. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um Landsvirkjun. Breytingin lýtur að því að bætt verði við lögin ákvæði í þá veru að samin verði eigendastefna ríkisins vegna eignarhalds þess á Landsvirkjun. „Landsvirkjun er eitthvert mikilvægasta fyrirtæki íslensks samfélags og er í eigu ríkisins. Stefna Landsvirkjunar, áform fyrirtækisins og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil áhrif hér á landi og hafa á stundum verið æði umdeild,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Mikilvægt er sagt að um fyrirtækið og framkvæmdir á vegum þess ríki sem mest sátt. „Slíkri sátt er einna helst hægt að ná með opinni umræðu. Gerð opinberrar eigandastefnu yrði vettvangur slíkrar umræðu.“ Tillagan er skynsamleg. Bæði í ljósi umræðu um mögulega sölu á hluta af eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu og eins til að marka ramma utan um starfsemi Landsvirkjunar.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun