Líkti Bill Cosby við Helförina - biðst afsökunar 18. janúar 2015 16:14 Lena Dunham er höfundur þáttaraðarinnar Girls Vísir/Getty Handritshöfundurinn og leikkonan Lena Dunham, best þekkt fyrir að skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverk í HBO þáttaröðinni Girls, reynir nú að lappa upp á ímyndina eftir að hún lét út úr sér óheppileg ummæli í nýlegu viðtali við tímaritið Time Out New York. Í viðtalinu líkti hún Bill Cosby, sem hefur verið margsakaður um kynferðislegt ofbeldi og nauðganir undanfarið, við Helförina. Hún baðst afsökunar á Instagram-reikningi sínum. Very excited about my pop art Time Out NY cover, photo by Danielle Levitt and popification by Chad Silver ❤️ My best friend and partner @campsucks interviewed me and it was a ball. However, I feel I didn't properly express my respect & passion for Karen O. and Danny DeVito. Additionally I'm already aware comparing Bill Cosby to the Holocaust wasn't my best analogy. With Love from your special rape-hating Jew friend LENA A photo posted by Lena Dunham (@lenadunham) on Jan 16, 2015 at 12:58pm PST Lena Dunham lét ummælin um Cosby falla þegar hún var spurð út í gagnrýnina sem kvikmyndagerðarmaðurinn Judd Apatow hefur þurft að þola fyrir að hafa opinberlega úthúðað Cosby. Einn kollegi Apatow, Kenya Barris, höfundur þáttanna Black-ish, sagði Apatow vera með Cosby á heilanum og ætti að snúa sér að öðru. Lena sagði um málið: „Það er eins og að segja að einhver sé með Helförina á heilanum. Það er ekki eins og Judd sé reiður útaf einhverju kynlífsmyndbandi Hulks Hogan. Þetta er risavaxið vandamál, og hverfist um hvernig við misnotum vald og hvernig frægð virðist grafa undan réttlæti. Allir aðrir segja: „Vonum að þetta sé ekki satt." Chris Rock, sem er algjör snillingur og hefur gríðarlega sterka réttlætiskennd brást við ásökunum á hendur Cosby með því að segja: „Sjáum hvað setur." Dunham og Apatow eru ekki þau einu sem hafa látið Cosby heyra það opinberlega, en kynnar Golden-Globe hátíðarinnar í ár, Amy Poehler og Tina Fey, hraunuðu yfir Cosby á hátíðinni. Golden Globes Mál Bill Cosby Mest lesið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Lífið Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge Menning Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira
Handritshöfundurinn og leikkonan Lena Dunham, best þekkt fyrir að skrifa, leikstýra og leika aðalhlutverk í HBO þáttaröðinni Girls, reynir nú að lappa upp á ímyndina eftir að hún lét út úr sér óheppileg ummæli í nýlegu viðtali við tímaritið Time Out New York. Í viðtalinu líkti hún Bill Cosby, sem hefur verið margsakaður um kynferðislegt ofbeldi og nauðganir undanfarið, við Helförina. Hún baðst afsökunar á Instagram-reikningi sínum. Very excited about my pop art Time Out NY cover, photo by Danielle Levitt and popification by Chad Silver ❤️ My best friend and partner @campsucks interviewed me and it was a ball. However, I feel I didn't properly express my respect & passion for Karen O. and Danny DeVito. Additionally I'm already aware comparing Bill Cosby to the Holocaust wasn't my best analogy. With Love from your special rape-hating Jew friend LENA A photo posted by Lena Dunham (@lenadunham) on Jan 16, 2015 at 12:58pm PST Lena Dunham lét ummælin um Cosby falla þegar hún var spurð út í gagnrýnina sem kvikmyndagerðarmaðurinn Judd Apatow hefur þurft að þola fyrir að hafa opinberlega úthúðað Cosby. Einn kollegi Apatow, Kenya Barris, höfundur þáttanna Black-ish, sagði Apatow vera með Cosby á heilanum og ætti að snúa sér að öðru. Lena sagði um málið: „Það er eins og að segja að einhver sé með Helförina á heilanum. Það er ekki eins og Judd sé reiður útaf einhverju kynlífsmyndbandi Hulks Hogan. Þetta er risavaxið vandamál, og hverfist um hvernig við misnotum vald og hvernig frægð virðist grafa undan réttlæti. Allir aðrir segja: „Vonum að þetta sé ekki satt." Chris Rock, sem er algjör snillingur og hefur gríðarlega sterka réttlætiskennd brást við ásökunum á hendur Cosby með því að segja: „Sjáum hvað setur." Dunham og Apatow eru ekki þau einu sem hafa látið Cosby heyra það opinberlega, en kynnar Golden-Globe hátíðarinnar í ár, Amy Poehler og Tina Fey, hraunuðu yfir Cosby á hátíðinni.
Golden Globes Mál Bill Cosby Mest lesið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Lífið Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge Menning Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Fleiri fréttir Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar „Þetta drepur fólk á endanum“ Ólafur Darri barðist við tárin yfir sögu Silu frá Gaza Fannar og Sandra settu upp klúta og heimsóttu Höllu Ólafur og Guðrún flytja inn saman Sjá meira